Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
Fréttir UV
Ásgeir þykir keppnismaður
mikill, úrvalspersóna og
traustur vinur.
Hann tekur lífið ofalvar-
lega, lætur skapið hlaupa
með sig í gönur og fór of
snemma frá meistaraflokki
Hauka i handbolta.
„Hann er gríðartega
ákveðinn I öllu sem
hann gerir og keppnis-
skapið óendaniegt.
Hann er eins og naut
þegar hann keppir, sér rautt.
Ásgeir er mjög metnaðargjarn
Iþví sem hann tekur sér fyrir
hendur. Hann er traustur og
góður vinur. Hann á það til að
taka llfið ofalvarlega, stund-
um ofeinbeittur og gleymir að
lifa lífinu fyrir vikið."
Andrí Stefán Guðrúnarson, hand-
boltamaður í meistaraflokki Hauka.
„Hann er harðduglegur
strákur. Hann er mjög
efnilegur handbolta-
maður og okkar fram-
tíðarmaður I landslið-
inu. Hann er sterkur á öllum
sviðum, drlfandi og hraður og
erfitt fyrir hina að fylgja hon-
um eftir. Ásgeir hefur mikið
keppnisskap. Stundum er hann
svolítið bráður og á það til að
láta skapið koma sér í koll."
Halldór Ingólfsson, aðstoðarþjálfari
meistaraflokks Hauka.
H
„Hann veit hvað hann
vill og hefur óbilandi
vilja. Hann er mjög
agaður og veit hvert
hann ætlar sér og gerir
allt til að komast þangað.
Hann er úrvalspersóna, heill
strákur og góður félagi. Einu
gallarnir sem ég finn hjá
honum er að hann fór alltof
fljótt frá Haukum, við hefðum
mjög gjarnan viljað hafa hann
áfram."
Páll Ólafsson, þjálfari melstaraflokks
Hauka í handbolta.
Ásgeir örn Hallgrímsson handbolta-
maður er fæddur 17. febrúar 1984. Hann
er einn efnilegasti handboltamaður ís-
lands í dag. Hann hefur unnið marga ís-
landsmeistaratitla með Haukum og spilar
núna með stórliði Lemgo íþýsku úrvals-
deildinni. Hann leik þrjá landsliðsleiki
með íslenska handboltaliðinu í fyrra og er
núna með liðinu I Sviss og kom ístað Vil-
hjálms Halldórssonar landsliðsleikmanns
sem var sendur heim frá Sviss.
Segir sig
úr nefndum
VarabæjarfuUtrúinn Ás-
dís Ólafsdóttir í Kópavogi
hefur sagt sig fr á ölium
störfum í nefhdum bæjar-
ins, húsnæðisnefnd og vina-
bæjanefnd. Ástæðuna segir
Ásdís vera þá að hún sé ekki
lengur flokksbundin í Sjálf-
stæðisflokknum. Eins og
kom fram í DV18. janúar
hefurÁsdís verið að kanna
grundvöll fýrir sérframboði í
bæjarstjómarkosningunum
í vor. Sagðist Ásdís þá meðal
annars ætla að bíða eftir
lyktum prófkjöra
annarra flokka
áðurenend-
anleg ákvörð-
un verður tek-
in um fram-
boðið.
Skopmyndirnar af Múhamed spámanni sem Jótlandspósturinn birti á dögunum
hafa ekki farið vel í múslima víðsvegar um heiminn. Danski fáninn var brenndur í
Palestínu og danskar vörur hafa verið sniðgengnar. NFS hefur ákveðið að birta
ekki myndirnar í sínum fréttatímum til að storka ekki múslimum en fréttamönn-
um stöðvarinnar er ekki bannað að lýsa teikningunum í orðum.
