Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR I. FEBRÚAR 2006 Sport DV Argentínu- maðurtil Portsmouth Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth fékk í gær Argentínu- manninn Andres D’Alessandro lán- aðan frá þýska lið- inu Wolfsburg og þar með hefur stjórinn Harry Redknapp fengið níu nýja leikmenn til liðsins. D’Al- essandro er 24 ára og var í ólympíumeistaraliði Argent- ínumanna í Aþenu 2004 en hann hefur skorað 11 mörk f 53 leikjum með Wolfsburg. Þýska liðið keypti hann frá River Plate í júlímánuði 2003. Þórey Edda frjálsíþrótta- maður ársins Þórey Edda Elísdóttir úr FH var útnefnd frjálsíþrótta- maður ársins á uppskeruhátíð FRÍ sem fram fór í Laugardalshöllinni sl. laugardagskvöld en Þórey Edda stökk 4,50 metra á móti í Þýskalandi í júní og endaði í 13. sæti á heimslistanum og 7. sæti á Evrópulistanum fyrir besta árangurinn á síðasta ári. Stefán Hallgrímsson úr ÍR var valinn frjálsíþrótta- karl ársins í öldungaflokki en Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR var valin frjálsíþrótta- kona ársins í öldungaflokkj. Þrettán deild- arsigrar í röð Haukakonur unnu sinn 13. leik í röð í 1. deild kvenna þegar liðið vann fimm stiga sigur á íslandsmeistur- um Keflavíkur, 89-84, áÁsvöll- um. Meagan Ma- honey var með 32 stig, 12 fráköst og 7. stoðsendingar hjá Haukum, Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsend- ingar og þá voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir (16 stig) og Pálína Gunnlaugs- dóttir (15 stig) með stórar körfur á lokakaflanum. Hjá Keflavík var Lakiste Barkus með 28 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar og Bima Val- garðsdóttir skoraði 14 stig á 19 mínútum. Helena orðin stigahæst hjá Haukum Helena Sverrisdóttir er orðin stigahæsti leikmaður Haukaí 1. deild kvenna frá upphafi en hún bætti met Sólveig- ar Pálsdóttur í 89-84 sigri á Keflavík á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Helena hefur nú skoraði 1058 stig eða einu stigi meira en Sól- veig sem spilaði 161 leik fyr- ir Hauka í efstu deild kvenna frá 1982 til 1992. Helena er á sínu þriðja tímabili í efstu deild og hef- ur skorað stigin sín 1058 í 53 leikjum sem gerir nákvæm- lega 20 stig að meðaltali í leik. Rafael Benitez hitti Robbie Fowler á krá og eftir dágott spjall kom sú hugmynd upp að Fowler kæmi aftur á Anfield. Benitez var ekki tilbúinn að eyða 16 milljón- um punda í Michael Owen en annan son Liverpool gat hann fengið frítt á láni frá Manchester City. Fnwler verður númer 11 I Kominn heim á ný Robbie I Fowler sést hér með stjóra slnum j hjá Liverpool, Rafael Benitez, fyrir | framan skiltið fræga á Anfield. A Reebok/^r/ Re Tímabil Robbie Fowler með Liver- pool í ensku úrvalsdeildinni: EHg 28 ls?ikir / 12 mörk 1994-95 42 leikir/25 mörk 1996-97 32 leikir / 18 mörk 11998-99 25 leikir /14 mörk '2000-01 27 leikir/8 mörk 2001-02 10 leikit 13 mörk Samtals: 236 leikir /120 mörk AMIDtAM Uverpool-verslunin lenti í miklum vandræðum á mánudaginn vegna gífurlegar eftirspum- ar eftir Uverpool-treyjum merktu numeri 11. Hvemig getur það verið spyrja margir. Harry Kewell er númer 7, Steven Gerrard er númer 8, Luis Garcia er númer 10, Xabi Alonso er númer 14 og Peter Crouch er númer 15. Hver er eiginlega númer 11 í Liverpool? Vladimir ; Smicer fðr til Bordeaux síðasta sumar og Jamie Redknapp er löngu gleymdur meðal stuðn- ingsmanna enda gekk lítið meðan hann gegndi fyrirliðastöðu félagsins. Enginn veit sína | ævina fyrr en öll er og það dtrúlega hefur gerst að Robbie Fowler klæðist Uverpool-treyju númer ellefu það sem eftir er þessa tímabils og kannski lengur, hver veit? Liverpool missti af Michael Owen þegar hann , snéri aftur til Englands þannig að koma Robbie n Fowler er kannski örlítil sárabót fyrir það. Rafael Benítez segist hafa verið að velta þessu fyrir sér síðan hann hitti Fowler á krá í Liverpool sama kvöld og Liverþool sló Chelsea út úr Meistara- deildinni í fyrravor. „Robbie var á krá með okkur og við