Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1972, Page 14

Símablaðið - 01.01.1972, Page 14
Gunnlaugur Briem, fyrrverancli Póst- og símamálastjóri, opnar fyrsta reikninginn hjá Póstgíróstofunni 30. apríl 1971. — Af reikningum þ'essum verða greiddir hærri vextir en af öðrum gíróreikningum, þ. e. sömu vextir og aðrar innlánsstofnanir greiða starfsmönnum sínum af hliðstæðum reikningum. — Þeir, sem óska eftir að fá laun sín færð í einu lagi eða að hluta við mánaða- mót á ávísana- eða hlaupareikninga í banka fá það gert sér að kostnaðarlausu með því að gefa Póstgíróstofunni umboð til þess. — Úttektir af eigin reikningi geta farið fram á tvennan hátt. í fyrsta lagi með út- tektarseðlum, sem reikningshafar fá okk- ur eintök af (4 stk.) í upphafi og fá síð- an send eyðublöð eftir því sem þau verða notuð. Út á hvern úttektarseðil verður hægt að taka allt að kr. 10.000,— á póst- húsum án þess að innstæða á reikn. sé könnuð. í öðru lagi með færsluseðlum á venjulegan hátt. Pósthús annast könnun á innstæðu með símtali. — Innborganir og úttektir af eigin reikningi eru ókeypis, sömuleiðis færslur milli reikninga hjá Póstgíróstofunni. Til viðbótar má geta þess, að reiknings- hafar geta sent greiðslur til aðila, sem ekki hafa gíróreikning eða reikning í ann- arri stofnun (þ. e. banka eða sparisjóði) með því að nota hið sameiginlega gíró- eyðublað — gíróseðil —, sem kostar kr. 10.00 án tillits til þess hver upphæð greiðsl- unnar er. Einnig má nefna það, að reikn- ingshöfum eru látin í té árituð umslög, sem þeir geta notað undir greiðslubeiðn- ir o. fl. til Póstgíróstofunnar. Útborganir af eigin gíróreikningum ann- ast, auk Póstgíróstofunnar, póststofur, póstafgreiðslur og póstútibú. Bréfhirðing- ar annast ekki slíkar útborganir, a. m. k. ekki fyrst um sinn. Útborganir mega að sjálfsögðu aldrei vera hærri en inneign nemur og tii þess að starfsmenn geti fylgzt vel með reikningssíöðu sinni hafa þeir fengið í hendur lítið hefti til að færa í all- ar hreyfingar, sem verða á reikningnum. Af framansögðu ætti að vera Ijóst, að gíróþjónustan getur sparað starfsmönnum Pósts og síma, ekki. síður en öðrum reikn- ingshöfum, bæði tíma og fyrirhöfn og verði þeim til aukins hagræðis. Mætti að sjálfsögðu nefna ýmislegt fleira í þessu sambandi, en ég vil aðeins benda á það hagræði, sem menn á ferðalögum, hvort sem er vegna starfs síns eða í sumarleyf- um geta haft af þessari þjónustu. Reiknað er með að þessi breyting stuðli bæði beint og óbeint að auknum gíróvið- skiptum, en eftir því sem reikningshöfum fjölgar eykst hagkvæmni þjónustunnar bæði fyrir reikningshafa og starfsemina sjálfa. Útreikningur launa hefur orðið æ flókn- ari með nýjum kjarasamningum síðari ár- in og yrði hann tvímælalaust ódýrari ef skýrsluvélar væru notaðar meira en nú er gert. Rætt hefur verið um, að laun á hinum stærri póst- og símstöðvum lóran- stöðvunum verði reiknuð út þannig. Mæl- ir margt með því, að laun starfsmanna þar verði færð á gíróreikninga og hafa óskir um það reyndar þegar komið fram. Að lokum vil ég óska þess, að góð sam-- vinna verði milli starfsmanna og þeirra sem við gíróþjónustuna starfa og er ég þá viss um að öll vandamál, sem upp kunna að koma, verður hægt að leysa á farsælan hátt. Þá vil ég þakka ritstjórn Símablaðs- ins fyrir að bjóða rúm í blaðinu fyrir grein þessa. Á skírdag 1972 Þorgeir K. Þorgeirsson S I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.