Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2006, Page 23
DV Menning
■V
Myndirafbörnum
f Ljósmyndasafni Reykjavíkur á
miðvikudaginn verður opnuð sýn-
ing á ljósmyndum Sigríðar Bach-
mann í Skotinu.
Á sýningunni, sem opnuð
verður á sextíu ára afmælisdegi
Sigríðar, kaus hún í tilefni af vor-
komunni að sýna myndir sem hún
hefur tekið af börnum. Myndirnar
eru í lit, en áður hefur Sigríður
eingöngu sýnt svarthvítar myndir.
Skotið er nýr sýningarkostur hjá
Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en
markmiðið með þeirri nýjung er
að kynna hina margvíslegu þætti
ljósmyndunar, jafnt landslagsljós-
myndun, portrett-Ijósmyndun,
blaðaljósmyndun eða ljósmynd-
un sem myndlist. Tilgangurinn er
einnig að bjóða upp á aukið sýn-
Hér var ekki leitað að lausnum
á öllum okkar nútímavanda heldur
hann leikinn þannig að við sæjum
hvemig við hegðum okkur. Hópatr-
iði þar sem ansi hreint skemmtilegur
kvenkynstrúður talaði einhverja þylq-
ustu ítölsku sem síðan þróaðist út í
að viðkomandi var orðinn herforingi
eða bara Mússólíni sjálfur, var smart.
Mörg hópatriði vom svolítið kraðaks-
leg en leikgleðin og staðsetningarfjöl-
breytileiki var auðvitað það besta. 24
trúðar þeytast vítt og breitt um svið og
stóla og yfir og undir og allt um kring.
Ekkert er þeim óviðkomandi og mál-
efnin sem þessir svartklæddu trúðar
hreyfa við em margvísleg.
Stúdentaleikhúsið skiptir máli
Árlega er sýning hjá Stúdenta-
leikhúsinu og núna, undanfarin ár
alla vega, hafa þær sýningar haft eitt-
hvað að segja og það er með öllu skilj-
anlegt hví ráðist er í verkefnin. Þessi
sýning núna í Loftkastalanum hefst
á því að kvartað var undan hita í leik-
mynd Vanja frænda eða einnhverra
annarra dekurkvenna mtjándu ald-
arinnar meðal rússneskra iðjuleys-
ingja í sveit þar sem ekkert var við að
vera annað en að drekka te, bíða eða
drekka vodka og bíða, en varð bæði
heit og köld og hröð og hæg og meira
að segja blaut. Margir, bæði leikend-
ur og áhorfendur, fengu einhveijar
gusur yfir sig og á, en það var vissu-
lega listtænt nauðsynlegL
Allt á suðupunkti
Það er gott til þess að vita að ein-
hvers staðar er allt á suðupunkti.
Meðal leiklistarstúdenta er spuming-
unum varpað fram og svörin látin vel-
kjast hoppandi, skoppandi, hlæjandi,
argandi, skríkjandi og jafrivel dans-
andi dans sem fremur líktist hreyf-
ingum dýra oft á tt'ðum. Hvers vegna
nennir enginn að tala við afa gamla
þegar hann er sóttur heim á elliheim-
ilið? Svar við því er ekki að fá í þessari
sýningu heldur aðeins er okkur sýnt
að dóttirin fimmtuga brunar um og
hefur áhyggjur af gluggatjöldum og
einhveiju álíka og bamabamið situr
og djöflast með sms-skilaboðin sín
og hlustar ekkert á gamla manninn.
Allt í einu er kominn kúk-tími og þá er
hann borinn hvort sem hann vill eður
ei til salemis og þegar hann reynir að
tjá sig við skeinifrúna kann hún ekki
íslensku.
Leikstjórnargleði
Meðal þess sem tekið var á var ótt-
inn, óttinn í ýmsum myndum. Það
var kannski meining þeirra frá byrj-
un að hafa hann í einhverju aðal-
hlutverki en þegar litið er á sýning-
una í heild sinni þá var það nú fyrst
og fremst spaugileg mynd af fárán-
leika vors daglega lífs sem varð ofan
á. Leikstjórinn hefur svo sannarlega
haft gaman af sínu starfi og þurft að
dedúa við að koma öllum tindátun-
um fyrir og það er greinilegt að sam-
Börn eru besta fólk Sigrlður Bachmann hefur
myndað þessi litlu krútt áratugum saman.
ingarrými og gefa fleiri ljósmynd-
urum og listamönnum sem vinna
með ljósmyndamiðilinn kost á að
koma verkum sínum á framfæri.
