Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2006, Blaðsíða 34
>
iVKROLAUN/
jtVERÐtAlíNALE!
m timmmwjmtmMMúM
-áMBUGAJÍ KAUTT
g: ; i *
>EN tiunur.
IAUN
tjöxusfe
jhlœgilegt framhald.
Jercnn og aftur á kostum
ÉIÉ Eins og þaö sé
ekki nóg að ala
W-M* n upp12böm
ijll^.r Prófaðu að fara
með þau öll i
flTlfc? ,rí,ö!
'f „Choapor by tho
'■ lTL Dozen 2 er falleg
ffí !' * •X »0 skemmtllog
» t fjölskyldumynd,
iJW’ .. < sam hoppnast
hrelnt ágætloga"
02£H *3> - MMJ Kvlkmyndlr.com
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 b 1.12 ÁRA
MEMOIRS OF GEISHA kl. 6 og 9
BROTHERS GRIMM kl. 5.30,8 og 10.30 B.l. 12 ÁRA
LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.l. 14ÁRA
JUST FRIENDS kl. 6
CHEAPER BY THE D0ZEN 2 kl. 6, og 8
THEF0G kl. 8 og 10 B.l. 16ÁRA
H0STEL kl. 10 B.l. 16 ÁRA
THEF0G kl. 8, 10.10 B.I.16ÁRA
BR0KEBACK M0UNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.l. 12 ÁRA
SÝND I í LÚXUS kl. 5, 8, og 10.45.
MEM0IRS OF GEISHA kl. 5 og 10
CHEAPER BY TE DOZEN 2 kl. 4 og 6
HOSTEL kl. 8 og 10.10 B.I.16ÁRA
LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 og 8 B I 14 ÁRA
DRAUMALANDIÐ kl. 4
Sýnd kL 6 og <
fMytt í Jbio
Mannbætíuitli gullmoli'
;s y. mbl
Sími 553 2075
★ ★ ★ ★ ★y\
- S.K. l)V >N
★ ★ ★ ★ ★
- S.V MBL
★ ★ ★ ★
^iwM.y kvtkniyiiwr'ífim
Mögnuö hroll-
vokja sern fær
hárin til aö rísa!
huáuta
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
FYKIR M A B|SÍA MYNL). BESTI LtlK
Oli BFSfA HAN0RIT
BROKEBACK
iviouiMx/virsi
Þegar þokan skellur á
er enginn óhultur!
SJUKUSTU FANTASIUR
ÞINAR VfROA AO VERULEIKA!
^^onnuð iitnan tf» rtra
i,v«OMkið og skummtdegt
jj&Ónfif&pil •• MJ MBL
i A Líttlb: Trxp IMjji fe GRJMM
TO HEAVEN
★ ★ ★ ★ VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS 0G SÝNINGARTÍMA SEM YKKUR HENTAR
‘tíónJdrDiti]
www.laugarasbio.is
* |ársins!
iffia&ffBfcnvil
Sýfldkl. 10
Ný StarTrek mynd
á leiðinni
Nú er í burðarliðnum að gera nýja
StarTrek mynd sem á að slá öllum
þeim fyrri við. Gömlu kempurnar
William Shater, Patrick Stewart og
Leonard Nimow munu allar snúa
aftur og eru „trekkarar" um allan
heim afar spenntir. „Það hefur verið
rætt um þetta. Fólk vill sameina
gömlu leikarana við þá sem leika i
nýju þáttaröðunum," segir Patrick
Stewart sem lék Captain Jean-Luc
Picard í þáttunum.Hann sagðist
einni hlakka mjög til enda afar
hrifinn af William Shatner.
Óð vændiskona
áreitir söngvarann
Alex Kapranos sem er söngvari í
rokksveitinni Franz Ferdinand er nú
staddur í Ástralíu, en þar dvelur
hann á meðan bandið tekur sér frí
fá tónieikaferðalögum. Alex segist
liða vel í íbúð sinni í Sidney, fyrir
utan að vændiskona hættir ekki að
áreita hann. „Hún öskrar á mig í
hvert skipti sem að ég geng fram
hjá henni, það er alveg hræðilegt,"
segir íslandsvinurinn Alex.
The Fog er endurgerð á einni
bestu hrollvekju sem John Carpent-
er gerði fyrir mörgum árum og er
enn ein endurgerðin sem
Hollywood hefur framleitt á síðustu
árum vegna þess að þeim datt ekkert
annað í hug. Hún er einnig alveg
stórkostlega vond mynd og gerir öll
þau mistök sem endurgerð gerir til
þess að reyna að toppa frummynd-
ina og gera hana aðgengiiegri fyrir
nútíma áhorfendur. Við skulum fara
yfir listann. Aðalpersónurnar eru
ungar og fallegar. Tékk. Það er búið
að troða inn flippuðum blökku-
manni sem uppfyllir cdlar steríótýpu
hugmyndir sem hægt er að hugsa
sér. Tékk.
Hallærislegri nu-metal rokktón-
list er sett yfir öll möguleg atriði
þrátt fyrir að það passi aldrei. Tékk.
Tölvugrafflc er óspart notuð til
þess að toppa einföldu reykvélina
sem Carpenter notaði áður fyrr og
gera allt miklu stærra. Tékk þar lúca.
Þannig að það sést að þessi mynd er
gerð fyrir áhorfandann sem nennir
ekki að hugsa fyrir sjálfan sig og læt-
ur leiðast af því hvað annað fólk seg-
ir honum að sé flott. Sorglegt og hel-
víti móðgandi ef þú spyrð mig. Það
má líka segja að þetta sé poppkorns-
mynd sem gerir nákvæmlega engar
kröfur til áhorfandans og maður á
bara að hafa gaman af henni á með-
an á henni stendur. Gott og vel en
myndin nær ekki einu sinni að gera
það því að hún er vita óspennandi
og hallærisleg.
