Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDACUR 23. JANÚAR 2006
Menning DV
Flugur
BERGÞÓRA JÓNSDÓITIR
blaðakona spyr á laugardag í
Mogganum hver sé stefna borgar-
yfirvalda f Reykjavík í tónlistar-
málum. Tilefnið er sú deila sem
lengi hefur staðið um styrki til tón-
listarskóla í borginni, en þeir eru
nú takmarkaðir við
25 ára aldur og
lögheimili í
Reykjavík.
Styrldr til
nemenda úr
öðrum sveitar-
féiögum eru
ekki veittir skól-
unum. Fyrir
bragðið hafa tón-
listamemendur stofhað samtöktil
að beijast fyrir réttindum sínum.
SVEITARFÉLÖGIN eru að berj-
ast um krónuí og takmarka þá val-
kosti sem nemendur hafa til tón-
listamáms, Hér er vegið að fram-
tíðaimenntun þjóðarinnar í tón-
list með skammtímasjónarmið og
hrepparíginn gamla að vopni. En
Bergþóra sér víðar: hún spyr hver
stefna borgariiinar í tónlistarmál-
um sé yfirleitt og
finnur bara
tóma kofa. Eng-
inn meirihlutaflokkanna hefur
skýra stefiiu í þeim efnum, minni-
hlutinnekki heldur.
ÞEGAR Salurinn reis í Kópa-
vogi tókst Gunnari Birgissyni og
kó að ræna tónlistinni frá Reykja-
vík. Þar sátu menn og
biðu þess að öll mál ^ ^
leystust með Tónlist- f ^
arhúsi. Karlakór *
Reykjavíkur hafði reist
sér hurðarás um öxl
með byggingu Ýmis
og Kvennakómum
var komið þar inn.
Kammersveitin
og Kamm-
ermúsikklúbbur-
inn vom í kirkjum, poppið sá um
sig sjálft, Iðnó varð aldrei tónlist-
arhús, Listasöfnin glæddu starf-
semi sína með tónleikahaldi.
Borgin var stikkfrí.
OG SVO er enn: að vísu styrkir
menningarmálanefhd starfsemi
tónlistarhópa. Kammersveit Sal-
arins fær styrk frá Reykjavík til að
spila í Kópavogi. Tríó Reykjavfkur
spilar í Hafharfirði. Kjömir fulltrú-
ar forðast það eins og eldinn að
koma upp fastri aðstöðu með
rekstrarsfyrk fyrir tónleikahald í
borginni. Þeir geta ekki til þess
hugsað að hér verði rekið tónlist-
arhús - fyrr en Landsbankamenn
og félagar taka að reka Tónlistar-
húsið mikla.
LAGT var til að menn nýttu
tækifærið og skilyrtu styrki menn-
ingarmálanefhdar til flutnings í
einu húsi og reyndu með því móti
að ná saman reynslu um rekstur
minni sala í Tónlistarhúsi. Kom til
greina að taka Austurbæjarbíó
undir þann rekstur með tilstyrk
Borgarinnar. En borgarfulltrúar
ætla að þrjóskast við og halda
áffam stefnuleysinu. Og á meðan
heldur Reylgavík áfram að tapa
stöðu. Nú þegar við blasir að reist
verður Óperuhús í Kópavogi er
sýnt að enn einn hlutinn af tón-
listarlífinu tapast þangað. Undrar
engan: þetta er sönglaust lið og
hugsjónasmátt að auki.
Utrás og innrás í sögulegu Ijosi /
Áfram heldur hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags íslands
um útrásina. Á morgun flytur Þór Sigfússon hagfræðingurer- h
indi sem nefnist „Útrás og innrás í sögulegu Ijósi". Þar mun Þór
rekja stóraukin umsvif islenskra fyrirtækja i útlöndum undanfarin
ár og skoða sögulega forsendur þeirra. Einnig mun hann fjalla
um vaxandi innrás erlendra fyrirtækja í islenska hagkerfið. .
Hádegisfundurinn er að venju í Þjóðminjasafni fslands og
hefst kl. 12:10. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Upphafserindi forseta fslands í röðinni vakti mikla at-
hygli. Forseti fór fögrum orðum um „útrásina" og verður .1
fróðlegt að heyra mat hagfræðings á eðli hennar . Þór
Sigfússon er forstjóri Sjóvár. Hann hefur skrifað þrjár
bækur um ísland i útrás og alþjóðavæðingu.
Þór Sigfusson
hagfræðingur.
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Ljóðaverðlaun veitt í Kópavoginum
Ort um blátt myrkrið
Ljóðstafur Jóns úr Vör er árleg
ljóðlistarverðlaun sem veitt eru að
lokinni samkeppni þar sem öllum
er frjálst að senda inn frumsamin
ljóð á íslensku, og undir dulnefni.
Hér takast því á reyndari skáldin og
þau yngri í jöfnum leik. Ásamt því
að fá hinn silfurbúna ljóðstaf Jóns
úr Vör til varðveislu í eitt ár, og
verðlaunagrip til eignar, hlýtur
vinningshafinn 500.000 krónur í
verðlaun. Að þessu sinni voru inn-
send ljóð 365. Verðlaunin eru veitt
við hátíðlega athöfn á fæðingar-
degi Jóns úr Vör þann 21. janúar ár
hvert. Fyrri handhafar Ljóðstafs
Jóns úr Vör eru: Linda Vilhjálms-
dóttir, Hjörtur Magnússon, og
Hjörtur Pálsson.
