Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2006, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR I. FEBRÚAR 2006
Menning 0V
Rómverskur
stíll villunnar
er nokkuð
blandinn
GuðniTh. Jó-
hannesson sí
fræðingur.
Helgi Hall-
grfmsson nátt-
úrufræðingur.
Guðný Rósa
[Jón Þorvarö
arson stærð-
fræðíngur.
limsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Rætt um bækur ársins
í kvöld funda sagnfræðingar í húsi Sögufélags við Fischersund kl. 20
um eftirtalin rit sem komu út á síðasta ári: Bragi Þorgrímur Ólafsson
sagnfræðingur fjallar um rit Guðjóns Friðrikssonar, Ég elska þig
stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein. Dagný Heiðdal listfræðingur fjall-
ar um rit Hrafrihildar Schram, Huldukonur í íslenskri myndlist. Krisfján
Jóhann Jónsson bókmenntafræðingur fiallar um
bækur Sigurðar Gylfa Magnússonar; Fortíðar-
draumar: sjálfsbókmenntir á íslandi, og Sjálfs-
sögur: minni, minningar og saga. Tækifæri gefst
til fyrirspurna og umræðna um hverja bók, og að
þeim loknum verður einnig tekið upp tal um
stöðu fræðirita á fslandi í dag, í ljósi þeirra skoð-
anaskipta sem verið hafa um það mál undan-
fárnar vikur. Fundarstjóri verður Ölöf Garðars-
dóttir sagnffæðingur. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill og verða léttar veitingar í boði.
Getty-safnið
opnar
eftir átta ára
lokun
Safnið glæsilega sem auðkýf-
ingurinn svíðingslegi J.P. Getty
reisti sér sem minnisvarða í Mali-
bu í Kaliforníu hefur verið lokað
um langt ára bil. Safnið stendur á
fögrum stað í þessum snyrtilega
smábæ. Þar reisti Getty sér villu í
rómverskum stfl, að vísu nokkuð
stóra sem veitti ekki af þvf hann
átti glæsilegt safn fornminja og
iistaverka. Þangað gátu gestir
heimsótt safnið sem var opnað
eftir lát karlsins með því að panta
tíma og var einungis fáum hleypt.
inn í einu. Þegar safninu var lok-
að vegna viðgerða fyrir átta árum
var það talið eitt ríkasta einka-
safn í heimi.
En nú við opnun eru óveðurs-
ský á lofti: safnstjórinn er fyrir
rétti á Ítalíu vegna 35 gripa í fór-
um safnins sem talið er að hafi
horfið á ftalíu á árunum 1986 til
1990. f október var þremur
gripum skilað og talið víst að
fleiri fylgi í kjölfarið. Safnstjórinn
var rekinn eftir að upp komst að
hún hafði tekið sér lán frá kunn-
um forngripasala til að kaupa sér
villu í Grikklandi. En Getty-safnið
er gaman að skoða eigi menn
ferð um Malibu og hafi forsjá til
að panta skoðun sem mun ekki
hafa breyst.
Rósa sýnir
Guðný Rósa lngimarsdóttir
opnaði á mánudag sýningu í
Galleríi Conrads í Dusseldorf. Þar
sýnir hún innsetningar: setningar
í fyrsta herbergi á íslensku af öllu
tagi. í næsta sal sýnir
hún smámyndir en í
þeim þriðja mynd-
bandsverk. ölUaefj-
ast verkin nálægrar
skoðunar og gera
miklar kröfur til
skoðandans segir t
í tilkynningu
Gallerísins.
Verkið kallar
Guðný Rósa „La
Médiatine,,,
Brusseis -A Visit in December
2005. Þar tekst hún á við ólík
form og þrengir í hverjum nýjum
sal sjónarhorn sitt þannig að hver
aöferð verður í sjálfu sér sýn-
ingarefnið og rúmið.
Guðný Rósa býr og starfar í
Brussel.
Atak Hagþenkis og ReykjavíkurAkademíu heldur áfram til að auka hlut fræði-
manna í almennri umræðu. í gær voru birtar tilnefningar til árlegrar viður-
kenningar Hagþenkis en þau verða afhent í mánaðarlok.
Tíu merk fræöirit tilnefnd
ou ellefu höfunder heirre
í gær var kynntur listi tíu fræði-
rita frá síðasta ári sem að mati Við-
urkenningarráðs Hagþenkis teljast
framúrskarandi. Þessi rit koma til
greina við veitingu Viðurkenningar
Hagþenkis sem verður afhent í lok
febrúar. Viðurkenningin nemur
750.000 krónum.
Hagþenkir hefur frá árinu 1986
veitt viðurkenningu fyrir fræðirit,
kennslugögn eða aðra miðlun
fræðilegs efnis til almennings.
f ár er tekin upp sú nýbreytni að
auk viðurkenningarinnar sjálfrar er
kynntur listi tíu framúrskarandi
fræðirita . sem
koma til greina við veitingu Viður-
kenningarinnar.
Á lista Viðurkenningarráðsins
eru fræðirit og kennslubækur af
margvíslegu tagi sem endurspegla
fjölbreytt viðfangsefni fræðirita-
höfunda og metnað þeirra við að
skila rannsóknum sínum til
alménnings.
Ritin tíu eru:
Margrét Eggertsdóttir: Barokk-
meistarinn. List og lærdómur í
verkum Hallgríms Péturssonar.
Kolbeinn Stefánsson og Stefán
Ólafsson: Hnattvæðing og þekk-
ingarþjóðfélag. Island í breyttu
þjóðfélagsumhverfí I.
Ágúst Einarsson: Rekstrarhag-
fræði.
Hrafnhildur Schram: Huldu-
konur íísienskri myndlist.
Guðni Th. Jóhannesson: Völ-
undarhús valdsins. Stjórnarmynd-
anir, stjórnarslit ogstaða forseta ís-
lands í embættistíð Kristjáns Eld-
jáms, 1968-80.
Magnús Þorkell Bernharðsson:
Píslarvottar nútímans.
Þóra Kristjánsdóttir: Mynd á
þili.
Heigi Hallgrímsson: Lagarfljót.
Mesta vatnsfall íslands.
Kristín Björnsdóttir: Líkami og
sál. Hugmyndir, þekking og að-
ferðir í hjúkrun.
Jón Þorvarðarson: Og ég skal
hreyfa jörðina. Fomgrísku stærð-
fræðingarnir og áhrif þeirra.
Viðurkenningarráð Hagþenkis
skipa: Ragnheiður Margrét Guð-
mundsdóttir íslenskufræðingur,
Allyson Macdonald prófessor, Ami
Hjartarson jarðfræðingur, Sigríður
Matthíasdóttir sagnfræðingur og
Viðar Hreinsson bókmenntafræð-
ingur.
Magnús Þorkell Bern-
I harðsson stjórnmála-
I fræðingur.
I Þóra Kristjáns-
I dóttir list-
[ fræðingur.
I Kristln Björns-
I dóttir hjúkrun-
| arfræðingur.
I Stefán Ólafs-
I son félags-
I fræðingur.
Hrafnhildur
Schram list-
fræðingur.
Ágúst Einarsson
I hagfræðingur.