Nýr Stormur - 03.03.1967, Blaðsíða 4
4
^RMUR
FÖSTUDAGUR 3. marz 1967
Leiðarahöfundar Morgun-
blaðsins ráða sér ekki fyrir
fögnuði yfir skýrslu, sem
„Framfara- og efnahagsstofn-
unin“ í París hefir birt um
efnahagsástand nokkurra með
limaríkja sinna, eins og það
er orðað. Þar kemur í ljós, að
fjárfesting er meiri á mann
á íslandi, en í nokkru öðru
meðlimaríki þessarar stofnun
ar. Þetta er ekki dónalegur
vitnisburður um dugnað Is-
lendinga og að sjálfsögðu slær
höfundur því föstu að þetta
sé hinni frábæru ríkisstjórn
Bjarna formanns að þakka.
Þar kemur og í ljós að
Bandaríkjamenn eru eyðslu-
samastir, næstir koma Kanada
menn og íslendingar. Þessi
lönd eru líka næst Bandaríkj
unum í þjóðarframleiðslu, en
síðan koma Svíþjóð og Sviss.
Væntanlega hækkar hagur
Sviss eitthvað þegar þeir fara
að framleiða ál á íslandi og
fer vel á því að þessi auðug-
ustu lönd heims hjálpi hvert
öðru.
Niðurstaðan er svo sú, að
undir stjórn Bjarna formanns
hafa orðið „glæsilegur árang-
ur“ og frekari „sannanna“
þurfi ekki við! Fólkið á ís-
' landi lifir við háþróuð kjör,
lofaður sé Bjarni formaður
og hugsanir hans og þjóðin
er orðin svo mótuð af hugs-
unum hans og dugnaði, að
hún hefir í rauninni farið
langt fram úr þessum þjóð-
um að tiltölu við mannfjölda
og ekki nóg með það. Vinnu-
semi og dugnaðurinn er svo
mikill, að hér á landi láta
menn sér ekki nægja þann
vinnutíma, sem fyrrnefndar
þjóðir eru að bauka við. Þar
er ekki unnið nema 40—44
stundir á viku — en á ís-
landi?
Það mun vera 192 klukku-
stundir í vikunni og hvern
fj.... sjálfan hefir líka fólk
að. gera við um 150 klukku-
stunda frí á viku! Ætli það sé
ekki nóg að það slæpist í 110
til 120 stundir viulega?
Auðvitað er þetta hin sanna
velmegun. Vinnan og gleði sú
er henni á að fylgja er hin
mikla fullnæging lífsins og
því ættu menn að vera að
neita sér um þessa fullnæg-
ingu.
Það er hlægileg fjarstæða
að vera „gugta“ við vinnu að-
eins í 8 tíma á dag svo að
maður tali nú ekki um, ef
það færi nú ofan í 40 stundir
á viku.
Það samrýmist ekki hugsun
um Bjarna formanns. Það er
því hámark ósvífninnar af leið
arahöfundinum, að taka það
ekki fram, sem þessari efna-
hagsstofnun láðist, að íslend-
irigar standa langtum framar
öllum þessum þjóðum í vinnu-
semi. Þeir geta nefnilega ekki
slitið sig frá vinnunni í allt
að 12—14 tíma á sólarhring!
Það skiptir auðvitað ekki
máli, að þótt afköstin séu eitt
hvað hlutfallslega minni en
hjá hinum þjóðunum pr. klst.
Það er hugsunarhátturinn
fyrst og fremst sem máli skipt
ir. Það er þessi „glæsilegi ár-
angur“ sem hugsanir Bjarna
formanns hafa skapað og þær
munu fleyta þjóðinni áfram
á vegi farsældar og heilla um
ókomin ár.
Hugsað hátt og byggja stórt!
Mikil var sú Guðs blessuð
mildi, að Sjálfstæðisflokkur-
inn skyldi ekki missa meiri-
hlutann í borgarstjórn 1 vor.
Hugsið ykkur ef bannsettir
kommúnistarnir og hálfkomm
únistarnir í framsókn hefðu
nú getað ráðið því, að bless-
að framfarafólkið í landinu
hefði nú ekki getað byggt sér
250 ferm. íbúðir, nema með
sérstöku leyfi. Geir borgar-
stjqri nær varla andanum fyr
ir klökkva, þegar hann hugs-
ar til þess, að þessar elsku-
legu fjölskyldur, sem væru
tilbúnar til að neita sér um
allt annað, til þess að koma
sér upp „viðunandi“ húsnæði,
væru hindraðar í slíku.
Þessir herjans Stalíns út-
sendarar eins og Einar Ágústs
son og Guðmundur Vigfússon
voga sér að ætla að fara að
setja höft á guðs útvalda fólk.
Nei, ó-ekkí. Það skal aldrei
verða!
Fossvogurinn okkar skal
sko aldrei verða neinn lúsa-
blesastaður. Það er nóg að
hafa kirkjugarðinn þarna,
lágkúrlegan o gsem minnir á
— jæja, við skulum sleppa
Hann er nú að verða full-
setinn og það verður að vera
eitthvað hinum meginn, sem
minnir á lífið, já á hið ljúfa
líf, er minnir á manndóm og
þor hins frjálsborna fólks,
sem kýs borgarstjórnarmeiri-
hlutann í Reykjavík, á hverju
sem gengur.
