Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.07.1945, Page 11

Símablaðið - 01.07.1945, Page 11
SÍMABLAÐIÐ 31 SicjiiÁur Lnamx, iímát, jon: FREISTIIMG (Sannsögulegur atburður). Arið 1861 flaug sú fregn íyrir í Banda- '"íkjum Ameríku, að fyrrverandi póst- afgreiðslumaður, núverandi lögfræðingur, herra Abraham Lincoln, hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna. Abraham Lincoln. Var það ekki þessi náungi, sem alltaf og allsstaðar, var að tala á móti þrælahaldinu og vildi jafnvel ganga svo langt, aö brjóta stjórnarskrána, með því að taka þrælana af réttmætum eigendum þeirra. Nei, viS siíkan forseta höfðu Suðurríkin lítiö að gera, og þau sögðu sig úr lögum og tengslum við Norð- urríkin. Maöur var nefndur David Wright, og hann var læknir að menntun. Hann hafði átt heima í Edenton, en hafði flutzt búferl- um til Nordfolk. Hann var vel að sér í mennt sinni, og fékk brátt mikla aðsókn sem læknir, en nú höfðu hermenn NorSur- ríkjanna sest að í borg hans. Wright læknir var einlægur Suðurríkjamaður og óskaði Suðurríkjamönnum alls hins bezta, en var i nöp við Norðurríkjamenn og þeim mjög gramur. Taldi þá hafa farið með óþarfa ó- frið á hendur Suðurríkjamönnum og gat því ekki litið þá réttu auga. Svo höfðu þeir, nú svo til eyðilagt allar hans fram- tiðarvonir og atvinnumöguleika. Um þetta var hann að hugsa þegar ungur og glæsi- legur liðsforingi, Sanborn að nafni, fór þarna framhjá honurn með liðsmenn sína °g átti sér einskis ills von. Wright læknir dró hægt upp skammbyssu sína, miðaði á hinn unga liðsforingja og skaut hann til bana. Læknirinn var samstundis gripinn og settur í fangelsi. Nákvæm rannsókn fór fram í máli hans, en ekkert það kom fram er réttlætti þennan verknaö hans. Dómurinn varð á þann veg, að Wright læknir hefði skotiö einn af liös- TARAIMS. foringjum lýðveldisins án mnnstu ástæðna, ihér vær um morð að ræða og fyrir þennan verknað skyldi hann dauðasekur. Með málsskjölunum var þó send beiðni um þaS, að líflátshegningunni yrði breytt í fangelsisvist, en forsetinn, Abraham Lin- doln, sá ekki ástæðu til þess, og staöfesti því dauöadóminn. Þegar allar tilraunir vina, vandamanna og ættingja til að fá dóminum breytt, höfSu reynst árangurs- lausar, bjujuðu allskonar heilabrot um það, hvernig honurn yrði náð úr fangelsinu. Tvær voru þær aöal tilraunir, sem gerð- ar voru til þess að ná honum úr dauðans greipum. Kaflana um þessar tilraunir hefi ég þýtt sem næst því orðrétt úr bók þeirri, sem ég hefi þessa frásögn úr (By the Neck, eftir August Mencken) og fara þeir hér á eftir: Frásögn blaösins Philadelphia Inquirer, 26. október 1863 : Þann 26. október bað herra Wright lækn- ir um að fá aS hafa ljós í klefa sínum, en þótt þetta sé nokkuS óvenjulegt, þá var ■honurn leyft það, og fylgdi þessum greiSa engin tortryggni. Um kvöldiö þegar ljósiS hafSi verið tendraS í klefa Wrights lækms, komu þau kona hans, tvær uppkomnat dætur og ungur sonur, í heimsókn tii lækn- isins. Fólk þetta dvaldi hjá lækninum góSa stund, en kvaddi svo og fór. Húsum var þannig liáttað, að þegar fólk þetta fór burt úr klefanum, varS þaS að fara í gegnum setustofu varðmanna. Allt virtist í full- komnasta lagi þar til venslafólk Wrights læknis ætlaði út um ytri dyr varðstofunn- ar. Þá varS annari eldri dótturinni fóta- skortur og ætlaSi að detta, en komst þó út án þess.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.