Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Síða 2
2 MIÐVIKUDACUR 19. OKTÓBER 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Dr. Gunni heima og að heiman fife álhygíisvert áö fylgjast „Kenningin um, að takmarka eigi upplýsingar við það eitt, sem rit- stjóri eða einhverannar telur vera notendum nauðsynlegt, á ekki nokkurt erindi tilfjölmiðla í lýðrœðisþjóðfélagi. “ Hvað þurfa menn að vita? Hæstiréttur Þýzkalands hefur úrskurð- að, að tilgangur fjölmiðla sé sá einn að vera til. Það sé jafngott, að fjöl- miðlar skemmti fólki og segi persónulegar fréttir og að þeir hafi einhver sérstök mark- mið með útgáfunni. Hæstiréttur Þýzkalands hvílir á grundvelh frjálslyndrar lífsskoðunar. Hæstarétti Þýzkalands mundi finnast ein- kennilegt, að talið væri gott, að fjölmiðlar hefðu sérstök hlutverk á borð við, að láta satt kyrrt liggja, af því að birting gæti sært ein- hvem. Honum mundi finnast einkennilegt að spyrja fjölmiðla, hvort nauðsyn hafi borið til myndbirtingar. Frjálslynd viðhorf sköpuðu hugmyndir um lýðræði á nítjándu öld. Þau gera ráð fýr- ir, að gegnsæi sé meiri homsteinn lýðræðis heldur en frjálsar kosningar. Það er nefni- lega ekki lýðræði í Egyptalandi, þótt þar séu frjálsar kosningar, því að þar er ekki gegn- sæi, sem er sjálfur lykillinn að lýðræði. Hér á landi ramba menn hins vegar milli sósíalfasisma og félagslegs rétttrúnaðar. Siðanefnd blaðamanna er hluti af þessari lffsstefnu og telur engu máli skipta, hvort satt og rétt sé sagt frá í fjölmiðlum. Hún mið- ar eingöngu við, hvort einhver segist vera særður og úrskurðar í samræmi við það. Fjölmiðlar em ekki hluti af ríkiskerfinu, til dæmis ekki hluti af dómstólum. Nafn- og myndbirting er ekki hluti af dómi. Fjölmiðlar eiga ekki að ákveða að þegja fréttir eða þegja hluta af fréttum vegna meintra sárinda úti í bæ, því að í slíku hlýtur alltaf að felast spillt umburðarlyndi. FjölmiðiÚ spyr ekld sjálfan sig: Var nauðsynlegt að birta þessa mynd? Fjölmiðill spyr ekki sjálfan sig: Mátti ekki satt kyrrt Úggja? Fjöl- miðill telur sig ekki vera slíkan hliðvörð. Það er hlutverk lesand- ans, hlustandans eða áhorfandans að meta, hvort málið eigi erindi við sig. Blaðamaður hlýtur að vinna eftir skólabókinni: Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvemig, hvers vegna og hvað svo? Ef hann strikar yfir fyrsta liðinn af tillits- semi við einhvern, þá rambar hann strax yfir í spillt umburðarlyndi og hræsni, sem ein- kennt hafa félagslegan rétttrúnað hér á landi. Kenningin um, að takmarka eigi upplýs- ingar við það eitt, sem ritstjóri eða einhver annar telur vera notendum nauðsynlegt, á ekki nokkurt erindi til fjölmiðla í lýðræðis- þjóðfélagi. SP Arna Schram Formað- ur Blaðamarmafélags- ins vill hefja endurskoð- un siðareglna félagsins i Ijósi nýrra sjónarmiða. Herdís Þorgeirsdóttir Skrifaði dokt- orsritgerð I lögfræði um blaða- mennsku, þar sem meðal annars er fjallað um vandamál, sem stafa af spilltu umburðarlyndi I bióðfélaainn EF ÞESSIR 5 ÆTTU ALLA FJOLMIÐLA.A Ástþór Magnússon Maður friðarins. Kristinn Björnsson Strangheiðarlegur olíusam ráðsmaður. Björn Ingi Hrafnsson Sýknaður í héraðsdómi fyrir fréttaflutning. Árni Bergmann Sósíalrealískur veruleika hugsuður. Jónína Benediktsdóttir Kann að skrifa tölvupóst. Flutningsmenn frumvarpsins „góða" Halldór Blöndal mælti fyrir frum