Ekki á öreigaskríl Guð-
mundar kommúnista, eða
sveitalubba Einars framsókn
armanns. Þetta má heldur
alls ekki minna á „hið ill-
ræmda fjárhagsráð“ segir
,,„Staksteina“ (gallsteina) höf
undurinn og stiklar nú heldur
betur á staksteinunum. Og
þeir eru venju fremur hál-
ir og egghvassir. Æ, það get-
ur stundúm verið svo erfitt
að vera ungur og hafa ekki les
ið sér til um það, sem liðið
er eða að vera gamall og
gleyminn og muna ekki
horfna dýrð: Þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn myndaði nýsköp
unarstjórnin^ árið 1946 og
stofnaði „hið illræmda fjár-
hagsráð.“
Þá hvæsti Framsóknardel-
arnir eins og grimmir kettir
að hinu nýskipaða Fjárhags-
ráði og formanni þess Magn-
úsi Jónssyni alþingismanni,
en kommúnistar, Alþýðuflokk
urinn og Sjálfstæðismenn
dönsuðu Óla skanz í kringum
þessa nýju Búkollu sína.
Það er engu líkar en að
greindarvísitala stjórnmála-
skriffinna Morgunblaðsins
hafi færst í öfugu hlutfalli við
vísitölu framfærslukostnaðar
á viðreisnartímabilinu.
ílla innrættur götustrákur!
Svo illa er nú komið fyrir
hinu virðulega Alþingi, að
fréttir þaðan vekja heldur
litla athygli. Þingfréttir dag-
blaðanna eru fremur dálka-
fyllir en fréttamatur og þeir
eru ekki ýkjamargir sem lesa
þær að staðaldri.
Það er þó ekki vegna þess
að þingmenn séu einhverjir
undirmálsmenn, síður en svo.
Hitt mun sönnu nær, að
stjórnmálaflokkarnir hafa í
raun og veru gert Alþingi á-
hrifalaust. Alþingi er í raun-
inni orðið að stofnun, sem
hefir því eina hlutverki að
gegna, að fylla út í ramma
lýðræðisskipulagsins og það
stjórnarform, sem við búum
við. Ráðum er ráðið UTAN
þingsalanna, en ekki innan.
Það eru ekki fyrst og fremst
núverandi stjórnarflokkar,
sem hafa komið þessari skip-
un á, heldur eru þar allir
flokkar samsekir um.
Þá heyrir til undantekn-
inga ef þingmenn snúa af sér
handjárn, sem hnýtt eru við
úlnlið forystumanna stjórn-
málaflokkanna.
Þingmennirnir afsala sér í
raun og veru þeim völdum,
sem kjósendur hafa fengið
þeim, um leið og þeir velja
fáðherra í ríkisstjórn og þeir
velja í rauninni ekki ráðherr-
ána nema að nafninu til. Það
eru innstu ráð flokkanna, sem
því ráða og þar ráða miklu
menn, sem ekki eiga einu
sinni sæti á þingi.
Það er því dálítið skemmti-
legt og ber alltof sjaldan við,
þegar þingmenn taka upp á
einhverju af sjálfsdáðum.
Þetta hefir nú borið við og
er Skúli Guðmundsson upp-
hafsmaðurinn að einhverri
skemmtilegustu deilu, sem
upp hefir komið í þingsölun-
um um langan aldur.
Skúli er einn af mikilhæf-
ustu mönnum þingsins. Hann
er fluggreindur, mikill bar-
áttumaður og ekki myrkur í
máli. Hann er góður hagyrð-
ingur og lætur fjúka 1 kviðl-
ingum. Húnvetningurinn kem
ur stundum upp í honum og
er hann þá ekkert lamb við
að leika. Alþingi missti svip,
þegar annar Húnvetningur
hvarf af þingi, en það var Jón
Pálmason. Hann hefði vafa-
laust stutt þennan sýslunga
sinn, því að Húnvetningar eru
yfirleitt ekki gefnir fyrir
prjál.
Það er sem sé fálkaorðan,
sem nú verður fyrir spjótum
Skúla. Þessi orða er að sjálf-
sögðu meinlaust grín og það
er þetta líka hjá Skúla.
Því skyldi fyrirfólkið í land
inu ekki mega dunda sér við
þennan hágóma, sem kostar
sáralítið. Því finnst svo ein-
staklega gaman að því að
hefja þetta utan á sig. Það er
svo sætt í selskap að hafa
orðu. Verðleikar skipta hvort
eð er ekki máli á íslandi leng
ur. Það gildir aðeins að vera
í vissum „kreds.“
En þessi skrípalæti Skúla
koma dálítið við hjartað í hé-
gómleikanum og landsfaðir-
inn verður að fara á stúfana
til að vernda fólkið sitt.
Og hann dembir á hinn
aldna þingmann sögunni um
refinn, sem ekki náði vínberj
unum, sætti sig við orðinn
hlut, með því að segja að þau
þæru súr.
Að sjálfsögðu veit landsfað-
irinn betur. Að hans áliti eru
þau ekki súr. Sjálfur er hann
heiðursdoktor og stendur að
baki Gylfa. Ekki er það þess
vegna að hann hefði ekki get-
að orðið doktor í lögum, en
hann hefir haft öðru að sinna.
Eitt sinn var landsþekktur
rithöfundur gerður að heið-
ursprófessor. Það var hlegið
um allt land. Hann henti titl-
inum, vegna fánýti hans. Það
gerir Bjarni formaður ekki.
Því ekki að heiðra ráðherra
frúrnar fyrir að vera rekkju
nautar manna sinna, hugsa
Framh. á 5. síðu
irá
Mjólkurhði Flfiamanna
Sellossi
fyrst um sinn verfinr
pessi osturaðeins
fðaniegur í
Osta-og smjðrbúffinn)
Snerrahraut 54
Osta-og smjnrsalan s.f.