Nýr Stormur


Nýr Stormur - 03.03.1967, Blaðsíða 6

Nýr Stormur - 03.03.1967, Blaðsíða 6
6 o o MANNKYNS Landnám í nýja heiminum SAGA S FÖSTUDAGUR 3. marz 1967 1611-1620 SPRENGJUTILRÆÐI VIÐ ENSKA ÞINGIÐ Konungurinn og þingmennirnir í lífshættu — Kjallarinn undir þinghúsinu hlaðinn púðri. Komið upp um samsærið í nafnlausu bréfi. London, 9. nóv. 1605 Teiknari blaðsins sýnir hér þátttakendurna í sprengitiiræðinu, sem átti að bana konunginum og öllum stjórnmálamönnunum. ^iiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiim.iiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiimiiiitiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiitimiiiiii,^' Faðir Don | Quixote látínn | ! Hinn spænski rithöfundur Cervantes Miguel de Ceraa- I I vantes Saarezlsa varð 69 ára gamall. </,iiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmii Tuttugu og sex kassar af púðri stóðu tilbúnir til spreng- ingar á kjallara þinghússins og sprengingin átti aS fara fram Plymouth, Nýja Englandi Ameríku, 26. des. 1620. Þann 16. september sigldi „Mayflower" frá Plymouth í Eng landi, með rúmlega 100 farþega um borð. sem allir voru af púrit ana sérírúarflokki. Þeir ætla sér að mynda nýlendu í hinni órækt uðu Ameríku og hafa gefið staðnum sama nafn og þeir eru # ættaðir frá í Englandi, það sem ' þeir hófu ferð sína yfir Atlants- ála. — Meðlimir safnaðarins flýðu fyrst frá Englandi yfir til „Mayflower", sem fluttl pílagrím- ana fil Ameríku. fyrir fimm dögum síðap, eða þann dag, sem þingið átti að koma saman undir forsæti kon- ungs. Einn af samsærismönn- Hollands, til að fá frið fyrir trúardeilum. Þar fengu þéir vinnu við vefnaðariðnaðinn. En þótt kjörin væru betri en í Englandi, þar sem trúardeilurn- ar eru allstaðar á oddinum þessi árin, var afkoma þeirra allt annað en glæsileg, svo að þeir ákváðu að gerast innflytjendur til Ameríku. Eftlr langa leit og samninga, tókst þeim að útvega tvö skip til fararinnar, á sæmilegum kjör- um, en það voru tvö smáskip, „Mayflower“ og „Speedwell". — Þegar til kom, reyndist „Speed- well ekki sjófært, svo að það komst aðeins til Sauthampton, þar sem flestir farþeganna fóru um borð í „Mayflower“. Ferðin tókst vel hina löngu leið, í góðu veðri og þótt skipið væri drekkhlaðið komst það heilu höldnu alla leið. Nú hefir söfnuðurinn hafist handa um að koma sér fyrir í hinu nýja föð- urlandi. Síðar munu sennilega fleiri úr söfnuðinum koma á eftir og menn búast við að innan tíðar verði komin stór evrópsk ný- lenda í Norður-Ameríku. unum kom upp um samsærið. Guy Fawkes var lagður á kvala- bekkinn og eftir miklar pynting ar leysti hann frá skjóðunni. Bakgrunnurinn fyrir samsær- inu eru trúarbragðadeilurnar á milli kaþólskra og mótmælenda. Á stjórnarárum Elizabetar höfðu mótmælendur meðvind í seglum, en kaþólskir settu allt traust sitt á ríkiserfingjann, Jakob I., sem tók við völdum fyr ir tveim árum síðan. Hann er sonur Maríu Stuart, sem Eliza- bet lét hálshöggva. Kaþólskir urðu hinsvegar fyr- ir vonbrigðum, því að Jakob I. lét and-kaþólskulögin vera á- fram í gildi. Hópur kaþólskra of- stækismanna hugðist því gera athlögu gegn krúnunni, til að ná þannig árangri. V Samsæri af pólitískum ástæðum. Forsprakki samsærismann- anna er eftir líkum að dæma, Robert Catesby, sem fékk frænda sinn, Robert Wright með í áætlanir sínar. í von um að ut- anaðkomandi áhrif gætu fengið konunginn og þingið til að milda and-kaþólsku lögin, sendi Catesby frænda sinn til Fland- ern til að hitta Juan de Valesco ambassador Spánar á Niðurlönd Frh. á bls. 7. Fótbolti London, september 1615 Ef menn hafa tvö mörk og einn bolta, geta þeir skemmt sér við