Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2006, Blaðsíða 26
r
Nötrar látlaust....
Bíllinn minn er Coroila Station
1600 5gíra af árgerð 1998 ekinn 120 t ;gr ■ ~ \
ingur verið að aukast í bflnum og er y)Íf‘,'^1iíC^V -
mestur á 80-90 km hraða. Jafnvægis-
stilling breytti litlu og þegar titringurinn hélt áfram
eftir að jafnvægisstillt vetrardekk voru sett undir og þrátt fyrir að jafn-
vægisstillingin væri endurtekin var mér sagt á dekkjaverkstæðinu að
líklegast væru dekkin gölluð. Mér fannst það ótrúlegt því þau voru í
lagi í fyrra. Á bflaverkstæði fannst ekkert að framvagni eða fjöðrun. Til
öryggis lét ég endurnýja bremsudiskana að framan og yflrfara
bremsukerfið - en titringurinn hélt áfram - hann virðist mestur frá
hægra framhjóli. Hvað get ég gert?
Svar Þar sem titringurinn virðist vera frá hægra framhjóli og eftir
það sem búið er að gera gæti skýringin verið slit í innri hjörulið sem
veldur hjámiðju/slætti á drifskafti. Vatn eða raki gæti hafa komist í
innri hjöruliðinn. SUtið finnst þegar tekið er á drifskaftinu fyrir ofan
miðju. Innri liðinn má fá á partasölu - hann gengur upp á rillur á
öxulendanum og er haldið á öxlinum með hringsplitti. Liðbotninn er
sleginn eða spenntur úr drifinu (láshringur).
Fer ekki í gang heitur
Ég á gamlan Bronco með 302-V8-vél sem neitar að fara í gang heit-
ur. Ég er búinn að skipta um kerti, þræði, kveikjulok, hamar og há-
spennukefli en það breytir engu; vélin er annars eðlileg, tími réttur og
allt í lagi þar til á að gangsetja eftir að
hafa hlé t.d. 10 mín. Þá ér eng- j | ’’ I
inn neisti fyrr en vélin hefur
kólnað. Þetta er rafeinda- Lvi•- ■íSí'í-íjj -'"L
kveikja með segulrofa í stað
platína. Getur verið að .........
kveikjuheilinn sé ónýtur?
Svan Oftast er orsökin sú að háspennukeflið er ónýtt - það finnst á
því að það hitnar svo mikið að ekki er hægt að halda utan um það. En
nýtt kefli útilokar þá orsök. Sennilega er þetta Ford Duraspark I-
kveikja (tveir 3ja leiðslu tenglar frá heilanum). Líklegasta ástæða bil-
unarinnar er segulneminn í kveikjunni. Hann má prófa með því að
hita hann með blástursbyssu í ca 80 ‘C. Þá á viðnámið á milli 2ja
samhliða spaðanna í tenginu frá kveikjunni (3. leiðslan er svört/jörð)
að breytast - það má ekki vera minna en 400 ohm og ekki meira en
1000 ohm við hitunina - að öðrum kosti er það ónýtt. Ástæðan fyrir
því að vélin gengur eðlilega þar til drepið er á henni er að neista-
skammtarinn (sem er eins og 8 skóflu hjól í laginu) virkar eins og
kæliblásari á nemann svo lengi sem vélin gengur.
Og enn um Nissan Terrano II
Er með Nissan Terrano TDi sjálfskiptan og breyttan á 33“ (ekinn
um 175 þús). Er í vandræðum með mikla eyðslu (20 lítrar). Sá pistil á
vefsíðunni þinni um svipað vandamál. Er að velta fyrir mér hvar þessi
„Map-sensor" sé og hvort einhver leið sé að sjá hvort hann sé meinið?
Með GTO árið 1964 hófst ákveð-
inn kafli í bandarískri bflasögu sem
reis hæst 1970 þegar ný lög um
mengunarvarnir tóku í taumana og
útrýmdu þess tíma tryllitækjum.
