Framsóknarblaðið - 22.11.1946, Blaðsíða 2
2
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ
FRAMSÖKNARBLAÐIÐ
Útgejancli:
Framsóknarjélag Vestmannaeyja
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Sigurjón Sigurbjörnsson.
Loforð og efndir
A£ stjórnarplötunni frægu
hljómuðu þessi orð II. liður A.
„Það er meginstefna stjórnarinn-
ar að tryggja það að allir lands-
menn geti haft næga atvinnu
við sem arðbærastan atvinnu-
rekstur."
Hvernig helir þettá verið
efnt? Vel að því er snertir
heldsala. Enda fjölgaði þeim í
Reykjavík um 35 árið 1945
og eru nú orðnir þar 172. Um
þetta vitnar líka eitt stjórnar-
blaðanna sem stóð að loforðinu,
Þjóðviljinn, á þennan hátt:
„Fjöldi íslendinga hefir rakað
saman miljóna arði á örskömm-
um tíma án fyrirhafnar, með
verzlunarbraski, okri og prett-
um. Fjölmargir aðrir smærri
upphæðum, en langt fram úr
eðlilegum launum fyrir heiðar-
lega vinnu. Hér hefir allt laust
og fost gengið kaupum og sölu.
Trúin á kaupmennskuna hefir
orðið æðisti átrúnaður mikils
hluta íslendinga. Fjárplógsmað-
urinn, okrarinn og skattsvikar-
inn hafa verið leiddir í hásætið
hjá borgarastétt Reykjavíkur.
Stærsti svindlarinn er í hverju
samkvæmi mest dýrkaður“.
Ekki verður sagt að illa hafi
tekist að skapa þessum mönnum
arðbæra atvinnu.
En hvernig hefur tekizt að
tryggja öryggi þeirra sem stunda
aöalatvinnuveg þjóðarinnar sjáv-
arútveginn. Um það vitnar Vís-
ir á' þennan hátt:
Net erfiðleikanna dregst fast-
ar saman um atvinnuvegi og
fjármál landsmanna. Lánsstoln-
anirnar eru farnar að draga
saman seglin, jafnvel í sambandi
við útveginn. Margir, sem keypt
hafa dýra báta, eru í vanda
staddir og eiga jafnvel í erfið-
leikum með að greiða trygging-
argjöld skipanna. Enginn telur
sér fært að kaupa þá 35 báta/
sem avtinnumálaráðherra er að
láta smíða innanlands fyrir 10
þús. krónur tonnið fyrir reikn-
ing ríkissjóðs. Fisksalan til Bret-
lands er nærri stöðvuð. Enginn
Áskorun tekið
Framhald af 1. síðu.
ekki tekizt að hnekkja einum
einasta stafkrók í umræddri
grein, er hann þó svo barna-
legur að fara að heimta tilvitn-
anir úr Þjóðviljanum til enn
frekari sönnunar. Ur því hann
á þennan hátt, eins og mein-
lætamenn miðaldanna, heimtar
vöndinn á bert bakið, skal ég
láta það eftir honum.
í ársbyrjun 1940 var við-
skiptasamningur gjörður við
Breta, um hann sagði Þjóðvilj-
inn 25. jan. 1940:
„ U tanríkisverzlun íslands
sett undir leynilegt eftirlit
brezku rikisstjórnarinnar. 4 ís-
lendingar, sem Bretar treysta,
eiga að haja umsjón með út-
flutningnurn, til að hindra að
vörur komist til Þýzkalands. . .
veit hvernig verður hægt að
halda þorskveiðunum gangandi
á komandi vertíð. Allt á þetta
rót sína að rekja til sívaxandi
dýrtíðar se mnú stendur í 302
stigum.“
Landssamband útvegsmanna
hefir látið reikna útgerðarkostn-
að vélbáts og togara á næstu
vertíð og komst að þeirri nið-
urstöðu að reksturhalli á vélbát
yrði með sama fiskverði og í
fyrra kr. 74 þús. á vertíðinni.
Og togara 43 þús. í hverri veiði-
för. í ræðu sem flutt var af for-
manni landssamþands útgerðar-
mann kem|t hann svo að orði
að vegna vaxandi dýrtíðar sé
nú svo komið hag útgerðarinn-
ar að ekki sé fyrirsjáanlegt ann-
að en algjör stöðvun fiskiskipa-
flotans.
Þegar stjórnin var mynduð
1944 neituðu Framsóknarmenn
að taka þátt í stjórn nema þá
þegar yrðu gjörðar ráðstafanir
til þess að hefta dýrtíðina, þá
voru margir möguleikar til þess,
en Sjálfstæðismenn og kommún-
istar töldu engu fórnandi til
þeirrar viðleitni og allt gæti
gengið án þess.
Þá sagði Ól. Thors: „Hver
telur sig nú bæran um það að
reikna út í október 1944, hvaða
kauplækkun þarf til að ný fram-
leðislutæki beri sig á árinu 1946
eða hvort til þess þurfi yfirleitt
nokkra kauplækkun?"
Máske er Ólafur ,,bær“ um að
reikna það út nú, að minnsta
kosti getur hann reiknað það
rétt, að hann og félagar hans
hafa ekki reynst færir um að
standa við loforðið á „plötunni"
um að tryggja arðbæran at-
vinnurekstur fyrir útgerðar-
menn og sjómenn.
Valdhajarnir, sem Ijúga land-
ráðum uppá aðra, eru sjálfir
að fremja þau“.
Það voru landráð að dómi
Þjóðviljans að láta Nazista ekki
fá vörur.
