Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1972, Page 12

Símablaðið - 01.01.1972, Page 12
Atli S. Þormar Seint á síðastliðnu hausti kenndi hann veikinda þeirra, er með svo skjót- um hætti urðu honum að aldurtila. Á skömmum tíma hafa orðið umskipti, sem við vinnufélag-ar hans, höfum naumast áttað okkur á. Á hinum fjöl- menna vinnustað, þar sem hann starf- aði, sakna nú margir góðs félaga og samstarfsmanns. Atli S. Þormar fæddist að Skriðu- klaustri 8. marz 1924. Foreldrar hans voru Sigmar Þormar, bóndi, og kona hans, Sigríður Halldórsdóttir. Atli ólst upp í foreldrahúsum. Hann hóf störf hjá Pósti og síma síðla árs 1947, en áður hafði hann lok- ið námi við Verzlunarskóla Islands Á öllum starfsferli sínum re.vndist hann góður samstarfsmaður og sanngjarn yfirmaður, sem alir mátu mikils. I starfi sínu sem innkaupafulltrúi sinnti hann margbrotnu nákvæmnis- og trún- aðarstarfi á þann hátt, að það aflaði 12 honum trausts og virðingar allra er til þekktu. Atli S. Þormar komst ekki hjá, að verða nefndur og valinn til ýmissa trún- aðarstarfa meðal starfsfélaga sinr.a. Mörg undanfarin ár hafði hann gegnt starfi formanns félagsdeildar skrif- stofufólks, sem er fjölmennust deilda innan vébanda Félags íslenzkra síma- manna. Hann var um árabil annar af tveim fulltrúum Félags íslenzkra síma- manna í Starfsmannaráði landssím- ans. Allt síðastliðið ár, þar til starfs- kraftar hans þrutu, vann hann að sér- stöku trúnaðarstarfi á vegum félagsins, en starf þetta leysti hann af hendi með stakri prýði og á þann veg, að lengi mun verða munað og þakkað. Hann tókst á hendur — auk þessa — ýmiss konar trúnaðarstörf á vegum starfsmannafé- lagsins, og sat ráðstefnur á þess veg- um, utan lands sem innan. Hvar og hve- nær sem hann fór með málefni félags síns og samstarfsmanna, þótti þeim vel borgið sínum málum. Atli S. Þormar verður samstarfs- mönnum sínum ekki einungis minnis- stæður sem traustur starfsmaður og ötull félagsmálamaður. Hans verður sérstaklega minnzt sem góðs og skemmtilegs félaga, er gæddur var miklum gáfum. Honum var eðlilegt að fjalla þannig um hversdagslega hluti, að þeir yrðu lifandi og skemmtilegir. Hann kunni að henda þannig gaman að mönnum og málefnum, að ekki sveið undan, en allir höfðu gaman að. Hann var listrænn í eðli sínu, hagyrðingur góður og mikill unnandi íslenzkrar nátt- úru og sögu. Að slíkum manni er mikill sjónarsviptir. SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.