Eftir vandlegan lestur komst
dómnefridirí að þeirri niðurstöðu að
verðugur haftdhafi ljóðstafs Jóns úr
Vör árið 2006 sé Óskar Ámi Óskars-
son fyrir ljóð sitt „í bláu myrkri".
Dómnefndin segir „Ljóðið „í
bláu myrkri" er ort fyrir munn
þeirrar nafnlausu veru sem ávajlt
er reiðubúin að birta manneskj-
unni hina ljóðrænu möguleika til-
vistarinnar, staldri hún við og leggi
við hlustir. Hér eru myndir spunn-
ar úr orðum af mikilli list og Óskar
Árni hrífur okkur með sér í undur-
samlegt ferðalag sem hefst í ljósa-
skiptunum, hefur viðkomu í haf-
inu, minninu, hanskahólfinu og
draumunum, og lýkur hjá tungl-
inu, fjallinu og stelpunni við
bensíndæluna. En lýkur þó eJdd,
því þróttmikil rödd ljóðmæland-
ans ómar áfram í huga þess sem les
eðaheyrir."
Samkvæmt þeirri hefð sem
myndast hefur við veitingu ljóð- •
stafs Jóns úr Vör veitir dómnefndin
einnig tvær 100.000 króna viður-
kenningar fyrir ljóð sem vöktu sér-
staka athygli hennar. Þau eru „í
klæðaskápnum" eftir Draumeyju
Aradóttur og „Uppskera (úr Aðal-
dalsljóðum)" eftir Ára Jóhannes-
son. í dómnefnd sátu Hjörtur Páls-
son, Ijóðskáld oj þýðandi, Soffi'a
Auður Birgisdóttir, bókmennta-
fræðingur, og Sjón, rithöfundur,
sem var formaður dómnefndar.
Óskar Ámi
sson fæddist í
Reykjavík 3. október 1950. Hann
ólst upp í Þingholtunúm og gekk í
Miðbæjarskólann. Hann stundaði
nám í Samvinnuskólanum á Bif-
röst 1969 -1971. Hann sendi frá sér
sína fyrstu ljóðabók, Handklæði í
gluggaldstunni, árið 1986. Sam-
hliða ritstörfúm hefur hann lengi
starfað sem bókavörður. Óskar
Árni hefur einkum fengist við
ljóðagerð og ljóðaþýðingar og
meðal annars sent frá sér þrjár
bækur með japönskum hækuþýð-
ingum. Hann ritstýrði og gaf út
bókmenntatímaritið Ský sem kom
út á árunum 1990 - 1994. Ljóð eftir
Ný sýning í London um H.C. Andersen
Áhugamaður um
Kanadíski leikhúsmaðurinn Ro-
bert lepage er að frumsýna í vik-
unni einleik sinn um H.C Andersen
í Barbican leikhúsinu í London þar
sem Vesturport sýndi Woyzeck
sælla minninga. Er einsmannssýn-
ing Lepage hluti af þeirri röð verka
sem voru pöntuð í röð verka um
unga snillinga. Sýning Lepage er
ekki sú fyrsta sem hann flytur sjálf-
ur og byggir á ævisögulegum bút-
um um virt skáld. Fyrir fjölda ára
vann hann rómaða sýningu um
Jean Cocteau sem varð raunar fyrst
til að vekja á honum verulega at-
hygli. Nú situr hann á heiðursstóli í
Ontario með fúlgur fjár í höndum,
rekur sitt eigið leikhús og serídir
sýningar sínar víða um heim.
Frumsýningjn í London var
frumflutt í Ástralfu í fyrra og byggir
á brotum úr ýmsum textum Ander-
sen, einkum dagbókum hans.
„Hann var heillaður áf vændishús-
um og á ferðum sínum til Weimar,
Napolí og Parísar keypti hann sér
þjónustu vændiskvenna til þess
eins að horfa á þær, fór svo heim á
hótel og fróaði sér. Það er fulljóst,"
segir Lepage, „að hann var í skápn-
um enda hvorki kenndur við karla
né konur."
Lepage segist hafa mikla samúð
með Hans Christian og umsagnir
Óskar Árna hafa birst í fjölmörgum
tímaritum og sýnisbókum, íslensk-
um sem erlendum. Árið 2004 hlaut
hann viðurkenningu Rithöfunda-
sjóðs Rískisútvarpsins.
Helstu verk Öskars eru ljóða-
söfnin Einnar stjömu nótt (1989),
Handklæði í gluggakistunni (1986),
Myrkrið kringum ljósastaurana
(1999), Norðurleið (1993) og Veg-
urinn til Hólmavíkur (1997). Þá
hefur hann sent frá sér örsögur í
söfhunum: Lakkrísgerðin (2001) og
Tmflanir í Vetrarbrautinni (2004)
um sýninguna frá Ástralíu segja
hana afar fagra og skáldlega sem
hefur löngum einkennt sýningar
Lepage. Hann segist þekkja til til-
finninga litla ljóta andarungans.
Sjálfur er hann samkynhneigður og
missti allt hár á unga aldri. Hann
segist því þekkja þá tilfinningu að
falla ekki í hóp. Nú þegar hann er
orðinn einn virtasti leikhúsmaður í
heimi segir hann mikilvægast að
halda takmörkum sínum og vera
óhræddur við það sem fyrir ber.
The Andersen Project er sýnt í
Barbican, London EC2
(frá 26. janúar til 18,.
febrúar.
Project Andersen
Robert Lepage á
sviði í verkinu