fórum að ræða fótbolta. Steve McManaman var einnig á staðnum og það mátti heyra stuðningsmenn kalla til okkar - „Þú ættir að fá Robbie aftur til Liver- pool" - og ég er alltaf að hugsa um framherjamál liðsins og þessi hugmynd var því alltaf í huga mér. Maður þarf að vera hugmyndaríkur ef maður ætl- ar ekki að eyða 100 milljónum punda á hverju ári og ef Robbie er í formi getur hann spilað fyrir öll lið í heimi," sagði Rafael Benítez um komu Fowler og bætti við. „Það getur farið svo að Fowler verði ekki kominn í almennilegt form fyrr en á síðasta mánuði tímabilsins en ég veit að hann getur kom- ið með ástríðu inn í hópinn. Robbie var fljótur að segja já þegar hann var spurður hvort hann vildi spila fyrir Liverpool því það er hans draumur," ; sagði Benítez. Vonast til þess að eiga eftir fimm góð ár „Það vita allir að ég er bara héma í sex mánuði en ef ég stend mig vel getur allt gerst," sagði Robbie Fowler á blaðamannafundi þegar Liver- pool kynnti endurkomu hans á Anfield. „Það vom einhverjar sögusagnir um að ég ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir þetta tfmabil en það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég er bara þrítugur og von- andi á ég því eftir fimm góð ár," sagði Fowler og var ekkert að fela það að hans ósk væri að klára fer- ilinn sinn með Liverpool hjá félaginu þar sem hann er enn kallaður „Guð" meðal hörðustu stuðningsmanna þess. Fowler hóf að spila með Liverpool 9 ára gamall en var seldur til Leeds í nóv- ember 2001 eftir að hafa lent upp á kant við þáver- andi stjóra Liverpool, Gerard Houllier. Hann er eins og áður sagði f guðatölu á Anfield eftir átta einstök ár þar sem hann skoraði 171 mark í 330 leikjum, aðeins einu marki minna en Kenny Dalgl- ish. Fowler skoraði meðal annars níu þrennur og er sjötti markahæsti leikmaður félagsins frá upp- hafi.. Pearce stóð ekki í vegi fyrir Fowler Stuart Pearce, stjóri Manchester City, stóð ekld í vegi fyrir að Fowler fengi að fara heim. „Það er draumur hans að spila fyrir Liverpool og hann vildi fara til þeirra og ég sá engan hag í því að koma í veg fyrir það. Það hefði ekki verið gott fyrir hvorki Fowler né City," sagði Pearce sem notaði Fowler bara einu sinni í byrjunarliði City í vetur - í 4-1 bik- arsigri á Scunthorpe þar sem Fowler skoraði þrennu í seinni hálfleik. Fowler skoraði alls 27 mörk í 92 leikjum fyrir Manchester City en meiðsli hafa sett strik í reiloiinginn að undanfömu. Hann hefur sem dæmi aðeins spilað 88 mínútur í ensku úrvals- deildinni á þessu tímabili eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu og hefur einnig átt í meiðslum í baki og á mjöðm á síðustu tímabilum. Elskar að spila undir pressu Stjómarformaður Liverpool, Rick Parry, lagði áherslu á það að Fowler væri kominn til Liverpool vegna fótboltans en ekki einhverra tilfinningalegra ástæðna. Stuðningsmenn Liverpool gera sér líka miklar vonir um að Fowler taki upp þráðinn og fari að raða inn mörkum fyrir Liverpool. „Það er vissu- lega pressa á mér enda miklar væntingar gerðar til mín en ég elska svona pressu. Vonandi hjálpar þetta mér að ná mínu besta fram og ég skal láta alla vita af því þegar ég er búinn sem fótboltamáð- ur," sagði Fowler og bætti við. „Mér líður vel í dag. Það gekk vel í fyrra og ég var meira segja orðaður við enska landsliðið en síðan komu þessi bak- meiðsli inn í myndina og fólk fór að tala um að ég væri orðinn saddur. Það er ekki rétt því ég hef aldrei verið hungraðri í að standa mig. Það em ef- laust einhverjir sem em á móti þessari endurkomu minni en ég er viss um að 99% fólksins séu ánægð með að sjá mig aftur," sagði Fowler. ooj&dv.is 3 i\ * * ' V * 1 ' * 1 iÆh F \5K;L ,- ■ •• :■.. .| 'L L flfit 1. lan Rush 346 mörk 2. Roger Hunt 286 3. Gordon Hodgson 241 4. Billy Liddell 228 15. Kenny Dalglish 172 6. Robbie Fowler 171 7. Michael Owen 158 8. Harry Chambers 151 \ 9. Jack Parkinson 130 10. Sam Raybould 128 mm , •*■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.