Ljósmyndunum er varpað úr skjá-
varpa á 150 x 190 cm stóran vegg
og mynda flæði Ijósmynda.
Sýning Sigríðar Bachmann
verður opnuð kl. 16.
í Loftkastalanum hefur Víkingur Kristj-
ánsson komið leikhóp sínum fyrir upp
um veggi og niður við gólf og lætur hann
þekja hvert rými og hvert hólf.
Animanina, hvaða
manía er bað?
Animaniiui
*«finicniolcilt luiiii) i l t'filnJSÍill
tiinim
l ciUcinUn Aili '»itjui
Áiltunj 1 tn fiulniiii Utíi fi(U liuji
llcltjiium HHmÍI lóimmi
Ingibjörg Llaessen, Jóhanna
Baldvinsdóttir, Harpa Pálsdóttir,
Hildur Björgvinsdóttir, Gísli
Rúnar Harðarson, Fríða Kaaber,
Bryndis Jónatansdóttir, Elisabet
Þórsdóttir, Erlingur Einarsson,
Bogi Hallgrímsson, Katla
Hannesdóttir, María Beck, Kári
Viðarsson, Kolbeinn Arnbjörns-
son, LáraJ. Jónsdóttir, Sigurður
A. Jónsson, Smári M. Gunnars-
son, Sunna Schram, Svandis
Einarsdóttir, Tinna Þorvalds-
dóttir, Tryggvi Gunnarsson, Ólöf
Haraldsdóttir.
Leikstjóri: Víkingur Kristjánsson.
Leiklist
Asta Ólafsdóttir myndlistarkona
Fór til Malíog deilir þeirri reynslu með
myndlistarunnendum.
V
j Stúdentaleikhúsfólk f Animaninu
„Leikstjórinn hefursvo sannarlega
haft gaman af sinu starfí," segir
Ellsabet m.a. I umfjöllun sinni.
spil hópsins er gott. Sýning sem skipt-
ir máli þó að hún sé að vísu svolítið í
lengri kantinum og ah ha-atriðin flest
í lokin. Andlitsvöðvar voru mikið
notaðir og skemmtilegt að sjá hvem-
ig vinnubragð trúðsins gengur í gegn-
um sýninguna þótt vissulega séu
listamennimir misupplagðir, skulum
við segja. Nokkur atriði vom of löng,
sem sýnir hreinlega að hópurinn hef-
ur ekki alveg verið með það á hreinu
að hér kæmu áhorfendur sem hefðu
ekki eins rosalega gaman af því að
sjá þau leika vatnskrana, klósett og
sturtubotna eins og þau sjálf.
Á heildina litið var þetta ansi
lireint sneddí sýning, með góðum og
gildum spurningum og áminningu
um okkar eigin fáránleika.
Elisabet Brekkan ,
Þessa dagana dettur ekki nokkurri sálu í hug að halda þvi fram að ljóðið eigi undir ■
högg að sækja. Annað kvöld verður haldin í þriðja sinn ljóðaskemmtun sem ber yfir-
skriftina Ljóðs manns æði í Leikhúskjallaranum.
Mannskepnan er heilt pakkhús minninga
Mér brennur í muna er heiti
þriðju ljóðaskemmtunar fræðslu-
deildar Þjóðleikhússins sem haldin
verður annað kvöld, en þá verða flutt
Ijóð sem snúast um minningar af
ýmsu tagi.
Að tengja núið við fortíðina
Spurt er hvað skáldin muni og
hvemig. Hvað kveikir minningu og
hvemig er henni komið á framfæri?
