Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Qupperneq 4
4 MANUDAGUR 10. APRlL 2006
Fréttir DV
Fyrstu
kiðlingarnir
Um hádegisbilið á laug-
ardag komu fyrstu kiðling-
arnir í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í ár. Huðnan
Sólbjört, fædd 2002, bar
tveimur hraustum kiðl-
ingum og faðirinn Kjarkur
fylgdist vel með. Sólbjört
er mjög reynd móðir og
mun því án efa ala þessa tvo
hvítu hafra vel upp. Ekki
var vitað jafn nákvæmlega
upp á dag hvenær geitur
garðsins ættu von á sér líkt
og með ærnar, en þess-
ir kiðlingar eru sannarlega
ljúfir vorboðar á köldum
vetrardegi.
Slagsmál á
Snúllabar
Starfsfólk á Snúllabar
óskaði eftir aðstoð lögregl-
unnar aðfaranótt sunnu-
dagsins eftir að slagsmál
brutust út meðal gesta á
staðnum. Lögreglan gat
ekki strax brugðist við þar
sem allir á vakt voru upp-
teknir í öðrum verkefnum.
Er lögreglan kom á staðinn
voru hins vegar allir horfn-
ir á braut og talið er að um
erlenda menn hafi verið að
ræða.
Kynþokki fyrir
vestan
Fréttavefurinn Bæjar-
ins besta á fsafirði stend-
ur nú fyrir kosningu á milli
fimm karlmanna sem hlutu
flestar tilnefningar sem
kynþokkafyllsti Vestfirð-
ingurinn í netkosningu
sem vefurinn hratt af stað
í byrjun mánaðarins. Þeir
eru Haraldur Jón Jóhann-
esson, Guðfinnur Ólafur
Einarsson, Haraldur Krist-
insson, Böðvar Þórisson og
Kristján Sverrisson. Einnig
voru valdir fimm kynþokka-
fyllstu konurnar en þær
eru Braga Ósk Bragadóttir,
Aðalheiður Óladóttir, Guð-
rún Ása Magnúsdóttir, Petr-
ína Freyja Sigurðardóttir og
Guðrún Birgisdóttir.
Brynja Gunnarsdóttir tekur öll áhættuatriði fyrir Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu í
myndinni Köld slóð. Um er að ræða senur þar sem persóna Elvu ekur um á vélsleða og
tekur sprett á hestbaki. Elva hefur að mestu lokið vinnu sinni við myndina og tekur
aftur til við að leika í Erninum eftir páska í tveimur þáttum sem gerast á íslandi.
Brynja í áhættnatrijjum á
vélsleða fyrir Elvu Osk
Brynju Gunnarsdóttur er margt til lista lagt og hún er mikil
áhugamanneskja um skíðaiðkun og akstur á vélsleðum. Því
var hún fengin til að taka öll áhættuatriðin fyrir Elvu Ósk
Ólafsdóttur leikkonu í myndinni Köld slóð sem Björn Brynj-
úlfur Björnsson leikstýrir. Um er að ræða þrjár senur í mynd-
inni þar sem persóna Elvu ekur um á vélsleða í öræfum lands-
ins og eina senu þar sem persónan tekur mikinn sprett á
hestbaki.
„Málið er einfaldlega það að Brynja
er svipuð á hæð og ég, ljóshærð og
mikil íþróttamanneskja og því þótti
tilvalið að fá hana í þessi atriði,"
segir Elva Ósk. „Þetta hefur allt
gengið einstaklega vel þótt stund-
um hafi kannski munað mjóu að
illa færi. En þetta er spennumynd
og því eru sum áhættuatriðin mjög
dramatísk."
Fyllsta öryggis gætt
Elva Ósk tekur það fram að
þótt henni hafi ekki litist á blik-
ina á stundum hafi fyllsta örygg-
is að sjálfsögðu verið gætt í hví-
vetna þegar áhættuatriðin
voru tekin upp. „Það hef-
ur verið mjög gam-
an að taka þátt í
þessari mynd en
vinnu minni er
að mestu lok-
ið nú," seg-
ir Elva Ósk.
„Það sem
liggur næst
fyrir hjá ,«
mér ..A'
/&' '
næstu þættir af Erninum. Danska
tökuliðið kemur hingað til lands
rétt eftir páska til að taka upp tvo
þætti sem gerast að miklu leyti á ís-
Íandi."
