Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Síða 29
DV Tréttir MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÚBER 2005 29 Úr bloggheimum Snillingar! „Erkominn tillslands eftir ársveru erlendis. Er ný- vaknaður og hefekkert að segja. Kom með lceland Express til lands- ins seint í gær.Ætlaði að kaupa DV þar sem það er eina blaðið sem ekki er hægt að nálgastánet- inu. Blaðið er ekki tilsölu f vétinni, en Morg- unblaðið er hægt aö kaupa og er þvi ekið um ganginn í blárri DV kerru. Þannig að lceland Express selur ekki DVen auglýsir DV. Næst á dagskrá, kaffi, fá sér göngutúr niðurí bæ og fara á nokkra fundi.“ Kristjón Kormákur - kristjon.blogspot.com Hinn eini sanni Barrie Steven „Hittum svo Barrie Steven sjáfan, vin Kollu, maöur- inn sem á hárgreiðslu- stofuna sem Kolla vinnur á, sem heitir eimitt Barrie Steven..hann er ógeðslega rikur og er mjög llklega að fara að vinna bresku hárgreiðsluverðlaunin þetta árið. Við Kolla og Barrie skeltum okkur I gufu og pottinn eftir góða æfmgu.. og end- uðum á að borða dýrindis mat á veitinga- staðnum í gymminu.. Gátum svo ekki ann- að en fengið okkur hvítvinsglas með.. Beint i æð! úff. Hann vildi ólmur fá að taka myndir afmér til að senda á einhverja módelstofu i london sem velur andlit fyrir hárgreiðslustofurnar hans..já veit ekki al- veg meððetta en whynot?!“ Þóra Margrét Jónsdóttir - blog.central.is/thoram Frfmúraðir „Ekki þarfað leita langt aftur til þess að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hélt (meö dyggum stuðningi Framsóknar) hlífðar- skildi yfir Olíufélögunum með þau hjón Kristinn og Sólveigu fremst i flokki. Hafí maður aðeins meira rými i minninu þá er ekki frá þvi að heitiö Kolkrabbinn komi upp i hugann. Ég man nú ekki ur en þar hafi „innmúrað- ir"eða jafnveljrímúrað- ir" Sjálfstæðismenn set- ið við alla katla. Og allt méð dyggum stuðningi hins vel múraða Morg- unblaðs. Að ónefndum hulduriddara flokksins, Kjart- ani nokkrum Gunnarssyni, sem fast heldur um taumana á leynifundum og smyslar yfir allar sprungur sem í fýlkingunni birt- ast.“ Þorleifur Örn Arnarsson - lifandileikhus.blogspot.com Guildford-fjórmenningarnir sýknaðir Guildford-fjórmenningarnir, sem voru ákærðir íyrir sprengingar írska lýðveldishersins í húsum í bæjunum Guildford og Woolwich í Englandi, voru sýknaðir af öllum ákærum á þessum degi árið 1989 eftir að hafa setíð fjórtán ár í fangelsi. Það var 5. október árið 1974 sem sprengja ffá írska lýðveldishernum varð fjórum mönnum að afdurtila á krá í Guildford sem var mikið stund- uð af mönnum úr breska hemum. Önnur sprengja drap þrjá í Woolwich. Breskir rannsóknarmenn ruku til og fundu fljótlega tvo gmn- samlega menn, Gerry Conlon og Paul Hill, Norður-íra sem vom á svæðinu þegar sprengingarnar áttu sér stað. Breska lögreglan gat á þessum tíma haldið grunsamlegum hryðju- verkamönnum í fimm daga við yfir- heyrslur án þess að hafa neinar sannanir. Á meðan Conlon og Hill vom í haldi spann lögreglan upp lygavef um tengsl fjölskyldu þeirra og vinnu við írska lýðveldisherinn. Síðan vom þeir neyddir til að skrifa undir játningu eftir að hafa verið pyntaðir andlega og líkamlega. Þeir