Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2006, Síða 29
 RITSKOÐARINN Ritskoðarinn er ferskt og flott leikrit eftir Anthony Nielson, þann sama og gerði verkið Penetrator sem var hér á landi síð- asta sumar og vakti mikla athygli. Ritskoðarinn tekur á við- kvæmum málum á óvæginn hátt. Sýningar fara fram í hús- næði Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Grandagarði 8 en Stefán Hallur Stefánsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir fara með aðal- hlutverkin. LEIKHÚS FÖSTUDAGURINN 9 JÚNl GALDRASKYTTAN-DER FREISCOTZ Óperan Galdraskyttan-Der Freisciitz var frumsýnd í Þjóð- leikhúsinu fyrir viku og á laugardag er síðasta sýning. Þetta er samstarfsverkefni Sumaróperunnar, Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins, Dansleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík. FULLKOMIÐ BRÖÐKAUP Drepfýndinn og rómantískur farsi um brúðkaupsdag sem fer á annan endann. Vinsælasta sýning Leikfélags Akureyrar frá upphafi er nú komin í Borgarleikhúsið. Fuílkomið brúðkaup er frábærlega skrifaður gamanleikur, hraður, fullur af misskilningi, framhjáhaldi og ást. Hann er sýndur bæði klukkan 20 og 23. VILTUFINNAMILUÓN Ingibjörg er í miðjum klíðum við að undirbúa afmælisboð húsbónda síns, hins ljúfa endurskoðanda Haralds. Það er von á gestunum á hverri stundu og Ingibjörg er á nálum vegna þess að Haraldur er seinn. Þegar Haraldur kemur loks heim er hann breyttur maður. Hann hefur í misgripum tekið ranga tösku á pósthúsinu og innihaldið hefur möguleika á að breyta lífi hans á svipstundu. Sýnt í Borgarleikhúsi. GALDRASKYTTAN-DER FREISCOTZ Óperan Galdraskyttan-Der Freiscutz er sýnd í Þjóðleikhús- inu. Þetta er samstarfsverkefni Sumaróperunnar, Sinfómu- hljómsveitar unga fólksins, Dansleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík. FORSÝNING í HAFNARFIRÐI Forsýning á dansverkunum Rauðar liljur og No, he was white í Hafnarfjarðarleikhúsinu klukkan 20. DANSARARNIR FRUMSÝNA Dansverkin Rauðar liljur og No, he was white eru frumsýnd í Hafnarfjaröar- leikhúsinu. Rauðar liljur er nýtt verk eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. Eiríkur Orri Ólafsson og Kristín Valtýs- dóttir sjá um tónlist, Hildur Hafstein um búninga og út- lit og Gréta María Bergs- dóttir er dramatúrg. Dans- arar eru Saga Sigurðardótt- ir, Tanja Friðjónsdóttir og fleiri. No, he was white er sam- starfsverkefni leikara, dans- ara og tónlistarmanns frá fjórum löndum, og var unnið án leikstjóra og danshöfundar. Höfundar og þátttakendur eru Anne Tismer, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Rahel Salvoldelli og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. LITLA HRYLLINGSBUÐIN Litla hryllingsbúðin mætir aftur á svið íslensku óperunnar á laugardag. Leikararnir þykja fara á kostum í þessari kraft- miklu uppsetningu sem er að slá í gegn. Nokkur sæti eru laus á sýninguna. VILTU FINNA MILJÓN Einvalalið gamanleikara fer með aðalhlutverk í Viltu finna milljón í Borgarleikhúsinu. Ingibjörg undirbýr afmælisboð ljúfa húsbónda síns Haralds, og er á nálum vegna þess að hann er seinn. Þegar Haraldur kemur loks heim er hann breyttur maður. Hann hefur í misgripum tekið ranga tösku á pósthúsinu og innihaldið hefur möguleikann á að breyta lífi hans. Uppselt. SUNNUDAGURINN11JÚNÍ RITSKOÐARINN Ritskoðarinn er ferskt og flott leikrit eftir Anthony Nielson, þann sama og gerði verkið Penetrator sem var hér á landi síð- asta sumar og vakti mikla athygli. Ritskoðarinn tekur á við- kvæmum málum á óvæginn hátt. Sýningar fara ffam í hús- næði Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Grandagarði 8, en Stefán Hallur Stefánsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir fara með aðal- hlutverkin. LITLA HRYLLINGSBUDIN Sýnd í íslensku óperunni klukkan 19. Nokkur sæti eru laus á sýninguna, sem er að selja allt upp. VILTU FINNA MILUÓN Sýnt í Borgarleikhúsinu klukkan 20. DANSVERK í HAFNARFIRÐI Á sunnudagskvöld er þriðja og síðasta sýning á dansverkunum Rauðar liljur og No, he was white. Nánari upplýsingar er að fixma und- ir laugardeginum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.