Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2006, Page 8
8 FIMMTUDACUR 19.JANÚAR2006
Fréttir DV
3,5kitíkotaíni,/Pv
3 C 1/lfn of hnnní
Hvað liggur á?
Kaupþing í Noregi er stórhuga fyritæki. Það sást best í fyrra þegar það réð til sín
fjölmarga lykilstarfsmenn eins stærsta keppinautarins. Einn þeirra, Lars Henrik
Rören, var á dögunum valinn verðbréfamiðlari ársins í Noregi af viðskiptablaðinu
Kapital. Rören segir þetta heiður en fyrirtækið stefni hærra.
„Ég er með þessa sýningu, Tveirheimar, í Cerðarsafni og er meira og minna í safninu þessa dagana,"
segir Kristin Þorkelsdóttir, myndlistarmaður og grafískur hönnuður.„Sýningin er tveir heimar. Ann-
ars vegar nýlegar vatnslitamyndir og hins vegar upprifjun á 50 ára ferli íhönnun. Þetta er svona
toppurinn á ævistarfinu og ég er hin glaðasta eftir að hafa farið í gegnum feriiinn."
Guðmundur hefur að sögn inni í Þýskalandi en ekki komist
heimildar-manna DV stundað sjó- aftur í kast við lögin fyrr en nú.
inn síðan hann slapp úr prísund- andri&dv.is
Sameining í
bæklingi
Kynningarbæklingi um
sameiningu sveitarfélaga
hefur verið dreift á öll
heimili í Húsavíkurbæ,
Kelduneshreppi, Öxarfjarð-
arhreppi og Raufarhafhar-
hreppi. í bæklingnum, sem
er frá samstarfsnefnd um
sameiningu þessara sveit-
arfélaga, „reifa íbúar sjón-
armið sín með og á móti
sameiningu sveitarfélag-
anna og er umfjöllunin hin
áhugaverðasta," segir á vef-
setri Húsavíkurbæjar.
Guðmundur Jakob Jónsson, hásetinn fyrrverandi, mætir ekki í Héraðsdóm
Meintur dópsmyglari skrópar í sífellu
Ekkert bólar á Guðmundi Jakobi
Jónssyni, sem tvívegis hefur verið
boðaður í Héraðsdóm Reykjavíkur,
vegna smáræðis af kannabisefnum
sem fundust á honum á síðasta ári,
en hefur ekki mætt. Síðast var fyrir-
taka í máli hans á þriðjudag.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefur gefið út ákæru á hendur hon-
um vegna málsins. Það er þó langt
frá því að vera af sömu stærð-
argráðu og síðasta dópmál sem
Guðmundur flæktist í. Hann sat
ásamt öðrum íslendingi í gæslu-
varðhaldi í Bremen í um þrjá mán-
uði á síðasta ári eftir að sjö kíló af
hassi og kókaíni fundust um borð í
Hauki IS en Guðmundur og mað-
urinn voru þar hásetar. Málið var
látið niður falla eftir að dómstólar í
Þýskalandi úrskurðuðu að húsleit
lögreglunnar um borð í Hauki ÍS
hefði verið ólögeg og efnin sem
fundust við hana því ekki gild
sönnunargögn. Guðmundi og fé-
laga hans var því sleppt og enginn
ákærður vegna sjö kílóanna sem
fundust. Lögreglan í Þýskalandi var
harðlega gagnrýnd vegna málsins
sem almennt var talið mikið klúð-
ur.
heillar
Talið er að um fimmtíu
manns hafi nú fullan starfa
af því að járna hesta hér á
landi. Kom þetta fram á
járninganámskeiði sem
haldið var í Ingólfshöll í
ölfusi um síðustu helgi.
Alls sóttu 35 manns nám-
skeiðið sem haldið var á
vegum norsku Mustad-hóf-
fjaðraverksmiðjanna. Aðal-
leiðbeinandi var Magnie
Delbekk frá Noregi.
Breytingará
rækjuveiði
Breytinga er að vænta á
lögum um stjórn fiskveiða
samkvæmt upplýsingum
sjávarútvegsráðuneytisins.
Þetta er gert í kjölfar vinnu
nefndar á vegum ráðuneyt-
isins sem nýlega skilaði
niðurstöðum sínum. Sök-
um slæms ástands í veiði á
rækju undanfarin ár leggur
ráðherra til að vannýting á
úthlutuðum aflaheimildum
í úthafsrækju verði ekki til
þess að aflahlutdeild þeirra
í henni og öðrum tegund-
um séu felldar niður. Eins
leggur ráðherra til breyting-
ar á greiðslufyrirkomulagi
veiðigjalds.