Laus eftir 14 ár Gerry Conlon, einn af Guildford-fjórmenningunum, sést hér ræða við blaðamenn eftiraö hann var lausúrhaldi. vom dæmdir í lífstíðarfangelsi ásamt Paddy Armstrong, og Carole Richardson. í dag Á þessum degi árið 1918 barst spænska veikin til íslands með tveimur skipum. í þessari skæðu inflú- ensu létust á fimmta hundrað manns. Fjórtán árum síðar var fjórmenn- ingunum sleppt úr haldi eftir mikla pressu frá almenningi. Þekktur meðlimur írska lýðveldishersins sem sat í fangelsi hafði viðurkennt að hafa staðið á bak við sprengingar og því var erfitt fyrir bresk yfirvöld að halda fjórmenningunum. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Burt með tómatana Tómas skrifar: Það er eitt sem fer alveg skelfi- lega í taugarnar á mér þegar ég kaupi mér skyndibita eins og ham- borgara, langlokur og samlokur svo eitthvað sé nefnt. I flestum til- fella eru tómatar hluti af áleggs- blöndunni. Og þar þarf einmitt að staldra við og hugsa. Það má kalla mig matvandan þótt ég telji mig sjálfur ekki svo ýkt- an í því sambandi en að jafnaði helmingur fólks sem ég þekki til, fjarlægir eimmitt tómatana úr matnum sínum. Því næst súru gúrkurnar o.s.frv. Þessu tek ég mik- ið eftir þegar ég horfi í kringum mig á skyndibitastöðum auk þess sem heldur margir sem ég þekíd til gera það sama. Tómatarnir hafa oftar en ekki verið pikkaðir úr og liggja til hliðar. Ég þekki meira að segja fólk sem í raun borðar tómata en pikkar þá samt úr sam- lokunum sínum. Ég vil líka nota tækifærið og hvetja Sómasamlok- ur, (sem brátt munu ráða yfir 95% af samlokumarkaði fs- lendinga) að auka úrvalið á sam- lok- unum sem er að mínu matí allt of lítíð. Hjá mér eru það bara tómat- arnir sem undantekningalaust víkja. Þeir eru skv. mínum bragð- laukum eins og að hella lýsi yfir hamborgarann. Það er ekki einu sinni nóg að bara fjarlægja tómat- inn úr samlokunni því safinn sem verður eftir jafngildir bragðinu af lýsi. Það eru eflaust fjölmargir ósammála mér um þetta enda snýst þetta að sjálfsögðu um mis- munandi smekk manna. En þar sem tómatabragðið er svo skelfilegt fyrir þá sem ekki borða þá, sem eru fjölmargir, vil ég endilega koma þessu á framfæri. Þeir veit- ingaaðilar sem þetta gera ættu að leyfa fólki frekar að biðja sér- staklega um að settur verði tómatur í hamborgar- ann. Maður man ekki alltaf eftir því að biðja um matinn mínus tómat. Þess vegna er mjög hentugt að fara á Subway þar sem maður stendur yfir afgreiðslufólkinu á meðan það raðar sérvöldu græn- metinu í bátinn. Húrra Grillhús Guðmundar, húrra American Style, Húrra Aktu taktu og fleiri. Þetta eru staðir sem eru ekki að menga skyndibitann sinn með tómötum nema maður biðji sérstaklega um það. Viljið þið samloku með dass af lýsi? Burt með tómatana! Tómatar Skað- með skyndibita að mati bréfritara. Lesendur Jón Einarsson skrifar um auðmýkt Sjálfstæöisflokksins. Fréttablaðið lýgur upp á Sjálf- stæðisflokkinn „Geir Haarde gengur til verks af auðmýkt" stóð á forsíðu Frétta- blaðsins í gær. En hafa sjálfstæðis- menn í raun skipt hrokanum út fýrir auðmýkt? Eða er Fréttablaðið kannski bara að ljúga upp á þá? Það er líklega auðmýktin sem rekur