Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. OKJÓBER2005 Sport DV Fyrirmyndin David Stern sést hér i öllu sinu veldi klæddur eins og nu er orðin skylda í NBA-deildinni. I Rodman sé hættur enda ekki víst að brúðkaups- ! kjólinn frægi hefði farið vel í Stern. Það eru samt 82 leikir á tímabilinu og leikmenn sem eru flestall- ir langt yfir meðallagi í stærð þurfa að kaupa sér hátt í 82 jakkaföt fyrir komandi tímabil sem kostar þá margs konar vesen. „Leikmennirnir eiga eftir að verða brjálaðir," sagði Kevin Willis sem hannar nú gallabuxur en hann lék í 21 ár í NBA-deildinni. „Þetta á eftir að vekja hörð viðbrögð og þessir leikmenn munu ekki sætta sig við þetta.“ Að fylgja ekki þess- Yfnmaður NBA, David Stern, hefur sett fram róttæka reglugerð sem setur mjög strangar reglur um klæðaburð leikmanna í NBA- deildinni í körfubolta. Stern hefur sent frá sér bréf til allra leikmanna deildarinnar þar sem hann kemur inn á þessi mál. Nýju reglur deild- arinnar skylda leikmenn til þess að koma ávallt í sparifötum til leiks. Þetta á við úm alla atburði sem tengjast störfum þeirra fyrir sín fé- lög, hvort sem það er að koma á leiki, fara af leikjum eða mæta á æfingar og aðra viðburði á vegum félagsins. Allt aukaglingur, eins og stór hálsmenn, ýmiss konar höf- uðföt sem henta ekki sem og sól- gleraugu innandyra, eru einnig meðal þeirra hluta sem eru komn- ir á bannlista frá og með 1. nóvem- ber. Stern talaði einnig um að NBA-deildin þurfi að laga ímynd sína út á við og í sama bréfi kom hann af þeim sökum inn á að hegðun og framkoma leikmanna skipti alveg jafnmiklu máli og hvernig þeir koma til leiks. Það er búist við hörðum við- brögðum frá leikmönnum NBA- deildarinnar sem eru margir hverj- ir þekktir fyrir skrautlegan klæða- burð og einhverjir húmoristar þakka guði fyrir það að Dennis um nýju reglum kallar þó á hörð viðbrögð deildarinnar, fyrst sektir og svo hugsanleg leikbönn láti menn ekki segjast. Menn eins og Allen Iverson hafa tekið mjög illa í þetta og hafa margir tekið þá stefnu að berjast gegn þessu. Þetta hefur líka áhrif á menn eins og Tim Duncan sem mætir alltaf til leiks í gallabuxum og alltof stórum bol. „Ég á ekki einu sinni jakkaföt," voru fyrstu viðbrögðin sem menn höfðu eftir besta leikmanni úrslita- keppninnar í fyrra og það eru margir leikmenn NBA-meistara San Anontio Spurs sem eru þekktir fyrir frjálslegan klæðaburð. Það hefur verið líf og Qör í fyrstu sex umferðum DHL-deildar karla í hand- bolta. Framarar eru eina liðið með fullt hús stiga en annars hafa liðin verið að vinna hvert annað á víxl. Bergsveinn Bergsveinsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins í hand- bolta, er mjög ánægður með hvernig breytt fyrirkomulag hefur komið út. Ánægður með þróun mála Bergsveinn Bergsveinsson, annarþjálfara íslenska landsliösins í handbolta, er ánægöur meö byrjunina á DHL-deild karla í handbolta. „Þessi breyting hefur verið til batnaðar ef tekið er mið af áhorfendafjölda og vægi leikja. Það eitt og sér er hið besta mál,“ segir Bergsveinn Bergsveinsson, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Bergsveinn hehir farið á marga leiki það sem af er vetrar og líst vel á það sem hefur fyrir augu