Sláandi líkar
Björn Brynjúlfur
Björnsson leikstjóri
myndarinnar seg
ir að það hafi ver-
ið hljóðmaður
hans, Gunnar
Árnason, sem
stung-
ið
hafi
Björn Brynjúlfur Tökum aö Ijúka á næstu
tveimur dögum.
upp á því að fá Brynju til að leika
áhættuatriðin en hann þekk-
ir Brynju enda bæði frá Selfossi.
„Það kemur svo upp
úr kafinu að þær
eru hreint slá-
andi líkar,"
segir Björn.
„Þegar
Brynja
var
komin
í gall-
ann
tók
eru
Vélsleðaatriðin Brynja
tekur öll áhættuatriðin fyrir
Elvu Ósk á vélsleðum.
Brynja Gunnarsdóttir
Hefur mikinn áhuga á
sklða- og vélsleðaiðkun.
Elva Ósk Hefur lokið að mestu vinnu við
Kalda slóð og tekur til við örninn eftir páska.
tökuliðið iðulega feil á henni og
Elvu Ósk og menn ávörpuðu Brynju
oft með því að segja: Góðan daginn
Elva."
Undir rennihurð
Hvað áhættuatriðin varðar segir
Björn að þau hafi gengið mjög vel,
eiginlega lyginni líkast. „Þetta eru
spennuatriði eins og í eitt sinn þar
sem Brynja þarf að renna vélsleðan-
um undir rennihurð sem er á leið-
inni að lokast," segir Björn. „En hún
hefur staðið sig með stakri prýði í
þessu." Annars er það að frétta af
Kaldri slóð að tökum fer bráð-
um að ljúka. Raunar reikn-
ar Björn með að þeim
ljúki nú á næstu
tveimur dögum
fýrir páska.
Kjarnorkulaust ísland
Svarthöfði er mikill friðarsinni
og hefur stutt samtök og flokka sem
hafa barist fýrir friði í heiminum.
Vinstri menn eru auðvitað hinu einu
sönnu friðarsinnar. Svarthöfða er
sérstaklega minnistæð barátta sinna
manna fyrir því að sveitarfélög á Is-
landi lýstu því sérstaklega yfir að þau
væru kjarnorkulaust svæði. Hvað er
svona erfitt við það? Kjarnorkuvopn
í Mosfellsbæ! Aldrei. Ekki vandamál-
ið.
Hins vegar brá Svarthöfða held-
ur betur í brún þegar hann las við-
tal við gamla vígbúnaðarljónið í rík-
isstjórn Reagans Bandarflcjaforseta,
George P. Shultz, í Morgunblaðinu
í gær. Reagan, sem hafði ógnað allri
heimsbvHEðinni með stríðsrekstri
Hvernig hefur þú það?
Svarthöfði
sínum var sagður hafa verið andsnú-
inn kjarnorkuvopnum.
„Reagan hafði mælt með eyðingu
allra kjarnorkuvopna nánast allan
sinn feril í stjórnmálum. Hann hafði
fjallað um þessa hugmynd í ræð-
um sem hann flutti, meðal annars
á þingi Japana," sagði Shultz og ráð-
gjafar forsetans hefðu verið honum
gjörsamlega ósammála. „En hann
trúði á hugmyndina og þegar hann
var sannfærður um eitthvað gafst
hann ekki upp."
'„Ég erlgóöu andlegu jafnvægi þessa stundina og eiginlega þrælhress,“segirÁrni
Sigfússon bæjarstjóri I Reykjanesbæ. „Ég er á leiöinni I skóflustungu aö nýjum
leikskóla, raunarþeim nlunda hér I bænum."
Heimsmynd Svarthöfða
hrundi í gær eftir þennan
lestur. Reagan, þessi gamli
fjandi, var þá einnig friðars-
inni þrátt fýrir allt! Og reyndi
hvað hann gat til að fá gömlu
kommana í Sovét til að fækka
kjarnorkuvopnum. Svakalegt.
Ragnar skjálfti, gáf-
uðu tvíburarnir
og Stefán Páls-
son hafa þá
væntanlega
getað hallað
sér að Reagan
eins og Gor-
ba kallinum.
Hann vann
nú einu
sinni Kalda
stríðið,
að eigin
sögn. An
þess að
hleypa af einu skoti,
eins og járnfrú-
in Thatcher orðaði
það.