Skeifan
Guðmundur Jakob
Jónsson Aftur kominn í
kast við lögin eftir að hafa
sioppið naumiega á síð-
asta ari.
Kaupþingsmaðiir er
stærsta stjarna n
marhaðarin
„Jú, þetta er mikill heiður," segir Lars Rören, 41 árs verðbréfa-
miðlari hjá Kaupþingi banka í Noregi, en hann var á dögunum
valinn verðbréfamiðlari ársins af norska viðskiptatímaritinu
Kapital. Mikil ánægja er með viðurkenninguna í herbúðum
Kaupþings en þar er stefnt að því að Kaupþing Osló verði eitt af
fimm stærstu verðbréfafyrirtækjum í Noregi.
Norska viðskiptablaðið Kapital
hefur undanfarin ár sent fimmtíu
stærstu fjárfestum landsins lista
yfir tilnefningar til verðlauna sem
blaðið veitir besta verðbréfamiðl-
ara landsins. Fjárfestarnir gáfu
þeim tilnefndu svo eitt til þrjú stig.
Einn hinna tilnefndu var starfs-
maður Kaupþings í Osló, Lars
Rören. Rören hlaut annað sætið í
sama flokki í fyrra en hann var þá
starfsmaður ABN-Amro. Velgengn-
in hjá Kaupþingi seinna hluta árs-
ins 2005 skilaði honum nú alla leið
í fyrsta sætið en 37 af 50 stærstu
fjárfestum Noregs tóku þátt í kjör-
inu en verðlaunin eru talin mikil
skrautfjöður i hatt Rörens og
vinnuveitenda hans, sem hafa ver-
ið að hasla sér völl í landinu sið-
ustu ár.
Sóttu stjörnur til
keppinauta
Lars Rören hóf störf hjá Kaup-
þingi í Noregi í ágúst í fyrra. Hann
hafði áður verið hjá einu stærsta
verðbréfafyritæki Noregs, . hinu
hollenska ABN-Amro. Kaupþing
olli nokkrum usla í fyrra þegar
nokkrir af helstu stórlöxum
ABN-Amro, sem er stór keppinaut-
ur Kaupþings, voru keyptir yfir.
Þekktastur í þeim hópi er Jan Pett-
er Sissener sem hefur verið lykil-
starfsmaður hjá nokkrum af
stærstu verðbréfafyrirtækjum Nor-
egs undanfarin ár.
Agressíft fyrirtæki
Rúmlega 50 starfsmenn vinna hjá
Kaupþingi banka í Noregi. Stefnt er
að stækkun bankans í landinu og seg-
ir Rören að 15 nýir starfsmenn hefji
störf innan skamms. Gert er ráð fyrir
að Kaupþing verði einn af fimm
stærstu aðilum á markaðnum í Nor-
egi.
„Kaupþing er agressíft fyrirtæki og
við þurfum að vera það líka hér í Nor-
egi. Við viljum ekki vera veiki hlekkur-
inn í keðjunni. Það er mikill sóknar-
hugur hér en markmiðin eru samt
skynsamleg," segir Lars Rören og
bætir við að gert sé ráð fyrir að mark-
mið Kaupþings í Noregi náist á þrem-
ur árum. „En auðvitað viljum komast
i topp fimm fýrr," segir Rören hlæj-
andi.
Vílja bara þá bestu
Verðlaun Kapital voru tilkynnt í
fýrsta tölublaði ársins 2006 sem kom
út 13. janúar.
Hreiðar Már Sigurðsson, annar
forstjóri KB banka, segir að fylgst hafi
verið með Rören og félögum
hans í töluverðan tíma
áður en hann þeir
voru ráðnir til starfa.
„f þessum bransa
skiptir öllu að hafa
besta fólkið. Þannig
að við fórum og
sóttum það," segir
Hreiðar Már.
andri@dv.is
■
„I þessum |
bransa skiptir \
öllu að hafa
besta fólkið -
þannig að við
fórum og sóttum
það^
Sigurður Einarsson og Hreið
ar Már Sigurðsson Sóttu Lars
Rören og fieiri lykilmenn hjá sin-
um helsta samkeppnisaðiia.