Sama dag:
„Það virðisl líka hafa verið
opinbert leyndarmál í Bretlandi
að þessari nefnd vœri beinlinis
falið að vera Brelum til aðstoð-
ar með að birgja Bretland að
vörum og berjast með þvi gegn
kafbátum Þjóðverja".
28. janú^r 1940:
„Út úr vandrœðum ’þeim,
sem þjóðstjórnin' hefur sett Is-
land i með framferði sínu, er
aðeins ein leið: AÐ SAMN-
INGAR SÉU TAFARLAUST
TEKNIR UPP VIÐ ÞJÓÐ-
VERJA UM MYNDUN SÁMS-
KONAR NEFNDAR, SEM í
SÉ FULLTRÚI FRÁ ÞEIM,
því að sjálfsögðu er það hagur
fyrir okkur að nota samkeppni
sem er á milli stríðsaðilja um
vörur okkar, út i yztu cesar“.
Þjóðviljinn álítur ríkisstjórn-
ina hafa framið hið háskaleg-
asta verk með samkomulagnu
við brezku stjórnina. Þess vegna
verði þjóðin að taka ítaumana
og eyðileggja afleiðingarnar a£
þessu glaþræði með því að gera
samning við Þjóðverja líka.
Svona er nú baráttan hjá
kommúnistum gegn nazisman-
um í janúar 1940.
í janúar 1941 er tónnin þessi
í sambandi við setuliðsvinnuna.
Þjóðviljinn 31. jan. 1941:
„Það er óscemilegt, að láta
verkamenn ganga atvinnulausa
eða vinna verk, sem engum er
til gagns. Hagnýting vinnuafls-
ins hefur verið framkvcemd á
glœpsamlegan hátt. Út um allt
land gaufa verkamenn okkar
við að klöngra upp kofum sér
og öllum heiðarlegum mönn-
um (helztu menn þjóðstjórnar-
innar auðvilað undanskildir)
iil ömunar. Ekkert handtalt,
sem unnið er fyrir brezka inn-
rásarherinn, er þjóðinni i hag.
,Ef slik hagnýting vinnuaflsins
er ekki glceþsamleg. þá er alveg
óþarfi að vera að burðast með
það orð i isl. orðabókum".
Það kom fljótt annað hljóð
í strokkinn, þegar Rússar voru
komnir í stríðið, þá þótti allt
vangert sem áður var um of.
Þjóðviljinn 19. maí 1942:
„Þeir, sem harnast nú gegn
landvarnarvinnunni á íslandi
eru að vinna í þágu Quislings
og Hitlers".
ÞANNIG DÆMDU ÖFGA-
MENNIRNIR SÍNA EIGIN
FRAMK.OMU.
Nazistar vonuðu, að þeir gætu
tept siglingar til Englands með
grimdarárásum á fiskilutninga-
skipin (Fróði, Pétursey, Reykja-
borg). íslendingar áttu mikinn
þátt í því, að þeim tókst ekki
að sigra England með þessum
hætti: En þegar verst horfði áttu
nazistar hér talsmenn.
Þjóðviljinn t6. marz 1941:
„Það kemur ekki til nokk-
urra mála að teggja lif sjó-
mannanna i þá hcettu, sern
samfara er þvi að halda áfram
að flylja fisk til Englands á
sama hátl og verið hefur, og
það er fjarstœða að hœtta þýð-
ingarmestu framleiðslutœkjum
þjóðarinnar, togurunum og linu
veiðunmum, á þann hátt, sem
gert er með þessu móti.“
19. marz 1941:
„Það verður að banna togur-
unum að sigla út“.
2. apríl 1941 í grein eftir
ísleifHögnason þáverandi upp-
bótarþingmann Vestmannaeyja:
„Tii athugunar er hér sett
fram tillaga um að gera út ís-
lenzka togaraflolann, allan eða
nokkurn hluta hans, til að veiða
á fiskimiðum Nýfundnalands,
með bœkistöðvum í ameriskum
höfnum.“
Rúmsins vegna verður hér að
láta staðar numið, en ef Eyja-
blaðið óskar þess, mun fram-
hald koma í næsta blaði.
Neistar
Eftir því, sem bezt verður vit-
að, er engin von til þess að
flutt verði til landsins neitt af
nýjum ávöxtum fyrir tiæst. ujól.
Mun enginn gjaldeyrir til þeirra
kaujta. Mun eini glaðningurinn
sem stjórnin ætlar landsfólkinu
verða brennivínið því á þeim
innflutningi er engin stöðvun.
Enda sagði P. M. líka í fjárlaga-
ræðu sinni að þar sem . gjöra
mætti ráð fyrir vaxairdi áfengis-
sölu síðustu mánuði ársins væri
fyllilega réttmætt að áætla á-
fengisgróðann 36 miljónir. Vit-
að er að ávaxtauppskera á Spáni
var svo niikil í surnar aðslíks
eru fá dæmi. En ætli vínið verði
ekki látið sitja í fyrirrúmi.
*
Nokkuð hefur borið á því að
menn hafi undrast að enginn
hinna óbreyttu verkamanna við
flugvöllinn liafi verið boðinn
til vígsluhátíðarinnar. Sérstak-
1 lega þar sem fulltrúar verka-
manna stóðu fyrir hófinu. Og
ekki hafði Eyjablaðið fyrir því,
að bera þeith hin loflegu um-
mæli danska verkfræðingsins,
sem eru þó meira virði en einn
góður miðdagsverður.