Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 31

Símablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 31
Lán út á nafnið Vestfirðingar höfðu fyrr á árum nokkra sérstöðu í nafngiftum. Vestfirðingurinn Dósóteus Tímóteusson vann sem línumaður í flokki Lúðvíks Nordgulen. Hann þurfti einu sinni að fá lán og fór með víxil í Út- vegsbankann. Þar var þá bankastjóri Pétur Benediktsson. Hann var þekktur fyrir at- hugasemdir kryddaðar kímni. Þegar kom að því að afgreiða víxil Dósó- teusar Tímóteussonar fannst hinum banka- stjórunum þetta hæpinn víxill, því maðurinn hefði ekkert veð. Þá sagði Pétur: „Útvegsbankinn hafnar ekki víxli með svona frábæru nafni“. - Og þar við sat. Heppinn skotmaður Margir góðir sögumenn hafa starfað hjá Pósti og síma. Þeim hefur oft tekist að hefja daginn upp úr grámollunni. Það hafa vinnu- félagar þeirra kunnað að meta eftir innræti hvers og eins. Hjá Símanum vinnur maður sem víða hef- ur komið og margt reynt og kann vel að segja frá. Af tæknilegum ástæðum verður ekki sagt frá nafni hans að sinni. Einu sinni var hann á skytteríi úti í Flóa. Hann var búinn að skjóta marga svartfugla. Allt í einu tekur hann eftir því að einn fugl- inn er farinn að flögra um bátinn. „Ég skaut á fuglinn og var svo heppinn“, sagði sögumaður, „að gatið eftir kúluna sem fór í gegnum fuglinn kom fyrir neðan sjó- línu var svo hreint að sjórinn sem kom inn um það kom í bunu sem stóð beint út fyrir borðstokkinn og ekki kom dropi í bátinn. SÍMABLAÐIÐ 31

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.