Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.09.1966, Blaðsíða 1

Bræðrabandið - 01.09.1966, Blaðsíða 1
33 árg. Reykjavík, september 1966 9.tbl. HVAÐ HEFUR GERZT? Nú er rúmur mánuður liðinn síðan síðasta blað kom út. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerzt í starfinu sem hér skal greint frá í stuttum dráttum: Sumarnámskeiðið fór fram í Hlíöardalsskóla seimkvæmt áætlun 19-28. ágúst. Þátttaka var góð og svo var að sjá og heyra sem allir yndu sér hið bezta. Br. Poster frá Englandi flutti erindaflokk um kjarna Róm- verjabréfsins, einnig veitti hann fræðslu um persónulegt starf, gildi þess, möguleika þess og árangur. Pyrra sunnudegi mótsins var varið til ferðalags. Parið var um Rangárþing, Pljótshlíð og Eyjafjöll skoðuð, stanzað að Skógum undir Eyjafjöllum og hið merka byggðasafn skoðað. Veður var hið ékjósanlegasta og ferðin að öllu leyti ánægjuleg. Sumir þátttakendur mótsins höfðu ekki séð þessa staði áður. Kvenkennari frá skóla okkar í Austurríki heimsótti Hlíðardalsskóla meðan á mótinu stóð og gisti þar eina nótt. Sýndi hún litskuggamyndir frá hinu fagra heimalandi sínu. Voru þær óvenjulega falleg£ir og svo vel teknar að nokkrar þeirra gætu vafaleust talizt verðlaunamyndir. Kvöld eitt flutti Björn L.Jónsson læknir erindi umheilbrigt lif. Auglýst hafði verið að Str. Kristrún Jóhannsdóttir húsmæðraskóla- kennari annaðist fræðslu í þessari grein á mótinu. Vegna veikinda móður hennar varð það að falla niður og var ofangreindur læknir fenginn til að hlaupa 1 skarðið. Vakti erindi hans athygli og ánægju mótgesta. Á þriðjudagskvöldið kom dr. B.E.Seton, hinn nýkjörni ritari Norður-Evrópu deildarinnar. Aðalerindi hans hingað var að annast fræðslu á starfsmannafundi, sem hófst á miðvikudagskvöldinu og stóð yfir samhliða sumarnámskeiðinu fram á helgina. Starfsfólkið allt hafði verið boðað til þessa fundar. Kvöld og morgun samkomur hafði það sameiginlegar námskeiðsfólkinu en svo voru umræðu og fræðslu- fundir ætlaðir starfsfólkinu einu. Þóttu fundir þessir mjög gagnlegir. Hagnýt mál voru rædd af einurð og í góðum anda og spurningum svarað. Svo kom síðari helgin. Skólinn var þegar orðinn fullur af fólki, en þó kom allmargt gesta á samkomur hvíldardagsins. Hámark þess dags var síðdegissamkoma þar sem br. Sigfús Hallgrímsson var vígður sem

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.