NFS vlll ekkl storka múslimnm
og fórnar tjáningarfrelsinu
Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS, hefur sent frétta-
mönnum stöðvarinnar póst þess efnis að NFS birti ekki skop-
myndir Jótlandspóstsins af Múhameð spámanni. Hann segir að
ekki sé ástæða til þess að storka múslimum með þeim hætti.
Yfirmenn annarra fréttastofa á landinu, hvort heldur sem það er
ljósvaka- eða prentmiðla, hafa hins vegar ekki enn séð ástæðu til
þess að JjaUa sérstaklega um birtingu þessara mynda. DV hefur,
eitt fjölmiðla á fslandi, birt myndirnar.
Danska dagblaðið Jótlandspóstur-
inn birti skopmyndarinar af
Múhameð spámanni síðastliðið
haust við lítinn fögnuð múslima. Birt-
ing þessara mynda virðist ætla að
draga töluverðan dilk á eftir sér því ■
danskar vörur eru litnar homauga í
löndum múslima. Stjómmálasam-
skiptí Dana og landa þar múslimar
búa hanga á bláþræði og danski fánn-
inn hefur verið brenndur af reiðum
Palestínumönnum í Gazaborg sem
telja þessar myndir vera svívirðilega
móðgun við múslima.
Harma móðgun
Engu máli hefur skipt þótt rit-
stjórar Jótlandspóstsins hafi birt
opinberlega yfirlýsingu þess efitís að
blaðið harmi að hafa með myndbirt-
ingunni móðgað arabaheiminn. Það
eitt og sér er ekki tekið gott og gilt á
meðal múslima sem sniðganga nú
allt sem danskt getur talist. I gær vom
ritstjómarskrifstofur Jótlandspóstsins
í Kaupmannahöfn og Árósum rýmdar
vegna sprengjuhótanna. Engin
sprengja fannst þó eftír ákafa leit á
báðum stöðum.
Vilja ekki storka
DV hefur eitt íslenska fjölmiðla
birt þessar skopmyndir enda em þær
flestum aðgengilegar á Netinu. Aðrir
fjölmiðlar hafa ekki birt þær en ein
fréttastofa sker sig þó úr því hún hefur
tekið þá aðstöðu að birta ekki skop-
myndirnar af Múhamed spámanni á
þeim forsendum að ekki sé rétt að
storka múslimum með þeim hætti.
Sigmundur Emir Rúnarsson, ifétta-
stjóri NFS, sagði reyndar í samtali við
DV í gær að mönnum væri óhætt að
lýsa myndunum í texta.
„Það vom snörp orðaskipti um
þetta á fréttastofunni en það var
síðan ákveðið að birta þær ekki. Þetta
er auðvitað á gráu svæði hvað varðar
tjáningarffelsið en ákvörðun okkar
byggist á tvennu. Annars vegar teljum
við myndbirtinguna ekki þjóna nein-
um tfigangi fýrir fréttaflutninginn í
dag og hins vegar finnst okkur ekki
rétt að storka múslimum á þennan
hátt," sagði Sigmundur Emir.
Bönnum ekki birtingu
Karl Garðarsson, sem ritstýrði
Blaðinu í síðasta sinn í gær, sagði í
samtali við DV að hann hefði ekki séð
þessar ákveðnu myndir. „Það
hefur ekki verið tekin nein
afstaða tíl þessa máls. ^
Yið birtum hins veg- .
ar skopteikningar í j
þessu blaði og þær
em aldrei ritskoð-
aðar. Ég sé því
ekki mfidar líkur á !
því að við mynd-
um banna þessar
myndir ef sú staða
kæmi upp.“
birta þær. „Það hefur ekkert verið rætt
um þetta en hins vegar alveg ljóst að
við styðjum prentfrelsi Jótlandspósts-
ins."
