Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Blaðsíða 12
72 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Ákærðurfyrir
milljóna
skattsvik
Ákæra Ríkislögreglustjór-
ans gegn Gísla Hjartarsyni,
Reykvíkingi á fimmtugsaldri,
var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Gísla er gefið að
sök að hafa ekki
staðið í skilum á
rúmlega átta millj-
ónum króna sem
hann innheimti í
formi virðisaukaskatts á
meðan hann var í sjálfstæð-
um atvinnurekstri á árunum
1999 - 2001. Hann var tek-
inn til gjaldþrotaskipta í
apríl 2003. Gísli tók sér frest
tU að gera athugasemd við
ákæruna en réttarhöldum í
málinu verður fram haldið í
febrúar.
Óshlíðin
könnuð
Boranir könnunarhola í
Óshlíðinni vegna fyrirhug-
aðrar jarðgangagerðar eru
ekki hafiiar. Til stóð að þær
hæfust í janúar að því er
fram kemur á vef bb.is.
„Það er í sigtinu að
tækin komi vestur í
þessari viku og að bor-
anir heíjist í kringum
næstu helgi," segir
Ágúst Guðmundsson jarð-
fræðingur hjá Geotekk, sem
vinnur að rannsóknum á
Óshlíð. „Það verður alla vega
ekki margra daga frávik frá
þeirri tímasetningu. Það eru
ýmsar ástæður fyrir þessari
seinkun, meðal annars var
verkið stækkað," segirÁgúst.
Hvorki til Pól-
lands né Nýja-
Sjálands
Nemendur Hótel- og
matvælaskólans í Kópavogi
fá ekki umbeðinn styrk frá
bænum til að tala þátt í al-
þjóðlegri keppni ungkokka
í mars. Keppnin sem heitir
World Junior Chefs verður
haldin á Nýja-Sjálandi.
Bæjarráðið sagðist ekki
geta orðið við beiðni um
styrk. Það sama gilti um
styrkbeiðni frá nemendum
sem leggja stund á pólsk
fræði í Menntaskólanum í
Kópavogi og vildu styrk til
að komast í skólaferðalag
til Póllands.
„Ufiö í Sandgerði er ágætt
segir Baldur G. Matthías-
son, formaður Sjómanna-
og verkalýösfélags Sand-
gerðis.„Maður er farinn að
sjá húsin fjúka upp í bunu og
mér mnhhh
Landsíminn
mjög
vel á það en þau eru sett
niður á góðum stað. Það eru
fullt afnýjum andlitum í
bænum."
Kæra Högnu Sigurðardóttur á hendur ASK arkitektum hefur verið afgreidd frá
siðanefnd Arkitektafélagsins. Ekki fæst uppgefið hver niðurstaða siðanefndarinnar
er. Að sögn Sigurðar Harðarsonar í siðanefndinni verður stjórn Arkitektafélagsins
nú að ákveða hvernig tekið verður á málinu. Albína Thordarson, formaður félags-
ins, segir stjórnina ræða Högnumálið á fundi í dag.
Fréttir DV Mál Högnu
var til umfjöllunar i DV
um miðjan nóvember.
Sundlaugadeila sprnurkitekts
Irá siöanefnd til sljárar
Kæra Högnu Sigurðardóttur gegn ASK arkitektum sem siða-
nefrid Arkitektafélags íslands hefur nú afgreitt verður rædd á
fundi stjórnar félagsins í hádeginu í dag.
„Við Ieggjum ákveðna hluti til og
færum ffarn okkar álit á málinu. Síð-
an kveður stjórn upp endanlegan
úrskurð um það með hvaða hætti
skuli tekið á málinu," sagði Sigurður
Harðarson, sem situr í siðanefnd
Arkitektafélagsins.
„Ég er nú bara nýkomin til lands-
ins og veit ekki hver niðurstaða siða-
nefndar var. En málið verður rætt á
fundi stjórnar arkitektafélagsins í
hádeginu á morgun [í dag],“ sagði
Albína Thordarson, formaður Arki-
tektafélagsins í samtali við DV í gær.
Enginn samningur í gildi
Eins og rakið hefur verið í DV
kærði Högna Sigurðardóttir ASK
arktitekta til siðanefndarinnar eftir
að ASK tók að sér hönnun viðbygg-
ingar við Sundlaug Kópavogs.
Högna, sem er ein af víðfrægustu
arkitekta landsins, hafði þá frá upp-
hafi verið hönnuður sundlaugar-
innar. Hún taldi framhjá sér gengið
við úthlutun verkefnisins:
„Ég tel málið mjög alvarlegt og að
gengið sé á siðferðilegan rétt minn,“
sagði í kæru
Högnu.
