Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1932, Page 38

Símablaðið - 01.11.1932, Page 38
52 SÍMABLAÐIÐ Raforka frá sólunni. Vélamenning nútímans krefst orku. Vísindin hafa beislað orkulindir nátt- úrunnar, hverja eftir aðra, í þarfir tækninnar og menningarinnar. Enn þá híða samt ónotuð orkuver, ótæm- andi að gnægð og afli, sem manns- andinn hefir enn ekki ráðið við. Orka sú, sem mestmegnis er i þjónustu mannanna núna, er fram- leidd úr kolum og olíu, vatnsaflið leggur einnig fram drjúgan skerf og vindmagnið nokkurn. En allir þessir orkugjafar liafa orðið til fvrir áhrif sólarinnar. Það er hún, er nærði risa- gróður kolatimabilsins, sem nú er numinn úr djúpum jarðlaganna sem kol og olía. Það er einnig hitamagn sólarinnar sem veldur uppgufun úr sjó og vötnum svo að ský myndast, regn fellur og ár renna. Fyrir mismunandi áhrif sólarinnar verða hitabreytingar í loftinu er vekja vindana. Ekki er því ofsögum sagt, að öll náttúruöfl vor eigi upphaf sitt í sól- unni. Það er því ekkert undarlegt, þótt mönnum hafi dottið í hug að spara sér þessar krókaleiðir, en nota kyngi sólarinnar milliliðalaust. Hefir lika verið unnið að þvi um margra ára skeið, að finna hagkvæma lausn á þessu verkefni. Meðal annars liefir verið reynt að nota sólargeislana til að hita vatnið i gufukötlunum, í stað kola, en tilraunin gafst ekki vel. Að- eins í mjög sterkum sólarhita kom hún að notum, en annars ekki. Nú hafa mönnum hugkvæmst aðrar leiðir, er gefa hestu vonir um góðan árangur. Það hefir sem sé tekist að breyta sólarljósinu i rafmagn án til- verknaðar nokkurra aflvéla. Til þess er notuð ljóssella (Fotocella), sem er frábrugðin eldri ljóssellum í því, að hún notar ekki raflilöðuorku, lieldur myndar sjálf rafstraum þegar sólar- ljósið skín á hana. Að vísu hefir ekki enn þá unnist mikil raforka á þennan hátt, því að hvorttveggja er, að tilraunin er ný, svo að segja i fæðingunni, og eins hitt, að Ijóssellur þær sem notaðar hafa ver- ið, eru mjög litlar. Lengi hafa það verið draumar kunnáttumanna, að liagnýta á marg- víslegan Iiátt ótæmandi kraft sólar- innar. Nú er leiðin fundin til þess að framleiða rafmagn frá sólunni, og sá tími er vissulega ekki langt undan, að vér seiðum frá sólunni alla þá raforku er vér þurfum að nota. Og þá hafa draumarnir ræst. (Lausl. þýtt). Jólaguðsþjónustunni í Kristskirkjunni í Bethlehem útvarpað. National Broadcasting Co. hefir fengið leyfi til að útvarpa guðsþjónustu frá Krists- kirkjunni í Bethlehem, sem stendur á fæðing- arstað Krists, — og verður henni síðan end- urvarpað frá öllum stöðvum félagsins. í Þýskalandi hefir einnig verið rætt um að ná guðsþjánustu þessari eftir talsímalinunni milli Palestínu og Þýskalands, — og útvarpa síðan frá þýskum stöðvum. Verður það í fyrsta sinn að útvarpað er guðsþjónustu frá þessari kirkju. Er það einkum jólasöngur munkanna, sem menn myndi hafa gleði af að hlusta á. Takist Þjóðverjum endurvarp þetta, ætti ísl. hlustendur að geta notið þess, og verið við jólaguðsþjónustu i Bethlehem.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.