I minninu býr í senn sögulegt forða-
búr samfélagsins sem og margvís-
legir þræðir úr reynslu einstaklings-
ins. Mannskepnan er heilt pakkhús
minninga, eins og skáld nokkurt hef-
ur orðað það. Lesið verður úrval ljóða
eför mörg skáld sem glíma hvert á
sinn hátt við vandann sem felst í að
tengja núið við fortíðina - og leggja
sum í háskalegar ferðir á fomar slóð-
ir.
Umsjón með kvöldinu hefúr Ást-
ráður Eysteinsson en ásamt honum
hafa vaiið ljóðin Sigurbjörg Þrast-
ardóttir, Eysteinn Þorvaldsson og
Hjalti Snær Ægisson. Leikararnir Atli
Rafn Sigurðarson, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir og Sigurður Skúlason lesa.
Gesmr kvöldsins verður Þorsteinn frá
Hamri sem les eigin ljóð.
Sem fyrr verður húsið opnað kl.
20.30 og dagskráin hefst kl. 21.
Ekki gleyma skáldaspírunum
Þess má geta að sexmgasta Skálda-
spírukvöldyfirskáldaspírunnar Bene-
dikts S. Lafleur verður líka haldið
annað kvöld, kl. 20 í Iðu. Ösp Vigg-
ósdóttir les upp úr verkum sínum,
einkum nýjusm bók sinni Hjarta-
hreinir ævidagar Úlfs. Að venju er
aðgangur ókeypis og gestir mega
taka með sér hressingu af annarri
hæðinni.
Bangsastrákurinn
og andarunginn
Hjá Máli og menningu er
komnar út tvær nýjar harð-
spjaldabækur um þau Ara og Erlu:
Ari og Erla frá morgni til kvölds og
Ari og Erla fara í gönguferð.
Þetta era tvær fallegar harð-
spjaldabækur um vinina Ara og
Erlu, sem eru bangsasttákur og
andarungi.
í bókinni Ari og Erla frá
niorgni til kvölds fylgjumst við
með hvernig dagurinn líður hjá
þeim og í Ari og Erla fara i göngu-
ferð rekast þau á ýmiss kon-
ar andstæður, stóran og lítinn
göngustaf, feitan og mjóan fisk og
margt fleira.
Bækur sem gaman er að skoða
°g
læra
af \
at. i
isas;
:}yí&
% ■$
Þorsteinn frá Hamri Eitt vinsælasta
Ijóðskáld landsins verður gestur á
Ijóðaskemmtun Þjóðleikhússins annað
I kvöld.
DV-mynd:Valgarður. I
Sýningartveggja
kvenna
Um helgina voru opnaðar tvær
sýningar í Listasafiii ASÍ.
Anna Jóelsdóttir sýnir í Ás-
mundarsal innsetningu stórra,
lítilla, örsmárra, ferhymdra, spor-
öskjulaga og þrívíðra verka. Sýning
hennar ber yfirskriftina Heima?/
home?
Ásta Ólafsdóttir sýnir í Gryfju
og Arinstofu. Sýning hennar heitir
„Túbab, Túbab" en dregur nafti sitt
af því að í Afrikuríkinu Malí kalla
krakkamir oft „Túbab!" sem þýðir
hvítur maður og koma svo hlaup-
andi í áttina að hvíta ferðamannin-
um til að skemmta sér við að
fylgjast með honum í smástund.
Sýning Ástu í Gryfjunni byggir m.a.
á vangaveltum um framandleika
og fullvissuna fyrir því að enn er
margt óuppgötvað og óútskýrt. í
Arinstofu era ljósmyndir frá Mali
og myndband frá ferð Ástu um
landið.
Sýningamar standa til 30. apríl.
Færeyingarí
Áskirkju
Kammerkór Fuglafjarðar
heldur tónleika í Askirkju í kvöld
kl. 20.
Kórinn kemur hér við á tón-
leikaferð sinni til New York þar
sem hann heldur nokkra tónleika.
Á efnisskánni era aðallega
verk eftir færeysk tónskáld, ásamt
annarri norrænni kórtónlist.
Stjórnandi er Frits Johanne-
sen en undirleikarar eru Heðin
Kambsdal á orgel og Eyðun á
Lakjuni á píanó.
&
Frá morgni til kvölds
Gotterað læra afgóðum bókum.