varpim en líklegt hlýtur að teljast að þau Sigurjón Þórðarson, GuðmundurÁrni, Jónina Bjartmarz og Þuriður Backman hafi verið með óbragð imunni. Eða hvað? með fólki sem hefur bitið eitthvað (sig. Það er eitthvað svo mannlegt. Svo sorg- legtGaman vartil dæmis að sjá Davtð Oddsson fá fylu- kastiö enn einu sinni yfir Baugi og Samfylkingunni. Gam- an líka að sjá meðvirkn- ina á fundinum. Svipaða biturð mátti sjá á dögunum þegar kerl- ingartuskan hún Yoko Ono drull- aöi enn og aftur yfir góðmennið hann Paul McCartney. Það er alltaf þaö sama sem gýs upp, ein- hver ægilegur köggull sem fólk hefur bftið (sig. „Lennon var lista- maður, McCartney er trúður," sagði hún. „Ég er ástæða alls hins góða sem gerst hefur, Baugur er veldi hins illa, ef við pössum okkur ekki verðum við öll þrælar illsk- unnar." - Já, já, Davlð minn og Yoko, segjum það bara. ig bít sjaldan eitthvað I mig, enda ekki stórmenni eins og Davíð. Skipti um skoðun eins og nær- buxur, versla hvar sem er og á eflaust eftir að kjósa alla flokkaáðuren yfir llkur. Einu sinni náöi ég þó aö bíta það I mig að ég gæti lamið einhvemgaurfyrir framan blokk I Kópavoginum. Ég var meö einhverja ægilega minni- máttarkennd á þessum tíma af þvf ég hafði aldrei farið f slag og fannst þaö skyggja á karlmennsku mfna. f þá daga hafði maöur áhyggjur af furðulegustu hlutum. Þaö var við ofurefli aö etja og gaurínn snérí mig ftrekað niður og hvæsti: „Ertu hættur?" Alltaf stóð ég upp aftur og réðst á hann. Svona gekk þetta f nokkra stund eða þangað til það fór aö renna af mér. .BU&num sem hægt heföi verið að spara ef amerfski herinn hefði aldrei verið á Miönesheiði. En jæja, hann er þama ennþá. Bfður og vonar að eitthvað gerist. Eitthvað meira en að Suð- umesjamenn haldi vinnunni sinni.Tilgangs- leysiðeralgjört, enda heraflinn ekki svipur hjá sjón. Á laugardaginn var opið hús, svokallað haust- kamival; leiktæki, sælgæti til sölu og veitingar. Hámark plebbism- ans og auðvitað var ég mættur meö fjölskylduna. Voða gaman og gamla .gemmér-tyggjó'- stemningin frá stríðsárunum alls- ráðandi. Krakkar og fullorðnir rog- uðust út með gosdrykkjakassa, nammi og sætt morgunkom. Biðraðir f báðar áttir eins langt og augað eygði. Gott að kaninn hef- ur einhverju hlutverki að gegna héma. Með óbragð í EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ ILLRÆMDA SEM DAVÍÐ 0DDSS0N HAFÐI FRUMKVÆÐI AÐ, en hann fær 712 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun í stað 381 þúsunda eftirlaun miðað við gamla kerfið, var keyrt með látum í gegnum þingið áður en þingmenn fóru í jólafh'ið sitt árið 2003. Frumvarpið er enn komið í brennidepil. Enda virðast engin tak- mörk fyrir svínaríinu því tengt. Helgi Hjörvar þingmaður lagði nýverið fram fyrirspum í fjárlaganefnd um kostnað vegna eftirlaunalaganna. Mat Fjársýslu ríkisins er að sam- kvæmt nýju lögunum hafi lífeyris- skuldbindingar verið 650 milljónum hærri en þær hefðu orðið samkvæmt gömlu lögunum. Helmingi hærri en versta mögulega útkoma sem kynnt var Alþingi. EKKERT K0STNAÐARMAT FYLGDI FRUMVARPINU en Helgi rifjar upp á síðu sinni að Davíð sagði tilneyddur í fféttum sjónvarps 11. desember 2003: „Ja, mér finnst það ágætt ef að það er svo að mönnum þykja þessar breytingar, sem munu kosta ríkissjóð væntanlega á næsta ári um 6 milljón- ir króna, ef að þær breytingar em slíkar