Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2005, Qupperneq 31
DV Lífið MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER2005 31 Frá því að Idol-Stjörnuleit hófst hafa þónokkrir keppendur dottið út við mismikla kátínu. DV hefur fengið nokkra þessara krakka til að segja söguna af sinni upplif- un og að þessu sinni er það Stella Christensen sem fékk fremur óblíðar viðtökur frá Bubba Morthens þrátt fyrir að eiga svipaðan uppruna og kóngurinn. „Mér var alveg sama um Bubba. Ég hlustaði voða lítið á það sem hann var að segja þannig að ég var ekkert að taka þetta neitt nærri mér," segir Stella Christensen sem tók þátt í Idol-Stjörnuleit 3. Hún komst ekki áfram. Hundleiðinleg bið Stella segir að biðin eftir að kom- ast inn í dómnefndarherbergið hafl verið „hundleiðinleg og stressandi". „Ég var ógeðslega stressuð, ég var búin að bíða í tólf tíma,“ segir Stella og útilokar ekki að það hafi haft ein- hver áhrif á flutning hennar. Þegar Stella flutti lagið brást Bubbi hinn versti við og skammaði hana fyrir óöryggi og talaði yfir hausamótun- um á henni. „Fyrirgefðu," sagði Stella í þættinum. Stella er hálfur Dani, rétt eins og Bubbi. „Hann hefði átt að vera betri við mig fyrir vikið," segir Stella og hiær. „Hver veit nema hann sé frændi minn?" Bubbi taiaði um í þættinum að sjálfur léti hann aldrei nokkurn mann sjá það á sviðsfram- komu sinni að hann væri veikur eða slíkt. „Hann er búinn að vera að syngja í þrjátíu ár og getur ekki ætl- ast til þess að fólk sem hefur aldrei sungið mæti inn með hálsbólgu og standi sig vel," segir Stella. Ekki búin að sjá þetta Stella kom með vini sínum á Hót- el Loftleiðir en hann var sá þriðji inn til dómaranna. Eftir það mátti Stella bíða með eymsli í hálsi. „Ég var með hálsbólgu og búin að vera að drekka einhverja fjallagrasamixtúru yfir daginn," segir Stella en það dugði ekki til. Röddin var nánast farin. „Þegar ég labbaði út frá dómurun- um gat ég ekki talað." Það getur verið undarlegt að sjá sjálfan sig á sjónvarpsskjá en hvern- ig ætli sú upplifun hafi verið fyrir Stellu? „Ég er ekki búin að sjá þetta, ég er bara búin að fá svona 30 sms," segir Stella. Hún hefur sungið nokkuð í gegnum tíðina, þá aðallega i kórum. Einu sinni átti hún að syngja einsöng. „Þá missti ég rödd- ina," segir Stella og hlær. Hárgreiðsludama og gengilbeina Stella segist ekki ætla aftur í Idol- Stjörnuleit en mun líklegast halda eitthvað áfram að syngja enda spilar hún á gítar og hefur samið lög á hann. Hún segist ekki sjá eftir að hafa farið í Idol. „Mér finnst þetta bara fyndið. Ég fór ekki að grenja og „Ég varmeð háls- bólgu og búin að vera að drekka einhverja fjallagrasamixtúru yfir daginn." ég féll ekki í yfirlið. Ég neitaði meira að segja samlokuknúsi," segir Stella en hún mun vera eina stúlkan í sögu Idol-Stjörnuleitar sem hefur gert það. Milli þess sem hún spilar á gít- arinn stundar hún nám í hárgreiðslu og vinnur á Hressó. Búin að troða upp á Hressó? „Ég hef ekki verið beðin um það, ætli ég myndi ekki bara missa rödd- ina." soli@dv.is Pepsi Rokk heldur áfram á Bar 11 í kvöld. Pepsi Rokk-tónleikaröðin hefur notið mikilla vinsælda og eins og áður mun eitt þekkt band spila ásamt tveimur öðrum í yngri og óþekktari kantinum. Það er hljómsyeitin Jan Mayen sem sér um að kynda upp í fólkinu, en það ætti að vera góð upphitun fyrir bandið sem er að fara að spila á Gauknum á laugardag- inn en það mun vera hluti af hinni mikil- fenglegu Airwaves-hátíð. Ásamt Jan Mayen eru það hljómsveitirnar Berterel og The Dyers sem spila. Báðar hljóm- sveitirnar hafa reynt fyrir sér í músíktil- raunum og vöktu þær mikla athygli, þó að þær hafi ekki náð að komast í sæti. Þær ungu hljómsveitir sem spilað hafa á Pepsi Rokk hafa sýnt það og sannað að þær eiga fullt erindi á meðal reynslubolt- anna. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 og standa til 20, en Airwaves hefst einmitt sama kvöld. Það er alveg kjörið að byrja Airwaves-hátíðina á því að kíkja á unga fólkið spila á Bar 11, eins og áður og alltaf er frítt inn. dori@dv.is Guðrún Ögmundsdóttir kvenskörungur ér 55 ára í dag. „Hún virðist skilja kjarnann frá hisminu með því að ýta þeim málum sem vekja hjá henni ónot burt og losar sig endan- lega við þau með innri styrk sínum og vits- munum," segir í stjörnuspá hennar. Vatnsberinnj2o.M-;«.few Nýverið virðist þú hafa verið með hugann viö fortíðina. Með því að líta um öxl og sjá hvað vel fór og ekki sfður hvað betur mátti fara. Þú gerðir það sem réttast var hverju sinni en nú er komið að því að horfa einungis fram á við og láta fortíðlna lönd og leið. Guðrún ögmundsdóttir FlSkmlr (19. febr.-20.mars) Nýr kafli blður þín en hefst þó eigi fyrr en gamlir siðir og úrelt viðhorf gleymast. Allt sem þú rann- sakar verður mikilvægt í lífinu og leið- ir þig áfram ef marka má stjörnu þína. Hrúturinn (2l.mars-19.aprH) Nýjar hugmyndir koma upp á yfirborðið og tækifærin láta ekki á sér standa þegar stjarna hrútsins er tekin fyrir. NaUtÍð (20. apríl-20. mal) Uppfinningasamt og ástríðu- fullt er nautið gagnvart þeim sem það elskar.Tilfinningar, ást, næmni, andleg líðan þín sem og listrænir hæfileikar koma hér fram. JÆmm (2lml-21.júní) Þú ættir að gefa og þiggja til þess eins að halda auði og allsnægt- um, eða hverjum þeim gæðum sem þér finnast erftirsóknarverð í tilver- unni. Leiðin að markinu hefur verið fyrirfram ákveðin. KMm(22.júnl-22.júli)______________ Ef þú tilheyrir stjörnu krabbans býrð þú yfir miklum vitsmunum og ert fljót/ur að átta þig á stöðu mála. Þú átt- ar þig fljótt og örugglega á aðstæðum þegar kemur að ákvarðanatöku og svo er innsæfþitt líka öflugt. l)ÓWfi(23.)úll-2lógúst) Aðstæður kalla á varkárni þar sem þér er ráðlagt að kanna aðstæður vandlega áður en endanleg ákvörðun er tekin. Innblástur, sköpunargáfa, spenna, metnaður og vilji til að fram- kvæma hugmyndir þinar sem þú hefur eflt innra með þér lengí vel birtist hér. Meyjan (20 ágúst-22. sept.) Þú ert fær um að koma hug- myndum þínum frá þér og metnaður þinn flýtir fyrir ferlinu yfir í nýjan kafla sem færir þér fjárhagslegt öryggi. Vogin sepf.-2J. okfj Hér kemur fram að þú ert hlý og heil manneskja sem gefur hjarta þitt af alhug þegar ástin er annars vegar. Þú nýtur lifsins og stundarinnar á réttan hátt. Sporðdrekinn (2ioh.-21.a6r.) — Þér leiðist jafnvel um þessar mundir en þú ættir ekki að gefast upp eða missa móðinn því hér er um eins- konar próf að ræða þartil næsti kafli hefst. Hér er einhvers konar þjálfun á ferðinni sem er án efa undirbúningur fyrir næsta skref sem þú ert að taka. Bogmaðurinn (22.n6v.-21.desj Heppnin leikur við þig og ósk- ir þínar rætast en talan sjö staðfestir velferð þína. Alsæla og ómæld gleöi birtist þér. Steingeitinf22.te.-r9.jon.j Heppnin eltir þig uppi og sér til þess að hamingjuhjólið snúist þér i hag ef marka má steingeitina í dag. Endir verður á erfiðleikum og ónotum. Almenn vellíðan birtist. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.