Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 8

Símablaðið - 01.01.1972, Blaðsíða 8
hefur framkvæmdastjórn óskað eftir samn- ingaviðræðum við póst- og símamálastjórn- ina, um aukagreiðslur vegna vinnu í há- um möstrum, en ágreiningur hefur verið um þessar greiðslur undanfarið. Nokkrar viðræður hafa farið fram en niðurstaða ekki fengizt. í tilefni af því að Póstur og sími heíur ákveðið að greiða föstum starfsmönnum í Reykjavík laun inn á gíróreikning, frá 1. apríl n.k., fékk stjórn félagsins forstöðu- mann gíróþjónustunnar, Þorgeir Þorgeirs- son, til þess að kynna þjónustuna á fundi í Félagsráði. Þar var hvatt til þess að al- mennur fræðslufundur yrði haldinn um málið, á vegum stofnunarinnar og var það gert. Hóptryggingar starfsmanna voru til um- ræðu og athugunar í framkvæmdastjórn. Ákveðið var að kynna málið frekar í Sírna- blaðinu og kanna undirtektir félagsmanna. Á starfsárinu voru haldnir 29 fundir í framkvæmdastjórn, 7 í Félagsráði og i almennur fundur, auk annarra, funda, sem stjórnin átti með ýmsum aðilum. Fundir í Starfsmannaráði voru 20. Þá var haldinn formannafundur bandalagsfélaganna, svo og aukaþing B.S.R.B., á starfsárinu. Sutntirhús F. /. S. Nýju sumarhúsin við Apavatn. Ákveðið hefur verið að leita eftir umsóknum um dvöl í öllum sumarhús- um félagsins í sumar. Með þessu blaði fylgir sérprentað umsóknareyðublað og eru umsækjendur beðnir að fylla það vel og samvizku- samlega út. Miðað er við að leigutíma sé ein vika og fari skipti fram á laug- ardögum. Þó kemur til greina lengri leigutími en ein vika ef aðsókn leyfir slíkt. Ef þess er óskað þarf umsækjandi að taka það sérstaklega fram á umsókn sinni. Verður nú gerð grein fyrir helztu aðstæðum á hverjum stað: APAVATN Þar verða til leigu 4 ný fjölskylduhús með 6 rúmstæðum hvert. Húsin eru búin öllum venjulegum húsbúnaði. I rúmum verða sængur, koddar og ullar- teppi, en leigjendur hafi með sér iök, sængur og koddaver. Leigugjald fyrir vikudvöl í þessum húsum verður kr. 2.500,00. Aðalhúsið verður leigt út með sama fyrirkomu- lagi og undanfarin sumur. Sami búnað- ur verður í rúmum og í fjölskylduhús- unum. Leigugjald fyrir hvert 4 manna SÍMAHLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.