Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 24

Símablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 24
Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir frá Þjóðvaka sagð- ist hafa barist hart gegn einkavæðingu Pósts og síma. Ef breyta ætti stofnuninni í hlutafé- lag væri það aðeins fyrsta skrefið í átt að því að selja hana. Hún spurði til hvers ætti að selja Póst og síma þegar stofnunin hefði skilað 860 milljónum króna í ríkissjóð á síð- asta ári. Guðmundur Bjarnason frá Framsóknar- flokki sagðist ekki vera hræddur við að tala um ríkisrekstur. Ríkið ætti að sjá um ákveðna hluti sem snertu hagsmuni þjóðar- heildar og allir ættu að njóta sambærilegrar þjónustu. Guðmundur sagði að ekki gætu margir keypt og annast þjónustu Pósts og síma. Ástæða væri til að óttast að einokun- arfyrirtæki lenti í höndum einhverra sem ástæða væri til að treysta ver en ríkinu. Hann sagðist vilja kanna til hlítar hvort hlutafélagsbreyting gæti verið rétta leiðin. Össur Skarphéðinsson frá Alþýðuflokki sagði að Alþýðuflokkurinn legðist gegn einkavæðingu stofnunarinnar. Hann sagði einnig að það hefði verið Alþýðuflokkurinn sem kom í veg fyrir að Búnaðarbankinn yrði seldur á kjörtímabilinu sem nú er að líða. Össur minnti á að í svonefndum band- ormi veturinn 1991 segði m.a. : „Búnaðar- banka íslands verður breytt í hlutafélag í upphafi næsta árs (1992)“. Það varð ofaná vegna andstöðu afla innan Alþýðuflokksins að bankinn var ekki seldur. Hann sagði að flokkurinn vildi selja fyrirtæki á samkeppn- issviði en væri algerlega á móti því að selja fyrirtæki sem byggju við fákeppni eða ein- okunaraðstöðu líkt og orkufyrirtækin og Póstur og sími. Ögmundur Jónasson frá Alþýðubandalagi og óháðum sagði að þegar saga einkavæð- ingar væri skoðuð hefði ferlið mjög oft haf- ist á hlutafélagsbreytingum. íslensk síma- þjónusta væri vel rekin og einhver sú ódýr- asta í öllum heiminum. Hvers vegna ætti þá að gera stofnunina að hlutafélagi? Hann sagði að þegar stofnun væri komin í einka- eign hefði það alls staðar gerst að laun hefðu lækkað hjá almennum starfsmönnum og fólki verið fækkað og þar með þjónustan versnað. Ögmundur sagði að sú skylda hvfldi á þeim sem legðu til að rekstri Pósts og síma yrði breytt að sýna fram á hvað myndi breytast til hins betra. Eftir ræður fulltrúa framboðslistanna komu fram fyrirspurnir og athugasemdir m.a. varðandi það hvað það væri sem gerði rekstur Pósts og síma auðveldari sem hluta- félag. Þá væri það haft í huga að Alþingi hefði ekki tafið þegar stórar ákvarðanir hafa verið teknar, svo sem í þátttöku í lögn ljósleiðarastrengs yfir Atlantshafið. í þessari 24 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.