Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2005, Side 5
OV Barnabækur
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 S
Öflugir, ástríkir
Æsir þrír komu,
Óðinn og bræður
birtust á staðnum
Fundu þar rekin
í fjöru iiggja
Ask og Emblu
andvana spýtur.
Börnin f hellinum segir frá lífi
fólks á íslandi á söguöld. Bolli, aðal-
söguhetjan sem jafnftamt er sögu-
maður að hluta, er sonur útilegu-
manns. Útilegumaðurinn hafði ver-
ið dærndur skógarmaður á Alþingi
25 árum áður, sakaður um að hafa
rænt unnustu sinni.
Sagan segir frá lífi fjölskyldunnar
í hellinum og lokum útlegðar henn-
ar. Þannig tengjast fomir dóms-
hættir íslendinga inn í söguna.
Það er greinilegt á sögunni allri
að höfundi er annt um að vitneskja
um líf og foma starfshætti á íslandi
glatist ekki. Það hefur löngum verið
góð leið til þess að viðhalda vit-
neskju þjóðar að koma henni til
Börnin íhellinum
Stefán Aðalsteinsson
Teikningar: Atli Rafn
Kristinsson
Hólar
Verð 2.480 kr.
★ ★
Barnabækur
bamanna. Þetta markmið er það
skýrt að á köflum getur lesandinn
séð fyrir sér blaðsíður í vinnubók
sem gæti fylgt bókinni. Hún er í
raun kjörið ftarefni með kennslu í
íslandssögu. f ljósi þess saknaði ég
útdráttar með kaflaheitum þar sem
fram kæmi hvaða starfsháttum væri
lýst í hverjum kafla fyrir sig.
Stefán ber greinilega virðingu
fyrir sögueíhi sínu og kemur því frá
sér með afslöppuðum hætti. Sagan
rennur vel og söguþráðurinn er ein-
faldur, engin flókin stríð og deilur,
bara einfalt deilumál innan einnar
fjölskyldu. Það er gaman að sjá sögu
um útilegumenn á íslandi á sögu-
öld, það er hópur sem hefúr verið
vanræktur f bamabókum sem ger-
ast á þessum tíma. Aherslan á að
lýsa vinnuaðferðum og aðstæðmn
hefúr þó á köflum þau áhrif að lífið
í útlegðinni virkar fúlláreynslulítið
og jafnvel frekar fysilegur kostur.
Stefán segir frá á vandaðri ís-
lensku án þess að skreyta málið um
of með fomyrðiun og gera söguna
þannig fráhrindandi. Til þess að
styðja lesandann er í formála sagt
frá öllum persónum sem við sögu
{■EBBSéíwwbmím—.
koma svo hann mglist síður f rím-
inu við lestur bókarinnar. Ættartré í
formála hefði verið gaman að sjá í
myndrænni uppsetningu til frekari
glöggvunar.
Teikningar Atla Rafns Kristins-
sonar em f góðum tengslum við
söguna og gegna í sumum tilfellum
hlutverki skýringarmynda.
Börnin í hellinum er lipmlega
skrifuð saga um líf og starfshætti á
söguöld, tilvalin til þess að auka við
þekkingu bama og fullorðinna á líf-
inu á íslandi meðan sveitabúskapur
var í hávegum hafður.
Hildur Heimisdóttir
h
Gæludýrin okkar
Guðrún Heimisdóttir
Ljósmyndir: Sigurjón
Ragnarsson
Mál og menning
Verð 2.490 kr.
★ ★★☆☆
Barnabækur
Guðrún Heimisdóttir, höfundur
bókarinnar Gæludýrin okkar, hefur
vakið athygli fyrir innskot sín í þætti
Stundarinnar okkar í líki Gæludýra-
Guðrúnar. Guðrúnu tekst vel að
koma fræðslu um heimilisvini úr
dýraheiminum til barna. Bókin
Gæludýrin okkar er mjög sniðuglega
samsett og ætti að höfða mjög til
allra þeirra barna sem gaman hafa af
dýmm og umhirðu þeirra. Uppsetn-
ing efnis er skýr
og aðgengileg
með fallegum
myndskreyting-
um. Börnum er
gerð grein fyrir
því að dýr em
lifandi skepnur
sem þurfa alúð
eigandans og
em þægilegar
leiðbeiningar
um hvað sé
nauðsynlegt að eiga ef tekin er
ákvörðun um að taka slíkan vin inn á
heimilið. Guðrún kemur einnig
skemmtilegum upplýsingum á fram-
færi til bamanna um dýrin og endar
hvem kafla á því að segja stutta
skemmtisögu af gæludýrum. Bókin
ætti því ekki aðeins að höfða til
barna sem aðgengilegt fræðirit held-
ur einnig sem skemmtilesning.
Karen Kjartansdóttir
Gælu
dýrin
okkar
v
Stefán
jónsson
Cjuttávisur
ar-
manna
þann
sóma 1
sem
verki
hans ber.
Þá er
bara að |
taka
þrykk af
eldri ljós-
prentum
og hreinsa
myndim-
ar upp
stækkaðar.
Annað éins
er peint-
brössað í verkstofum Eddu.
