Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Page 25
DV Lífið sjálft
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2006 25
Drífa Hjartardóttir er 56 ára í dag. „Kon-
an áttar sig fljótt og örugglega á að-
stæðum þegar kemur að
ákvarðanatöku. Svo sér
hún samstundis og skil-
ur þá kosti og galla sem
athuga þarf þegar nauð-
syn krefur en á það til að
vantreysta náunganum
og það kann að tefja fyr-
ir henni," segir í
stjörnuspá hennar.
Drífa Hjartardóttir
Mnsberm (20. Jan.-18.febr.)
Þú veist að uppspretta auð-
legðar og nægta birtist einfaldlega í vit-
und hvers manns. Og umrædd vitund
veit hvernig á að bæta úr hverri þörf. Þú
ættir að reyna að meðtaka ávallt hrós
meðjákvæðu hugarfari.
Fiskmlr (19. (ebr.-20.mars)
Stjarna þín virðist hafa gert
einhvers konar áætlun sem
virðist gallalaus í upphafi en ýmis ijón
kunna að standa (veginum ef smáatrið-
in eru ekki skoðuð vel í upphafi.
H[(lWm(2lmars-19.aprllj
Haltu ávallt stillingu þinni og
leyfðu engum að reita þig til
reiði. Ef umtöluð líðan einkennir þig hér
ættir þú að læra að starfa eins og nátt-
úran þegar mannleg samskipti eru ann-
ars vegar en á þann hátt getur þú auð-
veldlega látið drauma þína rætast.
NaUtið (20. apríl-20. md)
Ef þú átt það til að loka þig frá
vinum þfnum og fara jafnvel í fýlu ættír
þú ekki að leyfa því að gerast framvegis
því uppsöfnuð gremja eyðileggur ein-
ungis fyrir stjörnu nautsins og tefur fýr-
irframgöngu mála.
Tvíburarnirp/.mflW/.jií/if)
Tvíburinn birtist á sífelldum
hlaupum í byrjun febrúar. Hægðu á þér
með því að taka ákveðin skref í átt að yf-
irvegun. Dagarnir fram undan virðast
gefa þér forskot.
KrM'mn (22. iúni-22.m
Tileinkaðu þér að svara fyrir-
spurnum annarra með já-
kvæðum hætti eingöngu. Berðu fram
óskir þínar daglega en það á eftir að
koma stjörnu krabbans á óvart þau já-
kvæðu viðbrögð alheimsins sem birtast
hér í byrjun febrúarmánaðar.
LjÓnið (2ljúlí-12. ágúst)
Hefur þú hugsað út f þá stað-
reynd að þegar þú framkvæmir þá ertu
að þjálfa sjálfstjórn þína?
Meyjan (21 ágúst-22. sept.)
Nú er komið að þér að fram-
kvæma kraftaverkin sjálf/ur með því að
leggja þig fram við að aðstoða aðra.
Skýrleiki og öflug orka einkennir þig í
byrjun febrúar. Gefðu meira af þér.
Vogin (23. sept.-23. okt.)
Sé stolt þitt jákvætt auðveldar
það þér að afbera ósigur og mistök en
sé það neikvætt notfærir þú þér
kannski fólk og jafnvel tilfinningar til að
svo virðist að þú tapir aldrei. Hugaðu að
ráðum þessum í febrúar.
Sporðdrekinn (24.okt.-2t.n0vj
Þú ögrar oftar en ekki félög-
um þínum og uppskerð laun
erfiðis þfns í lok vikunnar ef þú heldur
fast í það sem þú virkilega þráir, ert
heil/l og sýnir yfirvegun varðandi
framhaldið.
Bogmaðurinn p2.n0v.~21.des.)
Ekki leyfa þér að vera vilja-
laus, óákveðin/n eða kærulaus þegar
óskir þínar eru annars vegar. Gleymdu
aldrei að huga að eigin þrám þvl febr-
úar sýnir fagra upplifun þar sem þú
nýtur þín sem aldrei fyrr.
