Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Page 11
DV Sport FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 45 Átta liða úrvalsdeild karla í handbolta hefst í vikunni og fyrirfram er hægt að sjá fyrir sér mörg félög blanda sér af alvöru í baráttuna um titilinn. Það verður líka spennandi að sjá hvernig nýtt fyrirkomulag fer í hand- boltaáhugamenn. Mörg meistaraefni Hin nýja úrvalsdeild karla í handbolta fer af stað í næstu viku en aðeins átta félög eiga lið meðal þeirra bestu og fá 21 leik til þess að útkljá hvaða lið verður íslandsmeistari í handbolta árið 2007. Framarar unnu í fyrra, en það var í fyrsta sinn síðan 1990 sem ekki var leikið um íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni og Safa- mýrarpiltar eru til alls líklegir í upphafi nýrrar leiktíðar. Valsmenn stefna augljóslega á sinn fyrsta titil í 9 ár, Stjörnumenn hafa styrkt sig á „veika kantinum" og það má aldrei afskrifa Hauka sem eru alltaf sterkir. Eins verður fróðlegt að fýlgjast með hver hinna lið- anna koma til með að bíta frá sér en nýja fyrirkomulagið ætti að bjóða upp á marga jafna og spennandi leiki. Fram Haukar Framarar komu flestum á óvart í fyrravetur með því að verða íslands- meistarar í fyrsta sirm síðan 1972 en það er ljóst að starfsumhverfi Guð- mundar Guðmundssonar verður allt annað í vetur. Meistaravömin er alltaf erfið en það er þó ljóst á öllu að Safa- mýrarliðið ætlar sér að halda sér á toppnum enda hafa menn verið dug- legir að safiia leikmönnum. Framliðið missti vamartröllið Sverre lakobsson og markvörðinn Egidijus Petkevicius en hafa náð í öfluga leikmenn í þeirra stað. Þar munar mest um unglinga- landsliðsmennina Björgvin Pál Gúst- afsson (markvörður úr ÍBV), Andra Berg Haraldsson (leikstjómanda úr FH) og Einar Inga Hrafosson (línu- mann úr Aftureldingu). Spá DV Sport: 2. sœti Haukar héldu uppteknum hætti og misstu enn fleiri leikmenn úr gull- aldarliði sínu sem vann titilinn þrjú ár í röð ffá 2003 tii 2005. Að þessu sinni missir liðið landsliðsmarkvörðinn Birki ívar Guðmundsson til Þýska- lands og fyrrverandi fyrirliða sinn Halldór Ingólfsson til Noregs. Báðir em þetta miklir reynsluboltar og enn á ný þurfa Haukamenn að treysta á ungu strákana sína til þess að bera hit- ann og þungann af leik liðsins næsta vetur. Haukamir vom í 2. sæti í bæði deild og bikar á síðasta vetri og unnu að lokum deildarbikarinn. Frábær ár- angur en samt vonbrigði fyrir metn- aðarfulla Haukamenn sem em orðn- ir vanir góðu. Þeir þurfa ömgglega að lækka kröfumar talsvert í vetur. Spá DV Sport: 4. sœti Erfiður vetur? Guðmundur Guömundsson, þjálfari Fram, gerði frábæra hluti með liðið síðasta vetur. DV-mynd Vilhelm Valur Valsmenn hafa ekki orðið íslands- meistarar á þessari öld (unnu síð- ast 1998) og það er ljóst á öllu að Valsmenn hafa verið að safna sam- an íslandsmeistaraliði. Markús Máni Michaelsson er kominn heim á ný og liðið er komið með einn efiiileg- asta handboltamann landsins, Emi Hrafn Amarson, í skyttustöðuna hin- um megin. Valsmenn hafa fyrir unga og góða leikmenn í flestum öðmm stöðum og það er ekkert sem segir að þeir geti ekki farið alla leið í vetur. Valsmenn em heldur ekki að tjalda til einnar nætur því þessi leikmannahóp- ur gæti gefið félaginu margar gleði- stundir á næsm árum takist Oskari Bjama Óskarssyni vel upp með liðið. DV Sport telur að Valsliðið hafi allt til þess að Islandsmeistaratitillinn rati á ný upp á Hlíðarenda. Spá DVSport: 1. sœti Fyrsti titillinn í hús Patrekur Jóhannesson, fyrirliði Stjörnunnar, með bikarinn fyrir sigurinn Imeistarakeppninni. DV-mynd Vilhelm Fylkir Fylkismenn vom spútniklið síð- asta vetrar og Sigurður Valur Sveins- son gerði flotta hluti með liðið sem endaði í 4. sæti og fór alla leið í úrslita- leik deildabikarsins. Fylkismeim áttu