sjálfstæðismenn til þess að samþykkja ályktanir um einkavæð- ingu í heilbrigðiskerfinu, þá þjóð- hættulegu hugmynd. Og það hlýtur að vera auðmýktin gagnvart vímu- efnavandanum sem fær þá til að samþykkja að gefa sölu á áfengi fijálsa. Og auðmýktín hefur greini- lega ráðið för er þeir samþykktu að leggja niður fbúðalánasjóð og gera fólk ofurselt bankakerfinu, sem eins og allir vita er algerlega rekið af mannúðarsjónarmiðum en ekki með hagnað í huga. Og það er auðvitað auðmýktin sem fær sjálfstæðismenn tU þess að reyna að kenna Jóni Kristjánssyni heUbrigðisráðherra um niðurskurð eldsneytisstyrks öryrkja, þó svo að krafan um niðurskurð í heUbrigðis- kerfinu hafi komið ffá fjármálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins. Orðin „Hátt ber að stefna" var þá eftir allt enginn innihaldslaus frasi. Með þeim áttu þeir við að í stað þess að bíta samstarfsflokkinn í hælana ætluðu þeir að hækka sig upp og stínga hann í bakið. Stórmennsku- legt, ekki satt? En að einu leytí er auðmýktin keppikefli Sjálfstæðisflokksins. Það er gagnvart peningaöflunum, þeim sem borga til flokksins. Þess vegna getur flokkurinn boðið fram tU for- seta Alþingis vanhæfan einstakling. Af hreinrú auðmýkt. Selur enskum aðli íslenska hönnun „Þetta er verslun og gallerí sem selur húsgögn, lampa, list- muni og skartgripi, allt hannað af íslendingum," segir Magnús J. Magnússon, eigandi Design Centre Knightsbridge í London. „Konan mín, Dagmar, hefur unnið með íslenskum húsgagna- hönnuðum í mörg ár i gegnum fyrirtækið Sólóhúsgögn," heldur Magnús áfram. „Við erum í raun að uppfylla draum íslenskra hönnuða og framleiðenda um að geta selt vörurnar sínar á erlend- um markaði enda miklu stærri en sá íslenski. Við höfum líka mikla trú á íslenskri hönnun og hand- verki og höfum séð hversu mikla athygli hún fær á sýningum svo við álcváðum að slá til og opna verslun sjálf." Magnús telur íslenska hönnun ekld síðri en þá dönsku, það sé bara spurning um markaðssetn- ingu. Sem dæmi um hluti sem bbmammmmmmmmam hafa vakið athygli í versluninni nefnir Magnús stólinn Gíraffa eftir hinn fslensk/ameríska Chuck Mack ásamt rúnaháls- menum hönnuðum af Sólborgu Sigurðardóttur. Hvernig lítur Magnús á fram- tíðarhorfur verslunarinnar? „Ég tel þær mjög góðar miðað við þá athygli sem við höfum fengið á þessum stutta tíma frá því að við opnuðum. Staðsetning er mjög góð og gæti í rauninni ekld verið betri. Hérna í kring eru dýrustu fasteignir Bretlands og það er stöðugur straumur af ferðamönnum. í nokkra metra fjarlægð frá okkur eru tvær þekkt- ustu verslanir Englands, þær Harrods og Harvey Nichols, auk „Við höfum mikla trú á íslenskri hönnun þess sem Buckingham Palace og Hyde Park eru í göngufæri. Ég held líka að öll umræða um við- skipti ísiendinga hjálpi mikið. Fólk virðist vera mun áhugasam- ara um ísland vegna þessarar miklu athygli sem Baugur, Bakka- vör og bankarnir hafa fengið. Við höfum heyrt talað um að íslend- ingar séu að kaupa England og maður finnur fyrir mikilli virð- ingu í garð íslendinga fýrir hvað þeir eru að standa sig vel í við- skiptalífinu í London." V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.