Steingeitinr22.rfes.-/f>.M;
Vegna innsæis stjörnu þinnar
og ekki síður móttækileika
ert þú mjög næm/ur í dag á skilaboð
úr umhverfinu. Minntu þig á jákvæða
eiginleika í fari þfnu og hafðu hugfast
að þú ert verðug sem manneskja ná-
kvæmlega eins og þú ert.
SPÁMAÐUR.IS
Breskir vfsindamenn segja karlmenn njóta þess að sjá
andstæðinga sína þjást. f rannsókn á heilum kynjanna
kom í Ijós að það svæði heilans sem nýtur matar, lyfja og
kynlffs lifnaði við þegar óvinir karlmannsins virtust
verða fyrir rafmagnsstuði. Svæðið lifnaði ekki við þegar
saklaust fólk virtlst fá stuð. Konur nutu þess ekki að sjá
keppinauta sfna þjást en kynjunum var skipt upp f lið og
látin keppa. „Karlarnir nutu þess að sjá þá einstaklinga
sem höfðu hagað sér illa fá rafmagnsstuð," sagði John
Hibbing, prófesor f háskólanum f Nebraska.
Hættu að roðna
Slakaðu á
Þú roðnar meira ef þú skammast þfn
fyrir að roðna. Eftir því sem þú hugsar
meira um að roðna roðnarðu meira.
Þegar þú finnur að þú ert að byrja að
roðna skaltu slaka vel á í öxlunum og
öllum Ifkamanum og ýta maganum
út. Þessi aðferð þarfnast æfingar svo
ekki búast við árangri í fyrsta skiptið.
Ekki fela það
Ef þú reynir að fela að þú roðnir er
möguleiki á að þú
roðnir enn frekar.
Reyndu frekar að slá á
létta strengi: „Úbbs, er
ég ekki eldrauð f fram-
an?" eða „Ég roðna bara."
Ekki berjast á móti
[ dag reynirðu ef til vill allt svo þú
roðnir ekki því þú skammast þín fyrir
að roðna. Reyndu að viðurkenna
þetta sem þitt persónueinkenni.
Reyndu að telja þér trú um að þetta
sétfmabil. Segðu upphátt: „Þessa
stundina roðna ég gjarnan en
mun hætta þvf með tímanum.
Skoðanir annarra
Við skömmumst okkar fyrir það
að roðna þvf við höldum að
fólk telji okkur veik eða
vitlaus fyrir vikið. Þaö
hafa hins vegar flestir
lent í vandræðalegri
aðstöðu. Flestir vor-
kenna þér að líða illa
en hlakka ekki yfir því.
Ef einhver hlakkar yfir þfnum vand-
ræðagangi er sú manneskja ekki þess
virði að hafa áhyggjur af.
Náðu stjórn á líkamanum
Með þvf að læra jóga og íhugun
ættiröu að geta róað þig niður
þegar þú byrjar að roðna. Þú
getur Ifka ímyndað þér með
hvaða augum þú myndir horfa
á aðra manneskju sem væri
eldrauð f framan. Reyndu að
hugsa eins til sjálfs þfn.
Sniðugir
valmöguleikar
í staðinn fyrir smjör og smjörlíki
geturðu fengið þér fitulaust smjör
ofan á brauðið. Ef smjörið er eitthvað
sem þú getur ekki verið án skaltu láta
það mýkjast í stofuhita svo þú getir
smurt þunnu lagi ofan á brauðið þitt.
í staðinn fyrir nýmjólk og aðrar fit-
andi mjólkurvörur geturðu auðveld-
lega valið fituskertar og jafnvel fitu-
snauðar vörur. Kauptu þér undan-
rennu eða léttmjólk, fitulaust jógúrt
og htið feitan ost.
í staðinn fyrir að steikja matinn
upp úr feiti skaltu velja ólífu- eða
komolfu.
f staðinn fyrir majones eða salat-
dressingu geturðu valið fituskert
majones og búið til dressingu út á sal-
atið úr fitulausri jógúrt, kryddum og
hvítlauk.
í staðinn fyrir djúpsteiktar franskar
geturðu fengið þér pasta, kúskús eða
hrísgrjón. Prófaðu líka að sjóða kart-
öflurnar.
í staðinn fyrir fitandi snakk get-
urðu fengið þér þurrkaða ávexti eða
grænmeti.
£
«3»