Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.07.1945, Qupperneq 16

Símablaðið - 01.07.1945, Qupperneq 16
36 SÍMABLAÐlÐ svo sjálfsögð, að öðruvísi gæti það ekki verið, því ég fann að það var ávöxtur af hans eigin persónuleika. Enginn gat haft samstarf við Þórð, án þess að finna, að samvizkusemi var einn af hans sterkustu eðliskostum, og hún var svo samræmd, að hann gat árekstralaust gætt jafnt hags- muna þeirrar stofnunar, sem hann vann fyrir og hinna mörgu einstaklinga, sem viðskipti höfðu við þana. Auk stöðvar- stjórastarfsins, sem hann hafði á hendi í 27 ár, ásamt meiri og minni símaafgreiðslu. vann Þórður einnig að iðn sinni, skósmíð- inni, er liann ungur nam, þótt síðari árin legði hann hana að mestu niður, er síma- starfið var orðið það umsvifamikið, að hann taldi sig þurfa að helga því starfskrafta sína óskipta. Þórður var félagslyndur, enda þótt hann hefði sig lítt í frammi til forystu, olli því hlédrægni 'nans. Hann var einn af hvata- mönnum til sfcfnunar félags meðal stöðva- stjóra og stofnandi þess. Hann skildi vel nauðsyn samtakanna og gildi þeirra, enda var vart hægt að fá samvinnubetri mann, né einlægari i félagsskap, en hann. Hann var ætíð heill, hvort heldur hann fór einn, eða með öðruin. Þessir góðu eiginleikar, ásamt glöðu viðmóti og prúðmannlegri framkomu, gerðu hann vinsælan meðal allra þeirra, sem honum kynntust. Það var því eðhlegt, að vini hans og hina morgu kunningja, setti hljóða, er þeim barst fregnin um andlát hans, er bar að með þeim hætti, að hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu. Þórður var kvæntur Guðrúnu Sveins- dóttur og lifir hún mann sinn ásamt börn- uni þeirra hjóna, þrem dætrum og einurn syni, öllum uppkomnum. — Enda þótt flestar og ástrikastar séu minningar þeirra, um góðan eiginmann og föður, geyma þó samferðamennirnir jafnan hugljúfar minn ingar um góða menn, sem með þeim lifa, — og Þórður Sæmundsson var einn slíkra manna. Blönduósi, 30. ágúst 1945. Karl Helgason. „SJÓVÁTRYGGING“ er alíslenzkt fyrirtæki sem tryggir skip yðar veiðarfaeri og farm fyrir sjóskaða, líf yðar og heilsir fyrlr fátækt og neyð, innbúið fyrir bruna, bifreiðina fyrir alls konar tjónl, fyrlr- tækið "fyrir skaða af rekstursstöðvun vegna bruna og húsið fyrir jarðskjálfta. Tryggið allt hjá „Sjóvá" gSÚ

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.