GTO er skammstöfun á Gran
Turisimo Omologato (fullgildur
hraðskreiður ferðabfll). (Ég þýddi
það einhvern tíman sem Garlic
Tomato Omologato þegar mér
fannst montið í ítölum einum of...).
og síðar sem einn af æðstu yfir-
mönnum GM. Bunky Knudsen
hafði fetað í fótspor föðurins og öðl-
ast mikinn frama hjá GM - var m.a.
orðaður við forstjórastarfið; mjög
hæfur tæknimaður og snjall sölu-
maður. Þeir Knudsen-feðgar áttu
það sameiginlegt að hafa báðir ver-
ið reknir frá Ford; sá eldri áður en
hann fór til GM en sá yngri eftir að
hann fór frá GM.
Knudsen yngra hafði verið falið
að blása nýju lífi í Pontiac og var þar
yfirmaður á 6. áratugnum. Bunky
Knudsen setti pipar undir stertinn á
Pontiac - svo um munaði.
ins, eins og Laxness nefndi Banda-
rfldn í formála Alþýðubókar. Segja
má að ballið byrji með árgerð 1957,
þegar amerísku bflarnir tútnuðu út
fyrir alvöru.
Um þetta leiti ákvað Knudsen að
bjóða upp á hærri hestaflatölur en
áður höfðu sést, - 300 hö og meira
til. Pontiac Bonneville 1957 var
dæmigerður fyrir stfl Knudsens.
Hrikalega kraftmikill dreki sem
bætti það upp, undir stýri, sem mis-
fórst í bólinu hjá stressuðum vísi-
töluþrælum. Á skömmum tíma
jókst salan á Pontiac upp úr öllu
valdi, ekki bara á tryllitækjum held-
ur einnig öðrum gerðum því það
þótti allt í einu mest gaman að keyra
Pontiac. Engan varðaði hætis hót
um 30 lítra eyðslu drekanna, þegar
gefið var hraustlega, því gallónið
(3,78 lítrar) af bensíni kostaði 25
cent. Undir stjórn Knudsens breytt-
ist staða Pontiac úr öskubusku í
prinsessu, - varð þriðja mest selda
bfltegundin í Bandaríkjunum á eftir
Chevrolet og Ford.
„DeLorean" leysti málið
Hlaupum nú yfir til ársins 1963.
Pete Estes hafði tekið við starfi sem
yfirmaður tæknideildar Pontiac.
Kappakstur og allt slflct stúss hafði
verið bannað hjá GM í kjölfar skaða-
bótamála, m.a. út af Corvair. Ekki
nóg með það heldur höfðu verið
settar ýmsar reglur sem áttu að
koma í veg fyrir að GM legði ein-
Svan Loftmagnsskynjarinn er í soglögninni á
milli lofthreinsara og soggreinar. Aukin eyðsla
er oft vegna bilaðs loftmagnsskynjara, bilunar
1 tölvustýringu olíuverks (sem jafnframt veldur
2*™L'JQjn' hökti í efsta gír sjálfskiptingar) og/eða vegna
gftp ■Æfötff þess að sjálfvirki yfirgírinn fer ekki á fyrr en á
90-100 í stað 70 km/klst. (Breytt dekkjastærð
f p getur valdið því). Kóðalestur leiðir í ljós hvort loft-
magnsskynjari virki eðlilega. Hann er ekki hægt að
mæla nema með sérstöku tæki (viðnámshermi). Gangtruflun, t.d.
fyrst eftir gangsetningu, getur hins vegar stafað af óþéttum EGR-loka.
Hann er oft hægt að hreinsa en á ekki að aftengja (blinda).
Kraftmiklir risasleðar
Á tímabili voru 8 sflindra lengjur
í stærri GM bflum að undanskildum
Cadillac sem hafði haft V8, V12, og
V16-vélar frá því um 1930.