að það eigi að hafa áhrif á allar Fyrst og fremst kjarakröfur í landinu, þá finnst mér gott að málið komi fyrir áður en það er farið í kjarasamninga heldur en málið komi fyrir eftir að öllum kjara- samningum er lokið." Sex milljónir á næsta ári! ÞETTA SAGÐI MAÐURINN SEM VILL KENNA SIG VIÐ STÖÐUGLEIKA. Hann má heita ódýr stöðugleikinn sem byggir á Iygi. Eldd er líklegt að sannleikurinn í málinu verði til að stuðla að friði á vinnumarkaði. Eða þá að ör- yrkjar, sem ekki mega taka á sig hina minnstu aukavinnu án þess að bætur þeirra skerðist til mikilla muna, taki þessum nýju upplýs- ingum þegjandi. Hins vegar mega þeir ráðherrar, líkt og komið hefur fram, þiggja eftirlaun frá 55 ára aldri jafnvel þótt þeir setjist samhliða í feit embætti á kostnað skattgreiðenda. ÞESSI ÓSVINNA ER EKKI BUNDIN VIÐ STJÓRNARFLOKKANA. Enginn þriggja formanna stjómarandstöðuflokk- anna var viðstaddur atkvæðagreiðsl- una. Guðjón Amar Kristjánsson var í sólarlandaferð, Steingrímur J. Sigfús- son í fríi innanlands og Össur Skarp- héðinsson mætti ekki. Halldór As- grímsson var einnig íjarverandi. Enda hafði formönnum flokka verið mútað með hækkun á launum þeim til handa. Samtrygging spillingarinn- ar. Flutningsmenn frumvarpsins vom svo Blöndal, Guðmundur Ámi Stefáns- son, Jónína Bjartmarz, Þuríður Back- man og Sigurjón Þórðarson. SV0 ERU ÞEIR INNI A ÞINGI sem kenna fjölmiölum um að virðing al- mennings fyrir stjómmálamönnum er ekki mikil. Og vilja meðal annars þess vegna setja á fjölmiðlalög svo „hin rétta mynd" sé dregin upp. Guð hjálpi þjóðinni þegar þeim tekst að koma því svo fyrir að geta möndlað með kjör sín algerlega í skjóli myrk- urs. jakob@dv.is Sinfónía og Skítamórall Reykjavík og hræsnin Sinfómuhljómsveit íslands kost- aði hálfa milljón króna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt frétt í DV í gær. Hún kostaði minna en hljómsveitin Skíta- mórall hefði kostað. Hún kostaði ekld nema helming- inn af því, sem Stuðmenn hefðu r kostað. Venjulega tekur liljómsveit- in tvær milljónir eða meira fyrir uppistandið. Svona gæti þetta hafa gerzt: Kja i Gunnarsson hringir í Þröst Ola Kjartan Gunn- arsson Fékk ódýra hljómsveit á landsfund. : Kjart- an Gunnarsson hringir í Þröst Olaís- son ogræöirviöharm um, hvortSin- fónían haB fengiö nógí fjáriagafrum- varpi og hvort eitthvað sé karmski hægt að laga þaö í nefnd. Síðan segir hann: „Heyröu, hvaö takið þið fyrir aö spiia álandsfimd- inum". Þetta er það, sem fóik kail■ ar skítamóral. Þröstur Ólafsson Fær kannski ábót á fjárveitingu. Reykjavíkurborg og Reykjavíkur- Ustinn telja sig vera í fremstu röð á íslandi í leikskólum fyrir alla og em farin að tala um, að þetta eigi að verða frítt fyrir alla í nokkrum áföng- um. Andstæðingar listans segja þetta bara vera hræsni í stjómmála- hreyfingu, sem keyri mikið á loforð- um, sem kalla á vinsældir. írauninni eralltí steikíReykjavík í málum barna undir skólaskyldu- aldri. Langir biðlistar eru til að kom- ast fieikskóla og á frístundaheimili í sumum úthverfum borgarinnar. Ástæðan ersú, að ekki eru nógu margir starfsmenn. 60 starfsmenn vantar, af því að Reykja- víkurborg tímir ekki að borga kaup. Hræsni ráðamanna er augljós. ^ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Borg■ arstjóri sinnir ekki forskólabörnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.