Að öðm leyti er þetta safn kær-
komið. Það nær aftur engri boðleið til
ungra lesenda nema það verði sama
tækið og það var í upphafi: öll sín
kvæði hugsaði Stefán til samsöngs.
Ekki er hægt að ætlast til að þeir Máls-
menningarmenn velti því hlassi í
skólakerfi á íslandi að gmnnskóla-
kennarar fari aftur að syngja með
nemendum sínum. En þeir geta lagt
sitt á vogarskólar söngs í skólum
ungra barna með því að ganga sóma-
samlega frá útgáfum á borð við þessa.
pbb@dv.is
Söguvilég segja stutta...
Skemmtilesning og
fræðsla um gæludýr
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
myndlistarkona varð heltekin af
Völuspá og tældi Þórarin Eldjám til
að yrkja hana upp og skáldið lét
ginnast. Sjálf tók Kristín að klippa og
líma, mála og skissa - nú er Völuspá-
in þeirra búin að vera á bók í nokkr-
ar vikur og ekki annað að sjá en hún
hafi náð fótfestu hjá hreintungu-
þjóðihni.
Nú þekkjast dæmi um að menn
hafi risið upp og talið vinnslu eins og
þá sem Þórarinn leggur til í Völu-
spána nú hreinustu helgispjöll. Ekk-
ert heyrist af þeim toga nú.
Þórarinn einfaldar og gerir text-
ann allan skýran. Hann leyfir sér að
nota barnalegt nútímamál. Hann
eltir háttinn í eldri gerðinni en allt
verður ljóst úr hans penna.
í umbroti er eitt erindi lagt á síðu,
en skreytingar fyrirferðarmiklar. Öll
myndlýsing verksins er frábærlega
unnin af miklum þokka. Kristín býr
til allan pappír í myndirnar sem hún
leggur litum og mismunandi
mynstmm, stundum ljósum en oftar
með óreglulegum brigðum. Hver lit-
ur í klipptri myndinn er því lagður
sérstaklega og fara víða margir sam-
an.
Tiltæki Kristínar sem viðurkennt
er að hafi verið hennar hugdetta hef-
ur skilað lesendum á öllum aldri fal-
Útgáfustjórar Máls og menningar
hafa látið safna saman á eina bók
ljóðasöngvum eftir Stefán lónsson
skáld, rithöfund og kennara. Safnið er
ljósprentað eftir sérheftum sem hafa
komið út í nokkmm útgáfum undir
heitunum Sagan af Gutta, Hjónin á
Hofi, Það er gaman að syngja og
Segðu það bömum.
Hér er ýmislegt að athuga: sem út-
gefandi Stefáns Jónssonar á tímabili
og nokkur framvörður í útgáfustarf-
semi yfirleitt verður Mál og menning
að gangast undir það ok að til þeirra
séu gerðar kröfúr. Til að mynda er hér
haldið sig við gamla brotið sem var á
kverunum sem var óneitanlega bam
síns tíma. Ekki er haft fyrir því að leita
uppi frumteikningar Tryggva Magn-
ússonar, ekki einu sinni að taka hinar
frábæm myndir hans og stækka þær í
tilhlýðilega stærð sem er ögn höfðing-
legri og meira sæmandi en sú smá-
stærð sem á sínum tíma þótti nægileg
í klisjukostnaði fyrir bamakvæði.
í annan stað hefði vel mátt stækka
letur þessu samfara og í síðasta lagi
má nefna þá nauðsyn að leggja lag-
boða við lögin sem kvæðin vom lögð
að á sinni tíð, jafnvel í sumum tilvik-
um báða lagboðana, því flestir þekkja
hér Aravísur og harmsögu Stjána teik-
ara af lagboðum Ingibjargar Þor-
bergs. Ekkert er ömurlegra en útgáfur
sem fara snautlega með sína öndveg-
ishöfunda frá fyrri tíð og þessari út-
gáfu er kastað saman, rétt eins hefur
verið með kvæði Jóhannesar úr Kötl-
um með mynskreytingum eftir
Tryggva.
Nú geta menn yppt öxlum og hrist
sína skalla og muldrað: Hvar er teikn-
ingar Tryggva Magnússonar að finna?
Þá er því til að svara að þó þær væm
allar glataðar, þá er löngu kominn
trmi til að þeir útgefendur sem enn
em að selja bækur meðal annars út á
hans brilliant vinnu sýni þessum
frumkvöðli íslenskra myndskreyting-
legri bók með glæsilega endumnn-
um texta af rímsnillingnum eldjárn-
aða. Bókin á erindi við alla aldurs-
hópa og mun lengi vera þeim til ynd-
is. pbb@dv.is
Guttavísur og fleiri kvæði
Stefán Jónsson o
Teikningar eftir Tryggvi Magn-
ússon, Þórdís Tryggvadóttir og
Eggert Sigurðsson
Mál og menning
Verð 2490 kr
★★★': nV
Barnabækur
Völuspáin spánýja
Þórarinn Eldjárn orti upp
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
lýsti
Mál og menning
Verð 2.990 kr.
★★★★★
Barnabækur
Guðrún Heimis-
dóttir Tekst vel að
sameina fræðslu
og skemmtun fyrír
börn í bók sinni.
Frábær Völuspá