Oldsmobile kom með V8 í árgerð
1949, Buick af árgerð 1953, Chevro-
let og Pontiac 1955. Buick og
Oldsmobile kepptust um hestöflin á
miðjum 6. áratugnum, Buick Cent-
ury 1954/55 fékkst t.d. með 236 ha
vél og Oldsmobile 88/98 með 202
ha. Pontiac var með 180 ha V8 vél
1955 en mátti sérpanta með 290 ha
vél. Vandinn var hins vegar sá að á
þeim tíma virtust allir hafa gleymt
Pontiac; hann virtist hafa dagað
uppi og var til vandræða hjá GM.
Semon E. (Bunky) Knudsen
nefndist maður (jú hann hét Semon
- ekki Simon). Hann var sonur
gamla William S. (Big Bill) Knudsen;
Dana, sem var lengi einn af þekkt-
ustu tæknimönnum í Detroit; fram-
an af sem tæknilegur framkvæmda-
stjóri og helsti hönnuður hjá Ford
Bílar með hlutverk
Á 7. áratugnum þurfti ameríski
töffarinn kraftmiklar umbúðir; bfl
sem gat reykspólað á malbiki í öll-
um gírum - því með þannig bfl
mátti húkka stelpur.
í Ameríku var hlegið að þeim
sem létu sjá sig á rúntinum á 6
sflindra pútum - hvað þá á ein-
hverju 4ra sflindra „evrópudrasli". (f
dag er hinn ameríski Egill Skalla-
grímsson leðurklæddur á Harley
Davidson milli þess sem hann
„þeysir spýjuna" framan í gæslu-
menn á upptökuheimilum).
Upp úr 1956 var Kaninn á botn-
lausu bensínfylleríi sem leiddi m.a.
af sér einhverja stærstu krómslegnu
dreka sem sést höfðu og voru orðn-
ir að alþjóðlegu tákni óhófs í þessu
ólistrænasta menningarríki heims-
Ekki sama spenna frá alternatornum
Það er 12 volta rafkerfi í jeppanum mínum sem er af tegundinni
Hyundai Terracan. í viðgerðarbók yfir þennan bfl stendur m.a. að alt-
ernatorinn eigi að hlaða með rúmlega
volta spennu. Hvers vegna er ekki sama
spenna frá alternatornum eins og er á
kerfinu, þ.e. 12 volt? j. ' - ■
Svar: Altcrnator þarf að framleiða iJfcS&t
næga raforku til að halda 12 volta spennu á
rafkerfi og fullhlöðnum rafgeymi samhliða orkunotkun. Altematorinn
framleiðir samtímis orku til að knýja ökuljós, miðstöð, afturrúðuhitara,
sætishitara o.fl. Rafspenna er margfeldið af straumstyrk og viðnámi. Til
að framleiða nægan straum til að knýja hin ýmsu raftæki bflsins án
þess að ganga á straumforða rafgeymisins, en hann þarf að vera full-
hlaðinn til að tryggt sé að gangsetning heppnist í mesm kuldum, er alt-
ematorinn látinn ffamleiða með hærri spennu. Þar sem viðnámið er
óbreytt þýðir hærri spenna aukinn straumstyrk, þ.e. meira rafmagn.
Að undanförnu hafa tjölmiðlar fjallað um liugsanlegt
gjaldþrot General Motors í Bandaríkjunum. Ástæðan er
sögð gríðarlegt tap á bflaframleiðslu GM sem m.a. hefur
leitl til uppsagnartugþúsunda starfsmanna. Gagnrýnendur
telja að orsök tapsins séu stjórnunarleg mistök. GM fram-
leiðir Cadillac, Buick, Pontiac, Chevrolet, GMC, Saturn o.fl.
Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum
Pontiac (Tempest) GTO Converti-
ble 1964 Höiwun var að mórgu leyti
ólík þvi sern gekk og gerðist á 7. ára-
tugnum I Bandarikjunum, m.a. var gír
I kassinn sambyggður drifinu til að fá
Bílar DV
26 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006