Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 12
Það er alltaf skemmtilegt að fá að hnýsast smá-
vegis, hver veit hvaða gersemar við munum finna og
sjá hverju sinni. Að þessu sinni fengum við að kíkja í
kistuna hjá Kristínu Evu Ólafsdóttur nema í grafískri
hönnun við Listaháskóla íslands. „Ég er að fara á
annað ár í grafi'skri hönnun í Listaháskólanum og
síðan er ég líka hönnuður hjá margmiðlunarfyrir-
tækinu Gagarín," segir Kristín Eva galvösk. „Ég hef
ekki mikið á minni könnu akkúrat núna, annað en
að vinna og skemmta mér. Ég ætla bara að hvíla mig
þar sem ég var að klára að hanna útskriftarbókina
fyrir Listaháskólann. Ég sá um að hanna og setja
hana upp að þessu sinn en það er Já sem gaf síma-
skrána út og var hún prentuð í 230.000 þúsund ein-
tökum. Þetta var hönnunarkeppni við Listaháskóla
íslands og þema keppninnar var fortíð og nútíð. Ég
ætla ekki til útlanda í sumar að ég veit en það er að-
allega vegna þess að ég ætla í skiptinám næsta vetur.
Ég hafði hugsað mér að fara til Hollands þar sem ég
er yfir mig hrifin af einum skóla þar,“segir Kristín Eva
sem hefúr í ýmsu að snúast. sigga@vamnsklais.is
'é
Q_
I
o>
QJ
s
Jjf
„Ég elska úrið, ég hafði látið mig dreyma um urið
síðan ég sá það fyrst/'segir Kristín Eva hress að
bragði. „Ég sá það fyrst fyrir um tveimur árum og
dásamaði það í hvert skipti sem ég sá það. Síðan
gaf maðurinn minn mér það íjólagjöf en armband-
ið fékk ég í afmælisgjöf. Hringinn fékk ég frá æsku-
vinkonu minni henni Hönnu Stínu," segir Kristín
Eva sem á íausnarlega vini og vandamenn.
„Ég valdi kaffivélina af þeirri
einföldu ástæðu að hún er
ómissandi eftir að ég byrjaði
ískólanum/'segir Kristín
Eva. Ég fer ekkert i gang fyrr
eneftirtvotil þrjá bolla, það
er fastur punktur/segir
Kristín Eva sem gæti ekki lif-
aðafánkaffivélarinnar.
„Hún bættist í safnið í Oslóarferðinni og er
úr H&M/'segir Kristín Eva. Þetta er soldið
skemmtileg saga, því þegar ég dró hana
upp úr pokanum hæstánægð með kaupin,
hélt vinkona mín að þetta væri borðdúkur.
En síðan svona i sárabætur sáum við að
þetta efni er úti um allt i dag til dæmis hjá
Chloé, Prada og MiuMiu. Eg veit að hana
langar að fá hana lánaða en þorir bara ekki
að spyrja/'segir Kristín Eva sposk á svip.
„Eg valdi stofuborðið þvi að amma Kristín
heitin átti þetta," segir Kristín Eva. „Ég lét
yfirdekkja stólana með hvítu leðri og það
eru ekki allir sammmála mér um að þetta
sé flott en mér finnst þetta æðislegt. Þetta
hefur líka mjög mikið tilfinningalegt gildi,
ég hef átt það í átta ár og lék mér tímunum
saman undir því þegar ég var lítil/'segir
Kristín Eva og skellir upp úr.
„Ég get endalaust bætt á mig jökkum," segir
Kristín Eva og flissar. „Eg keypti þennan þegar ég
heimsótti Helenu vinkonu mína í Osló um daginn.
Hann er úr búð sem heitir Rock and Republic og
ég get varla farið úr honum því hann er svo flott-
ur/'segir Kristín Eva hæstánægð með kaupin.
„Mér fannst ómissandi að hafa þær
ekki með því ég panta rosalega mikið
af bókum á amazon.com. Eg get alveg
gleymt mér í bókabúðum og það er
nauðsynlegt fyrir mig að fylgjast vel
með hvað er að gerast í bransan-
um,"segir Kristín Eva bókaormur.
1 fp
r 1
[NÚNA ER MAUÐ AÐ FJÁRFESTAÍ/
ALMENNILEGUM HÆLUM, HELST
í EINHVERIUM FLOTTUM UT OG
AÐ SJALFSÖGÐU EKKIVERRA EF
ÞEIR ERU SVOKALLAÐIR „WED-
GES" (MEÐ FYLLTUM BOTNI).