Sagan fjallar um íbúa í litlu sjáv-
arþorpi þar sem flestir eru fallegt
ungt fólk sem hlustar mikið á nu-
metal á meðan það sækir sjóinn.
Nick Castle er ungur og fallegur
maður sem stundar sjómennsku og
með honum um borð er flippaður
blökkumaður sem er alltaf að grín-
ast eitthvað. Nick er greinilega mikill
höstler því að hann er með tvær píur
í takinu, Steve Wayne, vitavörð og
dagskrástjóra á einu útvarpstöðinni
í þorpinu, sem spilar einmitt mikið
af nu-metal og Elizabeth, unga og
fallega stúlku sem er kominn aftur
heim í þorpið eftir að hafa dvalið í
New York um tíma. Um leið og
Elizabeth kemur í bæinn fara undar-
legir hlutir að gerast.
Þykkur og óhugnanlegur þoku-
bakki leggst yfir þorpið og fólk fer að
týna tölunni. Unga og fallega fólkið
er ekki sátt við að draugar fortíðar
séu að vesenast í íbúum þorpsins og
fara að rannsaka málið. Þau komast
að því að forfeður þeirra voru með
frékar óhreint mjöl í pokahorninu.
Reyna þau þá að stöðva þessa
þokukenndu ára áður en þeir leggja
þorpið alveg í rúst og ekki verður
hægt að hlusta á neitt nu-metal í
langan tíma. Það er alveg ótrúlegt
hvað hægt er að eyðileggja góða og
einfalda hugmynd með því að halda
að maður geti toppað hana með
tæknibrellum og leiðinlegri tónlist.
Rupert Wainwright tekst það svo
sannarlega með alveg skelfilega leið-
inlegri mynd. Maður kaupir það alls
ekki að Tom Welling, hafi nokkurn
tíman migið í saltan sjó hvað þá rak-
að sig sama hversu margar þykkar
prjónapeysur hann fer í.
Þessi mynd fær mann einnig til
að halda að allir blökkumenn tali
eins og gallharðir Brooklyn gang-
sterar sama hvar þeir alast upp.
DeRay Davis er alveg hrottalega
ófyndinn og pirrandi leikari og ýtir
undir steríótýpu hugmyndir. Mönn-
um hefurekki mistekist svona rosa-
lega að gera hrollvekju síðan að The
Haunting var endurgerð. Yfirdrifin,
hávær og gjörsamlega óspennandi.
The Fog
Leikstjóri: Rupert Wainwright
Aðalhlutverk: Tom
Welling, Maggie >
Crace, Selma Blair,
DeRay Davis B\ J
Ómar fór í bíó
Það góða er samt að maður getur
alltaf gripið í frummyndina ef mað-
ur vill sjá vel heppnaða hryllings-
mynd gerða á einfaldan hátt.
Ómar öm Hauksson
Tölvuleikir í Bandaríkjunum hafa aldrei selst betur en árið 2005
Aldrei fleiri tölvuleiki seldir
Tölvuleikir hafa aldrei selst jafn
vel og árið 2005 í Bandaríkjunum.
Þetta koma mörgum á óvart vegna
þess að búðareigendur kvörtuðu
Star Wars Battlef ront Þrlr Star Wars leikir
komustátopp 10 listann.
sáran síðustu mánuði ársins um að
leikir væri ekki að seljast nógu vel.
Samtals seldust 10,5 milljarðar
meira af leikjum, leikja-aukahlutum
og pökkunt á árinu en það er heilurn
6% meira en árið 2004, þegar 9,9
milljarðar voru seldir. Söluhæsta
árið hingað til var árið 2002 en þá
seldurt 10,3 milljarðar af leikjum og
öðru tengdu leikjaefni. Það var leik-
urinn Madden NFL 06 sem bar höf-
uð og herðar yfir aðra leiki en hann
þykir einn skemmtilegasti ruðnings-
leikur sem komið hefur út. Islend-
ingar voru eflaust ekki jafn duglegir
við að kaupa Madden, en það er
vegna þess að ruðn-
ingsíþróttin hefur ekki
náð mikill útbreiðslu
eða vinsældum hér á
landi. Einnig þykir það
merkilegt að þrír leikir
byggðir á Star Wars
kvikmyndinni komust
á topplistann, en það
voru leikirnir Star
Wars: Battlefront II,
Star Wars-Episode III:
Revenge of the Sith og
Lego Star Wars.
, Söluhæstu leikir í Bandaríkjun-
i um árið 2005
1. Madden NFL 06 (PS2), Electronic Arts,
2.9 milljónir eintaka seld
2. Pokemon Emerald (G6A), Nintendo of
America, 1,7 milljón eintaka seld
3. Gran Turismo 4 (PS2), SCEA, 1,5 milljón
eintaka seld
4. Madden NFL 06 (Xbox), Electronic Arts,
1,2 milljón eintaka seld
5. NCAA Football 06 (PS2), Electronic Arts,
1,1 milijón eintaka seld
6. Star Wars: Battlefront li (PS2),
LucasArts, ein milljón eintaka seld
7. MVP Baseball 2005 (PS2), Electronic
Arts, 970,000 eintök seld
8. Star Wars Episode III: Revenge of the
Sith (PS2), LucasArts, 930,000 eintök seld
9. NBA Live 06 (PS2), Electronic Arts,
820,000 eintök seld
10. LEGO Star Wars (PS2), Eidos, 800,000
i eintökseld