Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 8

Símablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 8
Sveinbjörn Matthíasson. Ögmundur Jónasson. og veita síðan þeim málum brautargengi er það telur sanngjörn og á rökum reist. Þetta er ekki ævinlega þakklátt starf, því að sitt sýnist hverjum eins og gengur. En yf- irleitt hygg ég þó að þetta hafi tekist þannig að FÍS geti nú á áttatíu ára afmælinu litið yfir heillaríkan starfsferil. Ég gat þess fyrr í máli mínu að FIS hefði byrjað starfsferil sinn með verkfallshótun og hef það fyrir satt að forráðamenn félagsins gerðu þetta nauðugir og hefðu áreiðanlega kosið aðra lausn á deilumálum ef þess hefði verið kostur. En stjórnvöld neituðu að ræða við fulltrúa starfsmannafélagsins, svo félagið átti hendur sínar að verja. Verkföll eru nauðvörn en ekki tímaskekkja eins og sumir menn vilja halda fram. Sá hugsunarháttur að starfsmaðurinn sé aðeins hjól í stórri vél en ekki hugsandi vera er hættulegur. Við megum aldrei missa sjónar af virðingu fyrir manninum og að trúin á manngildið er ein af meginstoðum lýðræðisins þótt mönnum gangi misjafnlega að tileinka sér þann sann- leika og að samhugur og samvinna er undir- staða skilnings og gagnkvæms trausts. Við horfum til framtíðar og í dögun hins nýja tíma látum við hendur standa fram úr ermum í félagsmálum okkar og - sem góðir borgarar í því starfi að reisa við það í þjóð- félagi okkar sem hrunið kann að hafa í stormum hinnar líðandi nætur. Brot úr sögu FÍS Hér á eftir stiklar Sveinbjörn Matthíasson símamaður á stóru úr sögu símamanna, og fer hana í tímaröð frá 1915 til 27.2 1995 er hann flytur mál sitt í afmælishófi FÍS á Hótel Sögu. Þegar rifja á upp sögu Félags íslenskra símamanna kemur upp í huga manns sá fé- lagslegi grunnur sem slík hreyfing vex upp úr. í fyrsta lagi þá er maðurinn félagsvera og getur ekki þrifist einn. í öðru lagi var það eina leiðin til að tryggja fólki mannsæmandi kjör að bindast samtökum. Samtökin börðust fyrir umbótum í félags- málum, þróunin í iðnaði varð örari þar sem samtökin voru sterk, baráttan var erfið þeg- ar þrengingar voru. Þegar við bregðum upp mynd af sviðinu sem var umhverfis mennina sem ákváðu að bindast samtökum um kjör sín og tryggja fé- lagslega aðstöðu 1915,komum við inn í þann tíma þegar tækniöldin er í mótun: I Reykjavík var gasknúin götulýsing. Járnbraut lá um höfuðborgarsvæðið. Vírun- um fjölgar á staurunum. Islenskt athafnalíf 8 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.