leikmann ársins í Heimi Emi Áma- syni, sem bar uppi vamar- og sóknar- leik liðsins. Heimir er horfinn á braut sem og markahæsti leikmaður liðsins í fyrra Arnar Jón Agnarsson og í harðn- andi samkeppni í minni deild gæm Fylkismenn lent í erfiðleikum með að m ® m B i kii* 'kL Markús mættur Valsmenn verða griðarlega sterkirmeð Markús Mána Michaetsson l fararbroddi nýrra ieikmanna iiðsins. DV-mynd GVA fylgja eftir árangri síðasta vetrar. Brott- hvarf Heimis gæti verið það erfiðasta til að yfirstíga enda frábær leikmaður sem hentaði leikstíl liðsins einstaklega vel. Spá DV Sport: 8. sceti Stjarnan Stjaman fagnaði sínum fyrsta titli í 17 ár þegar liðið vann Hauka í bikar- úrslitaleiknum og ekkert lið lék betur um mitt mót. Slæm byrjun og meiðsla- hrjáður endir sá til þess að Garðbæing- ar náðu ekki nema 5. sætinu. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar spila með Stjömunni, markvörðurinn Rol- and Valur Eradze, Patrekur Jóhannes- son og stórslcyttan Tite Kalandaze og reynist nýi erlendi leikmaðurinn, Vol- odymyr Kysil, vel þá er aldrei að vita nema að.þessir fjórir sterku leikmenn verði hreinlega of stór biti fyrir and- stæðinga að kyngja. Meiðsli og fjarvera hjá þeim myndu að sama skapi spilla mikið fyrir og eins og staðan er í dag em einhverjir lykilmenn liðsins tæpir og það gæti reynst Stjömumönnum dýrt komist þeir ekki sem fyrst á ferðina. Spá DV Sport: 3. sœti Akureyri Bæjarslagur ICA og Þórs heyrir nú sögunni til og þess í stað tefla Akur- eyringar fram sameiginlegu liði í fyrsta sinn í mörg ár. KA-menn hafa ekld ver- ið neðar í mörg ár (6. sæti í fyrra) og Þórsliðið hafði gefið eftir í kjölfar at- hyglisverðs árangurs tfmabilin á und- an. Nú þurfa erkiíjendumir að standa saman og mestu gæti skipt hvemig gengur að fá Alaireyringa til að fjöl- menna á bak við nýja liðið lflct og þeir hafa gert á bak við KA og Þór undan- farin ár. Rúnar Sigtryggsson og Sævar Ámason þekkja vel til sinna liða, Þórs og KA, og ættu í sameiningu að geta búið til sterkt lið sem verðttr til alls lflc- legt haldi heimavöllurinn áfram velli en stuðningur við norðanliðið hefur oft verið þeirra áttundi maður inni á vellinum. Spá DV Sport: 5. sceti HK Litháinn Miglius Astrauskas er á sínu öðm ári með HK og að þessu sinni hefur hann fengið Gunnar Magnús- son sér til aðstoðar en Gunnar hefur þjálfað lið Vfldnga undanfarin tímabil. HK-liðið er spumingamerki, því lið- ið er nokkuð breytt frá síðasta tímabili og hefur fengið til sín mikið af ungum og lofandi strákum sem hefur kannski vantað aðeins upp á að sanna sig sem toppleikmenn í deildinni. Sigurgeir Ámi Ægisson er kominn frá FH, Ragn- ar Snær Njálsson frá KA og Gunnar tók síðan með sér homamennina Áma Bjöm Þórarinsson og Ragnar Hjalte- sted úr Vfldnni. Þá munar miklu um að hinn frábæri markvörður Egidijus Petkevicius mun standa í markinu. Spá DV Sport: 6. sceti ÍR ÍR-ingar mæta nú í fyrsta sinn í sex ár án liðsinnis Júlíusar Jónassonar sem hefur komið að liðinu sem spil- andi þjálfari, þjálfari og aðstoðarþjálf- ari undanfarin fimm ti'mabil. ÍR-ingar hafa líkt og Haukar misst mikið af leik- mönnum síðustu árin og hafa einn- ig farið þá leið að treysta á yngri leik- menn liðsins. Unglingastarf ÍR hefiir verið með miklum blóma og nú er Er- lendur ísfeld tekinn við sem þjálfari liðsins en hann hefur verið einn af að- almönnunum í unglingastarfi Breið- hyltinga síðasta áratuginn. ÍR-liðið á eftir að eiga erfitt og það hjálpar ekki að liðið er brothætt og eins og deild- in er í dag em engir auðveldir lefldr og það gæti orðið erfitt í Breiðholtinu byrji liðið illa. SpáDV Sport: 7. sceti ooj@dv.is BOLTINN I BEINNI VEISLUSALUR afmæli, steggir / gæsir og einkasamkvæi POOL & SNOKERr Jafnaseli og Hverfisgötu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.