nýtt spil, sem orðið er vinsælt — svokallaður fótbolti. Stærð leikvallarins fer eftir f jölda leikenda. Stundum er leik ið á sléttri grund, stundum í halla eða gömlum malargryfjum Nokkrum finnst Ieikurinn gróf- ur, vegna þess að þátttakendur lifa sig inn í leikinn af lífi og sál. y í rauninni er þettá vinsam- legur leikur fyrir karlmenn. Það kemur fyrir að menn reka sig á steina eða klöpp, en verra er að sumir hafa sérhæft sig í ýmis- konar hrekkjum, til að koma mótleikurum sínum úr leik. Það hefur stundum, hent, að leikmenn eru bornir af leikvang inum með brotinn háls eða út- limi, en flestir koma líttskadd- aðir úr leik. Það telst ekki til stórtíðinda, þó leikmenn fái glóðarauga, tannbrot, húðflettingu eða rif- bein bresti íþróttin krefst sinna fórna, en þó nokkru færri en hernaður- inn. Þrátt fyrir það er fremur sjaldgæft, að leikmenn séu born ir dauðir út af leikvanginum. Madrid, 23. apríl 1616 Ilinn frægi spænski rithöf- undur Cervantes lézt hér í borg- inni í dag, 69 ára gamall. Hann varð heimsfrægur af cinni bók, sögunni um hinn.vaska riddara Don Quixote a Lamanca og hans trúa þjóni, Sancho Panza. Bókin er háðrit, sem hæðist að hinum vinsælu riddararóm önum. Höfundurinn lætur einn af aðdáendum þessara sagna reyna sjálfan að upplifa löngu horfna tíma. Fátækur spánskur aöalsmað- ur, sem hefir drukkið í sig þessar sagnir, svo mjög að hann hefur fengið þær á heilann, fer af stað og lifir sem göfugur flökkuriddari. ' Þessi ruglaði aðalsmaður er fullur af hugmyndum um hvern ig heimurinn og mannfólkið eigi að vera og hann fer að berjast fyrir því góða og gegn óréttin- um, hjálpa þeim fátæku og sak lausu og hann mætir allstaðar harðrétti raunveruleikans, sem Cewantes hann skilur ekki hót í, því að lífið fyrir flökkuriddara er ekki eins auðvelt og í sögunum. Þegar Cervantes gaf út fyrri hluta bókarinnar fékk hann feikngóðar viðtökur og lofaði síðari helmingi hennar innan skamms. Það dróst þó svo lengi, að hann upplifði það, sem fæstir rithöfundar hafa orðið að þola: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiitiilifiiiiiiiiiiiv Annar gjörókunnur maður skrif aði síðari helming bókarinnar og fékk geysigóðar undirtektir. — Cervantes varð að sjálfsögðu bæði undrandi og reiður og skrif aði síðari helminginn,n við mik inn fögnuð aðdáenda Don Quix- ote. Þótt bókin sé háðrit, hefir hún þó alvarlegan bakgrunn. Heimurinn er fullur af því illa. Það er þörf fyrir flökkuriddara, sem prédika hið góða, dyggðir og skyldur. BIBLÍOÞÝÐING GUÐBRANDAR Hólum í Hjaltadal, 1584. Guðbrandur biskup Þorláks- son hefir þýtt biblíuna á ís- lenzka tungu og gefið hana út. Biblían er prentuð hér í prent- smiðjunni og bundin hér í vand að band. Biskupinn hefir sjálfur skorið bókahnúta, rósir og upphafs- stafi í tré og er það prentað í bókinni. Áður hafa einstaka bækur biblíunnar verið þýddar og eru helztir þýðenda þeir bisk uparnir Oddur Gottskálksson og Gizur Einarsson. Guðbrandur biskup hefir gefið út fleiri bækur og mun hafa í huga að halda því áfram. Þýðir hann bækurnar ýmist sjálfur, eða fær aðra til þess. Biskupinn er einnig mjög rögg- samur við að mennta presta sína, sem sumir eru varla bæna bókarfærir og hefir hann tekið upp strangan aga gagnvart prestum, sem margir hverjir vanda lítt lifnað sinn og breiti:*- CkristoptUTj/.^ Pílagrímarnir biðjast fyrir um borð í „Mayflower" áSur en þeir leggja af stað til Ameríku. Pílagrímar koma til nýja heimsins „Mayflower" komin til Nýja-Englantls í Ameríku með rúm- lega 100 farþega af púretönskum sértrúarflokki, sem ætla að stofna evrópska nýlendu.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.