Nýr Stormur - 03.03.1967, Blaðsíða 8
8
HlFiO*MUU
FÖSTUDAGUR 3. marz 1967
Þótt margt ömurlegt hafi
verið ritað um fégimd og á-
gengi manna við náunga sinn
og ótal bellibrögð til að hafa
fé af mönnum með svikum og
þjófnaði, er þó fátt ömurlegra
en þégar börn rífast um reitur
foreldra sinna, að þeim látn-
um.
Það er léleg manngerð, sem
leggur sig niður við að svíkja
systkini sín um arfahlut og
ásaelast meir en honum ber.
Um þetta eru þó fjöldamarg-
ar sagnir; slíkir atburðir hafa
orðið skáldum yrkisefni, er
þau reyna að lýsa hinum verri
eiginleikum mannsins.
Hitt er þó enn verra, er
böm ræna foreldra sína, eða
hafa út úr þeim fé, í þeim til-
gangi að verða á undan systk-
inum sínum og svíkja þannig
af þeim réttmætann arf.
Saga sú, er nú verður sögð,
lýsir einum siíkum manni, ef
mann skyldi kalla, sem gerði
sig sekan um óheyrilegan
fantaskap á föður sínum hel-
sjúkum.
Faðir þessa manns var
þekktur borgari hér í bæ, en
missti heilsu fyrir nokkmm
árum og er nú látinn. Eftir að
hann missti heilsuna, hélt dótt
ir hans áfram atvinnurekstri
hans og lét hann fylgjast með,
eftir mætti.
Hann átti þó erfitt um vik,
þar sem hann var lamaður og
gat hvorki hreyft sig eða mátti
mæla. Hann átti nokkurt
reiðufé í sparisjóðsbók og
mun dóttirin hafa fengið hjá
honum bókina eftir hendinni
og tekið út úr henni fé í
reksturinn og lagt inn í hana
eftir hendinni. Mun gamli
maðurinn á þann hátt hafa
fylgst með rekstrinum og mun
það hafa verið hon.um afþrey
ing í þungri legu.
Eitt sinn er dóttir hans kom
í heimsókn til hans, sá hún
að honum lá eitthvað sérstakt
á hjarta. Reyndist honum erf-
itt að gera sig skiljanlegan en
þó mun hún hafa komizt að
raun um að eitthvað væri það
í sambandi við sparisjóðsbók-
ina, sem hann hafði með hönd
um.
Er hún leitaði að sparisjóðs-
bókinni, þar sem hann var
vanur að geyma hana, var
hún horfin. Mun hún hafa
komist eftir því hjá gamla
manninum að bróður hennar
og sonur hans hefði komið í
heimsókn og tekið bókina. Við
nánari eftirgrennzlan kom í
ljós að það var rétt. í bókinni
var ailvæn upphæð, eða 480
þúsund krónur.
Hafði bróðirinn tekið alla
upphæðina út úr bókinni og
stungið í eigin vasa. Mun hann
síðan hafa leitað til lögfræð-
ings hér í borginni og sagt
honum frá verknaði sínum og
beðið hann ráða. Lögfræðing-
ingnum skýrði hann svo frá,
að hann hefði sjálfur átt þessa
peninga hjá föður sínum og
ekki er kunnugt um hvað lög
fræðingurinn ráðlagði honum.
Síðar kom systir ræningjans
að máli við lögfræðinginn og
skýrði honum frá málavöxt-
um og mun honum hafa fallið
allur ketill 1 eld.
Systirin og bróðir hennar
og ræningjans munu reyna
Frahald á 5. síðu
Er það rétt að leysa eigi „Vestfjarða-
Iúsina“ með því að Þorvaldur Garðar
eigi að fá Landsbankastjórastöðu í
staðinn fyrir þingsætið, þegar Pétur
Ben. fer í Seðlabankann til að taka
við yfirstjórn allra peningamála á ís-
landi?!!!
^uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiii 111111111111 miiiiiiiiiiiiiiiiiiui iii ii iiiiiiiiiu ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiifiiiiiiiiiiiiliiiniiuiiiityiliiiii,^
ÍSOTT FÓLK OG HREKKJALIMIRj
Grósserinn: — Af hverjn fáið
])ér yður ekki atvinnu, maður?
Sjáið mig, ég byrjaði fyrir inn-
an diskinn!
Hakkarinn: — Það voru aðrir
tímar þá. Nú eruð þér komnir
mcð stimpilkassa.
ALBERT ENGSTRÖM
ÝMSOM ÁTTUM
••s-K-i-iHi-tHtSsasiKHSssssssnássaK®!
Það nýjasta sem við höfum heyrt um
húsaleiguokrið, er að einbýlishús í Arnar-
hrauni er boðið til leigu fyrir litlar 15.000
— fimmtán þúsund krónur á mánuði —
og allt fyrirfram — eða 180.000 krónur!
Framtaksamur bifreiðakennari hefur tek-
ið sig til og hafið námskeið í meðferð bif-
reiða fyrir almenning. Þarna er um nýjung
að ræða á íslandi, sem vafalítið á erindi til
allra bifreiðaeigenda. Harðnandi sam-
keppni í bifreiðasölu, ætti að opna augu
umboðanna fyrir sölugildi slíks námskeiðs
fyrir sérhverja tegund bifreiða. — Það
mætti vel segja okkur, að til dæmis
Opelinn rynni út ef væntanlegum kaup
anda 'væri boðið upp á frítt námskeið í með-
ferð bifreiðarinnar. En þetta kostar pen-
ing — hagsýnin er ekki til staðar — og því
er vart að búast við slíkri þjónustu hér-
lendis.
Þær eru margvíslegar aðferðirnar, sem
hin einstöku bæjarfélög hafa til að afla
tekna. Ein sú sniðugasta, sem við höfum
heyrt, er frá Kópavogi. Þar er nýtekin til
starfa nætursala á benzíni o. fl. efst á
Kópavogshálsi. Svo hagar til, að bílastæði
eru ekki fyrir nema 2—3 bíla, en margir
vilja verzla um nætur í Kópavogi. Bílaeig-
endur hafa engin önnur ráð en að stanza
á þjóðveginum og bíða eftir að röðin kom
að þeim. Myndast þarna ástundum röð bíla
sem allir eru í órétti, því bannað er að
stanza þarna á veginum. Lögreglan í Kópa-
vogi hefur ærin verkefni við að kæra þessa
bifreiðaeigendur, enda hækkar óðum sjóð-
ur kaupstaðarins. Álitamál er, hvor græðir
meira, nætursölueigandinn eða bæjarsjóð-
ur fyrir sektir bíleiganda. — En víst er um
það, að nætursalan fær að starfa áfram,
enda borgar hún óbeint tvöfaldan skatt!
Þá hefur aflakóngur Hafnfirðinga á tog-
aranum Maí fengið gullið tækifæri frá ná-
grönnum okkar Englendingum. Þeir bjóða
honum þvílík kostakjör, að einna helzt minn
ir á kvikmyndastjörnukauptilboð. Þetta sýn
ir okkur, að fylgst er vel með því sem ger-
ist á íslandi, og erlendar þjóðir eru óspar-
ar á boð í afburðamenn. Merkilegt má þó
teljast, að enginn íslenzkur stjórnmálamað-
ur — eða fjármálasnillingur — skuli ekki
fá slík boð öðruhverju. Ekki höfum við
heyrt um eitt einasta. Þó má vel vera, að
yfirmenn Mafíunnar í USA hafi augastað
á bíssnesmönnum okkar, enda er Mafían
ekki fyrir að rjúka í blöðin undir slíkum
kringumstæðum.
Margt er skrítið í....
Er það satt, að Áki Jakobsson þafi í undirbúningi Óháð-
an framboðslista? Að Sigurður Magnússon í Kaupmanna-
samtökunum skipi annað sætið? Að Friðrik Jörgensen
verði boðið það þriðja? — Mun listinn stefna að: 1)
afnámi skattalögrcglunnar 2) banni við „guiri pressu“
3) eðlilegum viðskiptaháttum.