Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER2005 í DV á miðvikudögum Gönguskór Gakktu skóna til i stuttum göngu- ferðum í vetur. útiyist & ferðalög PV Gakktu skóna t\\ Góðir gönguskór eru nauðsynlegir í lengri og styttri gönguferðir. Yfirleitt er mælt með því að þeir séu hálfstífir og uppháir en slfkir skór henta í flestar göngur. Ef meiningin er að taka næsta sum- ar með trompi í útivistinni er tilvalið að festa kaup á góðum skóm núna og ganga þá til í styttri göngu- ferðum í vetur. Það vill nefnilega enginn fá blæðandi hælsæri í nokkurra daga gönguferð eða komast að því að ef til vill-hefði verið betra að taka einu núm- eri stærra eða minna skópar. Útivistum helgina Ferðir framundan Hjólaræktin 22. október Mæting er kl. 10 við gamla Rafstöðv- arhúsið (stóra brúna húsið) í Eiiiðaár- dalnum. Ekið verður á eigin bilum að Dyradölum þarsem bílarnir verða skildir eftir. Aætiað er að hjóla sunnan megin við Þingvaiiavatn um 35 km leið i G rímsnes þar sem Sveinn Daviðsson er með sumarbústað. Þar er heitur pottur sem hægt er að fara i áður en Svenni keyrir fólk til baka. Munið eftir nesti, viðgerðarsettinu, sundfötum og handklæði. Göngugleði 23. október Göngugleði FÍ: Mæting við Mörkina 6 kl. 10.15. Lagt afstað 10.30. Gengið í nágrenni Reykjavíkur 3-5 tima. Sam- einast í bíla á áfangastað. Takið með ykkur nesti og góðan búnað. Ókeypis þátttaka - allir velkomnir. Þórisjökull 29. október Isklifur í Þórisjökli efisinn verður kominn. Nauðsynlegt að mæta með allan ísklifurbúnað og kunna meðferð hans. (ATH. Ekki tekst að halda isklifur- námskeið á undan þessari ferð en byrj- endur eindregið hvattir til að taka námskeiðið i nóvember og fara í jólaklifur í desember, ferskir og flottir) Mæting í Klifurhúsið kl. 07. Þátttaka ókeypis. Jeppaferð 28.-30. o|(tóber Kjalvegur ekinn norðurí Kerlingar- fjöll.Á iaugardeginum verður farið hringinn i kringum Kerlingarfjöll, suð- ur Leppistungur vestan fjalla. Efvel viðrar verður gengið að Kerlingargjá og Kerlingarfossi. Siðan verður farið áfram austur og norður með fjöllun- um, Klakksleið, niður ~ i Kisubotna og vest- ur með Kerlingar- fjöllum norðanverðum. Heim á leið verður haldið suður Leppistungur að nýju ennú áfram i suður með Digru- öldu, Lönguöldu og niður á linuveg. Ferð fyrir breytta jeppa, búast má við skörum iám og jafnvel snjó. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Þegar DV ræddi við starfsmenn ferðaskrifstofa voru flestir sammála um að ferðir til Dublinar og Edinborgar væru þær vinsælustu. Margir sjá hag sinn í að sameina jólainnkaupin og smá afslöppun. Verðlag erlendis auk hagstæðs gengis er líka hluti af hagræðinu. Fjöldi landsmanna fer utan að minnsta kosti einu sinni á ári. Sumir skella sér í tveggja til fjögurra daga pakkaferðir til heimsborga og oft er hægt að finna góðan pakka fyrir lágt verð. Margir kjósa þó heldur að ferð- ast á eigin vegum og nota netið í þeim tilgangi. Margir viðmælendur DV telja það vera nauðsyn að skella sér svona rétt aðeins yfir veturinn. Það hefur færst í vöxt undanfarin ár að íslendingar skelli sér til útlanda til að versla fyrir jólin og slappa að- eins af í leiðinni. Margir leita eftir hagstæðu verðlagi erlendis enda hægt að gera góð kaup víða. Islendingar hafi sótt mikið til Dublinar og Edinborgar undanfarið og borgir eins og Glasgow og London eru afltaf vinsælar. Icelandair hafa boðið pakkaferðir tO þessara borga í áraraðir. Uppselt er í allar slikar ferðir til áramóta hjá þeim. Sömu sögu er að segja hjá ferða- skrifstofum - uppselt er í flestar ferðir. Laust er þó í einstaka ferðir og birtum við verð á nokkrum hér. í öll- um dæmum er miðað við gistingu í tveggja manna herbergi, með morg- unverði, ferðum til og frá flugvelli, auk flugvallarskatta. Boð ferðaskrifstofanna Hjá Úrvali-Útsýn fengust þær upplýsingar að í flestar ferðimar væri uppselt en þó væm nokkrar ferðir lausar. Þar á bæ finna menn fyrir miklum áhuga ferðalanga á Dublin, enda ein skemmtilegasta borg Vestur-Evrópu. Hjá Plúsferðum er Við bendum á þessar heimasíður: www.plusferdlr.is www.uu.is www.heimsferdir.is www.icelandair.is www.icelandexpress.is svipaða sögu að segja. „Við höfum verið með ferðir til Madridar og Rómar sem fýlltist í og bjóðum núna upp á ferðir til Lublij- ana í Slóveníu," segir Geirlaug Ingi- bergsdóttir, sölumaður hjá Plúsferð- um. Að sögn Geirlaugar er Dublin vinsæl vegna stutts flugtíma. Þangað er um tveggja stunda flug. Einnig er boðið upp á ferð tif Istanbúl í Tyrk- landi í vor. Þangað sér Geirlaug oft sama fólkið fara ár eftir ár. Heimsferðir bjóða upp á tíðar leiguflugsferðir til Prag og Búdapest auk íjölda annarra borga í Evrópu. Guðbjörg Sandholt hjá Heimsferðum bendir á netið sem góðan vettvang fyrir fólk í ferðahug. Flugfélögin bjóða Icelandair flýgur til helstu borga Evrópu eins og endranær. I vetrarbæk- lingi þeirra er boðið upp á nokkrar pakkaferðir með gistingu og farar- stjóm, en þær em allar uppseldar sam- kvæmt upplýsingum frá söludeild HEIMSFERÐIR: PRAG: 3 NÆTUR ILF 40.990 Pyramida 51.790 Ibis City 47.790 Adria 60.190 Búdapest: 3 nætur Tulip Inn 42.990 Erzsebet 54.790 Mercure Korona 66.590 ÚRVAL-ÚTSÝN DUBLIN: 2 nætur Westbury 51.640 Camden Court 42.440 PLÚSFERÐIR: Camden Court 2 nætur 42.940 3 nætur 47.500 Temple Bar 44.940 49.500 þeirra. Bent er á að oft reynist hag- kvæmt að leita ódýrra fargjalda á net- inu og bæta hóteli við í kjölfarið. Iceland Express býður ekki upp á nein- ar pakkaferðir sem slíkar, en benda á netið sem kost fýrir þá sem leita sér að fargjöldum til áfangastaða þeirra. Fyrst og fremst skemmtiferðir „Fólk er fyrst og fremst að fara til að gera sér glaðan dag,“ segir Helgi Aðalsteinsson hjá Úrvali-Útsýn og bendir á að margir hópar sæki til borga eins og Ljubljana og Búdapest: „Við sjáum mikið af hópum, eins og saumaklúbbum eða starfs- mannafélögum sem fara í skemmti- ferðir en svo kemur auðvitað versl- unin með. Það er minna um að fólk fari beint til að versla, enda hefur verðlag á íslandi breyst mikið und- anfarin ár." haraldur@dv.is Bláa lónið er skammt undan en þó framandi og seiðandi Stutt og Ferðalög þurfa ekki að taka lang- an tíma eða kosta mikla fyrirhöfn. Fólk af höfuðborgarsvæðinu er ekki lengi að að bruna í þessa indælu paradís sem staðsett er rétt fyrir utan bæinn. Hvernig væri að taka ástvini sína með í notalega ferð, leyfa sér að liggja í ylnum og láta þreytu og hversdags drunga líða úr sér? Eftir indælt kísilbaðið er svo til- valið að kíkja á veitingastaðinn og fá sér dýrindis máltíð. Hægt er að fá sér bíltúr til Grindavíkur, skoða nærandi fjöruna og eða gæða sér á einhverju sem veitingahúsin þar í bæ hafa upp á að bjóða. Nýlega var Bláa lónið valið besta náttúrulega heilsulind í heiminum af hinu virta breska ferðatímariti Condé Nast Traveller. Meðal annarra heilsu- linda sem voru á listanum voru Clinique La Prairie í Sviss og Royal Park Evian í Frakklandi. Það er því greinilegt að stundum þarf maður ekki að ferðast langt til að koma til spennandi staða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.