Myndirnar skipta máli
Karl Blöndal, aðstoðarrit-
stjóri Morgunblaðsins,
sagði í samtali við DVað
það væm myndimar
sjálfar sem myndu
skipta máli þegar
tekin væri ákvörðun
hvort þær yrðu birt-
ar eða ekki- „Ég hef
ekki séð þessar
myndir sjálfur en
ef þær em sann-
gjamar þá sæi ég
ekkert að því að
birta þær.“
Má ekki skerða tjáningarfrels-
ið
„Við ræddum reyndar þá stöðu
sem upp er komin í Danmörku á rit-
stjómarfundi hér í morgun. Að sjálf-
sögðu verður að fara með gát þeg-
ar trúarbrögð fólks er annars
vegar en það má
heldur ekki
skerða tján-
ingarifelsið
sem okkur er
svo annt um
héráVestur-
löndum.
\ Þetta var góð
urnræða en
hér em engin
áform um að
banna birt-
ingar á þess-
um skopteikn-
ingum úr dönsku
og norsku blöð-
unum," sagði Elín
Hirst fféttastjóri
Sjónvarpsins.
Styðjum rit-
frelsið
Sigurjón
Magnús Egils-
son, fféttarit-
stjóri Frétta-
blaðsins, sagði í (
samtali við DV í j
gær að Frétta-
blaðið ætti
ekki þessar
myndir og
færi því
varla að
„ Annars
vegar teljum við
myndbirtinguna
ekki þjóna nein-
um tilgangi fyrir
fréttaflutninginn
í dag og hins
vegar finnst okkur
ekki rétt að storka
múslimum á þenn-
an hátt."
Gaddakylfa gerð upptæk og smiðurinn dæmdur til sektar
Braut vopnalög í smíðatíma
Héraðsdómur Norðurlands
•eystra á Akureyri dæmdi í gær 19
ára nemanda Verkmenntaskólans á
Akureyri, Sindra Smárason, til sekt-
ar fyrir brot á vopnalögum. Lög-
regla fann á heimili hans í ágúst
kylfu sem á höfðu verið festar tvær
kúlur, alsettar skrúfum sem skrúf-
aðar höfðu verið í kúlurnar til hálfs.
Lögreglan gerði leit á heimili
Sindra vegna fíkniefna sem fund-
ust höfðu í bifreið hans skömmu
áður.
Við skýrslutöku hjá lögreglu bar
Sindri að kylfan væri skúlptúr sem
hann hefði útbúið í smíðatíma í
Verkmenntaskólanum. Síðar var
þetta staðfest af kennara við skól-
ann, sem sagði fyrir héraðsdómi að
kylfan hefði verið smíðuð í tíma hjá
sér. Hún hefði verið smíðuð með
vitund hans og samþykki og að
smíðin rúmist innan þeirra krafna
sem gerðar væru til nemenda í
áfanganum.
Sindri sjálfur sagði fyrir héraðs-
dómi að kylfan væri ekki ætluð til
ofbeldisverka. Væri eftirlíking af
fornu vopni. Þá sagðist Sindri vera
með stand fyrir kylfuna í smíðum.
Sú smíði mun nú vera til einskis því
Kristinn Halldórsson dómari féllst
ekki á útskýringar Sindra og úr-
skurðaði að kylfan brjóti gegn
vopnalögum. Hún mun því vera
gerð upptæk af lögreglu.
Jón Hjalti Sveinsson, skóla-
meistari Verkmenntaskólans á Ak-
ureyri, viðurkenndi að kannski
væri það á gráu svæði að leyfa
nemendum að smíða kylfur álíka
Sindra í skólanum. Hann treysti þó
kennurum og nemendum til að
halda sér framvegis réttu megin við
línuna. „Þetta er leiðindamál. En
ég geri samt ekki ráð fyrir því að
það sé vísvit-
andi verið að
framleiða
vopn í skól-
anum," segir
Jón Hjalti.
andri@dv.is
Jórt Hjalti Sveinsson
skólastjóri Segir ólíklegt að
nemendur Verkmenntaskól-
ans séu vísvitandi að fram-
leiða vopn I skólanum.