Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 27

Símablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 27
Fréttir .. . Körfubolti í Stykkishólmi Dagana 28. og 29. des. 1994 var haldin firmakeppni í körfubolta á vegum körfu- knattleiksdeildar Snæfells í Stykkishólmi. Þar voru að sjálfsögðu mættir starfsmenn Pósts og síma í Stykkishólmi og von var á starfsmönnum Pósts og síma í Borgarnesi og á Akranesi. En veður eru válynd og þegar sameinað lið Stykkishólms, Borgarness og Akraness átti að hefja leik voru þeir enn ekki komnir. Nú voru góð ráð dýr því við vorum aðeins 4 en inná spila 5 menn í einu. í hálfleik vor- um við enn bara 4 og þeir ekki komnir svo við fengum lánaðan mann með okkur. Fyrir fram hafði enginn trú á því að við gætum unnið án snillinganna • frá Borgarnesi og Akranesi. Það er skemmst frá því að segja að við unnum þennan leik með 6 stigum. Þegar við vorum rétt búnir hringdi Beggi frá Akranesi og sagði að þeir hefðu þurft að snúa við vegna ófærðar, svo ekki gátum við búist við þeim. (Þeir hljóta að segja frá þess- ari svaðilför í blaðinu). Sömdum við nú við Magnús að vera með okkur áfram. Þegar upp var staðið höfðum við unnið alla leikina með nokkrum mun. Alls tóku 10 lið þátt og hlutum við 1. sæti. Fyrstir til að vinna meistarana í 2 ár, og er verið að finna bik- arnum stað í afgreiðslusal Pósts og síma í Stykkishólmi. Þátttökugjald í þessari keppni var kr. 12.000 og við höfum verið að reyna að fá Póst og síma til að styrkja okkur, en enginn virðist geta tekið ákvörðun um málið. Þeim málum þyrfti að kippa í liðinn svo þeir, sem hafa hug á að taka þátt í hinum ýmsu uppá- komum geti leitað til einhvers ákveðins að- ila innan fyrirtækisins. Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri: Jakob Þór, Magnús Kiddós, Jón Helgi (Jonny Weekend), Gummi, og Leifur. Með bestu kveðju, Leifur Þór Ingólfsson. Skólahátíð Árleg skólahátíð Póst og símaskólans var haldin 2. febrúar s.l. Alls sóttu 449 manns nám í skólanum. Prófskírteini fengu 21. Kennarar og próf- dómarar voru 51. Skólinn gefur út námsvísi fyrir þá sem hafa áhuga á námi í skólanum. SÍMABLAÐIÐ 27

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.