Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 9
FYRSTA OTIHÁTÍÐ SUMARSINS MUN HEFJAST í DAG, FÖSTUDAGINN 2. JÚNÍ OG STANDA YFIR í ÞRJÁ DAGA EÐA TIL 4. JÚNÍ. ÚTIHÁTÍÐIN REYKJAVÍK
TRÖPÍK FER FRAM í FYRSTA SINN NÚNA í JÚNIOG AF ÞVÍ TILEFNIVILDISIRKUS HEYRA HUÓÐIÐ í NOKKRUM BÖNDUM SEM MUNU KOMA FRAM.
DAGSKRÁIN ER EKKIAF VERRIENDANUM OG ERU ÞAÐ JAFNT ERLENDAR SEMINNLENDAR HUÓMSVEITIR SEM MUNU LEYFA TÓNUNUM AÐ DUNA.
Fagnaðurinn mun fara fram í stærsta tjaldi landsins fyrir fram-
an Aðalbyggingu Háskóla íslands. Þetta er hin fullkomna blanda
fyrstu útileguhelgi sumarsins, það er tjald, áfengi, dans og að sjálf-
sögðu snilldartónlist. Sirkus bjallaði á nokkra þeirra sem munu
koma fram á hátíðinni. Elli í Jeff Who?, Siggi í Hjálmum og Rassi
prump í Trabant sögðu okkur fréttir. Sigga@minnsirkas.is
LAUGARDAGUR TIL LUKKU
„Við erum grfúrlega spenntir, við verðum að spila á laugardeginum um níu," segir Elli
bassaleikari í Jeff Who?. „Þetta er alveg frábært, ég meina svo lengi sem allt svona stendur
undirsér þá flnnst mér það gott framtak. Við erum allir frekar spenntir að sjá Supergrass,
við höfum allir filað þessa hljómsveit síðan við vorum 14 ára pjakkar og þeir 16 ára. Við
erum að velta því fyrir okkur hvort við getum tekið eitt splunkunýtt lag en við sjáum bara
til hvernig næstu dagar fara en það er alltaf margt að gerast hjá okkur."
Föstudagur 2.jún/ Laugardagur 3. júnf
Jakobínarina Skátar
Cynic Guru The Foghorns
Daníel Ágúst Jan Mayen
Benni Hemm Hemm Stilluppsteypa
Girls In Hawaii (BE) Úlpa
Hjálmar Johnny Sexual
Bang Gang Hairdoctor
Ladytron (UK) Kimono
Apparat Organ Quartet JeffWho?
Leaves Supergrass (UK)
DJdagsins DJ dagsins
DJ Buckmaster DJ Andrés
Sunnudagur
4. júní
Flís & Bogomil Font
Nortón
Hermigervill
Forgotten Lores
Kid Carpet (UK)
Dr. Spock
Ghostigital
ESG(US)
GusGusDJSet
Trabant
DJdagslns
DJ Jack Schidt og DJ Casanova
„Við erum að spila á hátíðinni, held á sunnudaginn. Ég er bara svo spenntur
fyrir hátlðinni að ég man ekki hvenær við erum að spila," segir Ragnar
Kjartansson söngvari (Trabant og skellir upp úr. „Mig langar að sjá alveg
ógeðslega mikið á þessari hátíð, ég er rosalega spenntur að sjá ESG sem hefur
alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. En síðan er Ladytron mjög spennandi
hjómsveit sem mig langar alveg mikið að sjá, hún er ferlega skemmtileg. En
við vomm að klára myndband við lagið The One, við erum búnir að vera mjög
duglegir í myndbandsgerð upp á síðkastið. Síðan erum við alltaf að spila eitt-
hvað, við verðum í Rússlandi (júní, sem verður mjög skemmtilegt og svo svona
út um allt."
M „Við spilum á sunnudeginum beint á eftir Hermigervil og á undan Bretunum í Kid Carpet,"
,' segir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Dj B-ruff, einn meðlima rappsveitarinnar For-
gotten Lores. Hljómsveitin dró sig úr tónleikahaldi í vetur, til þess að vinna að nýju efni og segir
V. Benni að næstum bara ný lög séu á prógrammi kvöldsins. Benedikt lofar þvi að ný plata sé
væntanleg frá sveitinnl og jafnvel önnur þar sem lifandi hljóðfæraleikur fær að
ASfnjóta sín. „Sjálfur ætla ég að sjá ESG, Supergrass og Ladytron. Svo reynir
MH íc* ÍO, maður auðvitað að sjá allar íslensku sveitirnar," segir Benni að lokum.
BENEDIKT FREYR JÓNSSON, Dl
B-RUFF í FORGOTTEN LORES. «
DANÍELÁGÚST.
SUPERGRASS (U(E),
TRABANT.