Eigendur ASK arkitekta töldu sig
ekki hafa brotið gegn Högnu:
„Við könnuðum í upphafi hvort
einhverjir samningar lægju fyrir
milli þfn og Kópavogsbæjar vegna
þessa máls og reyndist svo ekki
vera,“ sagði Páll Gunnlaugsson hjá
ASK í bréfi til Högnu.
Of fullorðin fyrir Kópavog
Fyrir sitt leyti sagðist Kópavogs-
bær hafa afskrifað Högnu vegna
þess hversu fullorðin hún væri og
vegna þess að hún væri ekki með
gilda ábyrgðartryggingu. Högna er
76 ára:
„Kópavogsbær leitaði til ASK
verktaka [arkitekta] þar sem álitið
var að þér hefðuð látið af störfum
vegna aldurs og jafnframt þar sem
þér höfðuð ekki í gildi ábyrgðar-
tryggingu hönnuðar,“ svaraði Kópa-
vogsbær Högnu og taldi málinu þar
með lokið.
í bréfi sem Högna skrifaði síðan
til Kópavogsbæjar kemur fram að
hún hafni bæði þeim rökum bæjar-
ins að hún
sé of
,Ég tel máfið mjög
alvarlegt og að
gengið sé á sið-
ferðilegan rétt
minn.
fullorðin til að starfa sem
arkitekt og því að rétt sé
að hafna vegna þess að
hún væri ekki með
ábyrgðartryggingu.
Hefði henni verið
falið að teikna
viðbygginguna
þá hefði hún
einfaldlega
keypt sér
viðeigandi
tryggingu.
gar@dv.is
páll Gunnlaugsson
Högnavarekkimeð
samninga við Kópa-
vogsbæ, segir Páll hjá
ASK arkitektum.
Albína Thordar-
son Ræðum kæru
Högnu i dag, segir
formaður Arki-
tektafélags fslands.
Högna Sigurðar-
dóttir Ósáttvið bæði
Kópavogsbæ og ASK
arkitekta.
Alkóhóllausn og höfuðklútur eru góðar lausnir við lúsafaraldri
Börnum þykir buffið töff
„Við höldum að það sé ekki meira
um lús núna en vanalega. Það koma
kvartanir inn á borð til
okkar annað
slagið um að
lúsin sé að
stinga sér
niður,"
segir Ása
Atladóttir
hjá Land-
■ i
" \ embættinu.
; Nokkrir
grunn- og
t. leikskól-
Landlœknir/i
heimasíðu Land-
læknis má finna góð
arlausnirviðlús.
ar á höfuðborgarsvæðinu berjast við
lúsina þessa dagana og sést það
einna helst á því að nemendur bera
„buff' á höfði. Buffið er höfuðklútur
sem á að sporna við því að lúsin ber-
ist á milli manna. Engar rannsóknir
liggja fyrir um notagildi buffsins
vegna þess hve það er nýtilkomið en
það þykir góð lausn því mörgum
börnum finnst flott að bera buffið.
Ása segir afar nauðsynlegt að for-
eldrar fylgi eftir leiðbeiningum land-
læknisembættisins. Best er að kaupa
alkóhóllausn og setja í hárið og skilja
eftir í átta klukkutíma. Hárið er
kembt á meðan. Mjög mikilvægt er
að endurtaka sama leik að viku lið-
inni. Með þessu móti á lúsin að
drepast. „Við mælum eindreg-
ið með þessari alkóhól-
lausn en ekki
lúsasjampóinu sem apó-
tekin hafa verið að mæla
með. Sjampóið gerir ekki sama gagn
og alkóhóllausnin," segirÁsa.
Fréttir hafa borist frá Danmörku
um að þar gangi lús sem ekkert bíti
á. „Við höfum ekki gert rannsóknir á
íslensku lúsinni til að sjá hvort hún
sé ónæm en það er þekkt að lúsin
myndar ónæmi gagnvart efnum,"
segirÁsaAtladóttir.
svavar@dv.iS
Brjálað hjá
Aðalverktökum
Það er einfaldlega brjálað að
gera hjá íslenskum aðalverktök-
um, eða ÍAV eins og fyrirtækið
heitir í
dag.
Þessu
hefur
Kópa-
vogsbær
nú fengið
að kynn-
ast með
áþreifan-
legum
hætti.
Bærinn
óskaði eftir því við nokkur verk-
takafyrirtæld að þau tæku þátt í
alútboði vegna byggingar knatt-
húss í Þingahverfi. Nú hefur
tæknideild bæjarins borist bréf
frá ÍAV þess efnis að fyrirtækið
sjái sér ekki fært að taka þátt í
útboðinu vegna anna.