borið. DHL-deild karla hefur farið vel af stað, mikið er um jafna og spennandi leiki og þá hafa óvænt úrslit verið að krydda deildina í upphafi tímabils. „Þessi breyting gerh þetta miklu meira spennandi, nú skipta allir leikir máli og það dug- ar ekkert lengur fyrir lið að ætla að vakna eftir fimm til sex umferðir því þá er bara erfitt fyrir þau að vera með í mótinu." „Framarar byrja mjög vel. Þeir eru mjög sterkir, spila góðan vam- arleik. Ég þekki líka Guðmund Guð- mundsson vel síðan að hann þjálf- aði mig hjá Aftureldingu og hann er mjög skipulagður. Maður sér hans handbragð á þeirra leik enda eru þeir mjög taktískir og agaðir. Það er að skila sér vel hjá þeim,“ segir Bergsveinn um Framliðið sem hef- ur unnið alla fimm leiki sína til þessa. Bergsveinn er eins og aðrir hrifinn af hinu unga liði ÍR-inga. „Það er að koma verulega á óvart hvað lið eins og ÍR er að standa sig vel miðað við að þeir misstu sex menn fyrir mót og þeir ætía bara að vera í toppbaráttunni. ÍR er með öðruvísi lið en flest önnur lið deild- arinnar. Þeir eru með lágvaxið lið, spila mjög hratt og keyra hraðaupp- hlaupin alveg stanslaust allan leik- inn. Þeir eru hraðir og skemmtileg- ir og eru að skora hátt í 40 mörk sem er hið besta mál, sérstaklega fýrir okkur áhorfendur sem viljum sjá líflegan og léttleikandi hand- bolta," segir Bergsveinn. Sebastian Afexandersson er að gera góða hluti á Suðurlandinu og Selfossliðið hefur komið Bergsveini á óvart „Þá kemur Selfoss líka sterkt inn, þeir eru búnir að vinna þrjá síðustu leiki og eru að koma pínu á óvart. Sebastian er í stóru hlutverki sem spilandi þjálfari og það er gaman að sjá hvað hann nær út úr þessu liði. Það munar líka mikið um það hjá þeim að Ramunas Mikalonis er að spila mjög vel, eitt- hvað sem hann gerði ekki í fyrra," segir Bergsveinn sem spáir „gömlu" refunum í deildinni einnig góðu gengi. „Valsmenn eru sterkir sem og Haukarnir og KA-menn byrjuðu vel en hafa verið að missa dampinn, aðallega út af þeim meiðslum sem eru að hrjá liðið. Flest liðin í deildinni eru ekki með breiðan mannskap og þau mega því ekki mikið við skakkaföllum. Um leið og lið eins og KA missir menn eins og Magnús Stefánsson og Jónatan Magnússon eru högg- vin stór skörð í liðið. öll liðin hafa verið að ehdurnýja það mikið hjá sér þar sem liðin eru að missa marga menn út á hverju ári. Þar sem endumýjunin er þetta hröð ná liðin ekki að vera með mjög breiða hópa. En á móti emm við að fá marga unga leikmenn upp, stráka sem þurfa að taka af skarið og það er margt jákvætt við það." „Ég hef alltaf verið fýlgjandi þessari úr- slitakeppni enda gerði hún sitt þegar ég var að spila með FH og Aftur- eldingu fyrir fullu húsi. En eins og þetta hefur verið síðustu árin hefur fólk bara verið að bíða eftir úrslitakeppninni þannig að þetta virðist henta betur og fólk mætir betur á völlinn núna. Mér finnst lfka umfjöllun í blöðum og öðmm fjölmiðlum vera meiri en hún hefur ver- ið. Það hefur líka ör- ugglega komið fjöl- miðlamönnum sem og fólki á óvart hvað mótið er í rauninni skemmti- legt. Það er bara kominn þessi gamli, góði handboltafílingur í þetta á ný," sagði Bergsveinn að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.