Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Qupperneq 16
Nylon-stúlkurnar við lendingu á Keflavíkurflugvelli fyrr i vikunm.
Nýkomnar heim eftir fi'na fyrstu viku á sölulistum Bretlands.
Stelpurnar í Nylon hafa heldur betur verið í sviðsljósinu frá því þær
skutust fram á sjónarsviðið í apríl árið 2004. Þær hafa náð skjótum
og glæstum frama hérlendis og eru nú komnar áleiðis í átt að heims-
frægð. (síðustu viku gáfu þær út sína fyrstu smáskífu í Bretlandi og
fór hún beint 129. sæti breska listans. Þær gera það gott í London en
þess má geta að Nylon er stytting á New York og London.
—I l 1
Fyrirtæki Einars Bárðarsonar - Concert -
auglýsti eftir ungum söngkonum á aldrinum
18-26 ára til þess að mæta í áheyrnarprufur á
Nordica hóteli þann 7. mars árið 2004.
Auglýsingarnar birtust í sjónvarpi og
blöðum og létu viðbrögðin ekki á sér
standa. „Við áttum von á viðbrögðum
en augljóslega eru þessar undirtektir
langt umfram það sem vonir stóðu til,“
sagði Einar Bárðarson á þeim tfma í við-
tali við DV.
„Á venjulegum degi fáum við svona
þtjú tíl tíu símtöl inn til okkar í gegnum
símanúmer Concert en eftir að við aug-
lýstum eftir söngkonum höfum við ekki
getað lagt niður tólið. En eins og fyrr
sagði brann símkerfið yfir enda engan
veginn búið undir álag af þessu tagi,“
sagði Einar þá, sveittur við símann.
NYLON SKAL BANDIÐ HEITfl
Um mánuði eftir prufurnar á Nordica
hóteli var nýtt stelpuband kynnt til sögunnar.
Bandið hafði fengið nafn og var skipað fjór-
um gullfallegum stúlkum. Þeim ölmu Guð-
mundsdóttur, Steinunni Þóru Camillu Sig-
urðardóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur og Emilíu
Björgu Óskarsdóttur. Alma kom úr Fjölbraut-
askólanum í Garðabæ en Steinunn og Klara
úr Verzlunarskólanum.
Emilía Björg fór þó ekki sömu leið og hin-
ar þrjár stúlkurnar inn í sveitina. „Það var al-
veg óvænt sem ég datt inn í þetta söngkonu-
dæmi. Nú síðarí hluta vetrar hef ég verið
meðal þátttakenda í sýningunni Lifi rokkið í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og einn dag-
inn kom Einar Bárðarson til að fylgjast með
æfingu. í framhaldi af því nefndi hann hvort
ég vildi vera ein
söngkvennanna
fjögurra sem hann
var að leita að,"
sagði Emilía í sínu
fyrsta blaðaviðtali
sem Nylonmær.
SJÓNVARPSÞÁTTUR Á SKJÁ EINUM
Fyrsta lag sveitarinnar var endurútgáfa af
laginu Lög unga fóls-
ins sem hljómsveitin
Unun gerði fyrst
frægt. Myndband
við lagið var sýnt á
öldum ljósvakans og
vakti strax mikla at-
hygli. Það var svo á
keppninni Ungfrú
Reykjavík sem
Nylon-flokkurinn
kom fram opinber-
lega í fyrsta skipti.
Klara Ósk söng þá
lagið Einhvers
staðar einhvern
tímann aftur og
var strax mikið
rætt hve fallega
rödd stúlkan hefði. í byrjun maí var svo til-
kynnt að fylgst yrði með göngu stúlknanna til
frægðar á Skjá Einum í sjónvarpsþætti sem
snérist eingöngu um ævintýri þeirra.
„Það er greinilega mikiÚ áhugi fyrir þessu
nýstofnaða stelpubandi enda eru þær gríðar-
lega hæfileikaríkar. Við höfum verið að leita að
skemmtilegu efni í sjónvarpsþátt fyrir sumarið
og þetta passar vel inn í það sem við erum að
leita að,“ sagði Magnús Ragnarsson, sjón-
varpsstjóri Skjás Eins á þeim tíma.
SKJÓTUR FRAMI
Sjónvarpsþáttur stúlknanna var feykivin-
sæll. Þá einna helst hjá yngstu kynslóðinni
sem gjörsamlega missti sig yfir þeim. Á17. júní
ferðuðust stúlkurnar um landið og sungu fyrir
krakkana og var það sem Bítíarnir væru komn-
ir í bæinn. Krakkarnir hlupu á eftir rútunni og
píkuskrækir ómuðu í átt að stúlkunum þegar
þær tóku lagið. Þær voru duglegar að senda
nýja smelli í útvarp og var það eins og við
manninn mælt. Allt sló í gegn sem þær sendu
frá sér.
NYLON-ÆÐI
Óhætt er að segja að Nylon-æði hafi gripið
um sig sumarið 2004. Það var ekki einungis
tónlistin og sjónvarpsþátturinn sem féll vel í
kramið hjá aðdáendum þeirra heldur var ýmis
varningur framleiddur. Fyrst voru það Nylon-
bolirnir sem urðu vinsælir meðal þeirra
yngstu en einnig hjá stálpaðri einstaklingum.
Tveir meðlimir hljómsveitarinnar Kung Fú
komu fram í slíkum bolum á balli á Akureyri
sumarið 2004. Um haustið var svo tílkynnt að
gefin yrði út bók um sumar stelpnanna og var
það Marta María Jónasdóttir sem var fengin til
þess að skrifa hana.
,Ætli ég hafi ekki verið valin til að sjá um
verkið því ég er stelpa og ekkert rosalega mik-
ið eldri en þær,“ sagði Marta María á þeim
tíma í samtali við DV. „Ég get sett mig í þeirra
spor og innst inni vonast maður náttúrlega til
þess að verða fimmta Nylon-stúlkan."
TIL L0ND0N í UPPTÖKUR
Eftir farsælt sumar hjá stúlkunum þar sem
hver smellurinn á fætur öðrum hafði slegið í
gegn boðaði umboðsmaður þeirra útgáfu
breiðskffu. Þeim var boðið að fara til London
og taka þar upp með einum reyndasta upp-
tökustjóra heims. Sá heitir Nigel Wright og
bauð hann stúlkunum að taka upp þrjú lög í
hljóðveri sínu, sem og þær þáðu. Platan
rokseldist og var áttunda söluhæsta platan í
jólaplötuflóðinu. Stúlkurnar héldu útgáfutón-
leika í Smáralind og þurfti að halda aukatón-
leika því aðsóknin var svo mikil.
ÁSTAMÁLIN TIL UMFJÖLLUNAR
Eftír annasamt ár boðaði Einar Bárðarson
rólegri tíma hjá Nylon-flokknum á nýju ári, ár-
inu 2005. „í fyrra var keyrt á 150, en í ár verður
æðibunugangurinn aðeins minnkaður, keyrt á
svona 110," sagði hann. Flokkurinn var ekki
eins mikið á ferðinni og áður en spilaði þó víða