Framsóknarblaðið - 22.11.1946, Blaðsíða 1
ÍJtgef saiBíll: ' Framsóknarflokkurinn í Vesísnannaeyjum
9. árgangur.
Vestmannaeyjum 22. nóv. 1946
10. tölublað
Flugvöllunnn
Þegar þrælar Hjörleiis leit-
uðu sér hælis í Eyjum í byrj-
un landsnámsaldar, var það aí
þeim ástæðum að þeir þóttust
hér irekar falizt geta efthieit-
ar mönnum en á meginlandinu.
Svo hefur jafnan þótt síðan að
þeir sem hér búa væru meir að-
skildir umheiminum en 'aðrir
landsmenn. '
Einangrun eyverja héist að
mestu óbreytt næstu þúsund ár.
Þeir höfðu aðeins eina leið til
sambands við samlandana, sjó-
leiðina, sem þó notaðist miður
vel vegna hafnleysis næstu
stranda. Seint á síðustu öld þeg-
ar reglubundnar póstskipaferð-
ir hófust, fóru skip þessi aðhafa
hér viðkomu. En þó voru póst-
samgöngur það slæmar fram yfir
síðustu aldmót að notast varð
stundum við þá frumstæðu að-
ferð að senda póst í flöskum
og láta undir hendingu komið
hvort til skila kom. Fyrst 1911
þegar sæsími var lagður hingað
komust Eyjarnar í skeytasam-
band við land. Þá 'fyrst var liin
þúsund árá einangrun rol'in.
Hægt var að tala og senda
skeyti, en flutningsörðugleik-
arnir breyttust lítið. 10 til 20
klst. sjóvolk á misjöfnum far-
kosti var eiua lausnin fyrir þá,
sem í'ara vildu til meginlands-
ins. Nú 35 árum eftir að sím-
inn var lagður hefst nýr álangi
sem eins og símalagningin heíir
gjörbyltingu í lönmeð sér. Flug-
völlur, sení nothæíur er í aðal-
vindátium i'yrir allar stærðir
landflugvéia sem íslendingar
eiga nú, er tekinn í notkun.
Með þessu mannvirki má segja
að þraisófti einangrunar sé út-
^áégur ger úr Vestmannaeyjum.
Hinn 13. þ. m. var flugvöll-
urinn afhentur sem lullgjörð-
Ur af hendi verktaka, Höjgaard
& Schultz, hafði verkið staðið
yiir um ei'tt ár. Völlurinn. er
48000 fermetrar að, flatarmáli
°g kostar með landakaupum og
Vegarirjörðum 1700000,00 kr. Þó
er eftir eð reysa skýli fyrir af-
greiðslu og stjórnturn fyrir
gæslumenn.
I sambandi við afhendingu
flugvallarins bauð bæjarstjórn
til miðdegisverðar í Samkomu-
húsi Vestmannaeyja. Mættu þar
úr Reykjavík: Jóhann Þ. Jósefs-
son alþingismaður, Erling Ell-
ingsen flugmálastjóri, ásamt full-
trúa sínum Sig. Jónssyni, Guð-
mundur Hlíðdal póst- og síma-
málastjóri, Axel Sveinsson vita-
málastjóri, frá Tberesía Guð-
mundsson veðurfstofustj., Bryn-
jólfur Bjarnason ráðherra, verk-
fræðingarnir Langvad og Öster-
gaard og fréttamenn dagblað-
anna. Af Eyjamönnum voru
auk bæjarstjórnar forstöðum.
ríkis og bæjarstofnana auk
fréttamanna útvarps og blaða.
Margar ræður voru fluttar
og luku allir lofsorði á mann-
virkið og þá möguleika sem
það skapar. Ur ræðum þessum
eru tvö atriði sem ég tel at-
hyglisverð. Hið fyrra er, að
Halldór Guðjónsson benti á,
þá nauðsyn að miða fluglerðir
héðari ekki svo sérsta'klega við
Reykjavík, þar sem veðurlag
er oft mjög ólíkt því sem hér
er, heldur alveg eins við flug-
völlinn á Hellu sem væri, hvað
veðurfar snertir skyldari Vest-
mannaeyjum. £n hæfilegur akst-
ur í bifreið væri Vestmanna-
eyingum_ ekki móti skapi. Með
báða þessa lendngarstaði í huga
myndi flugferðirnar notast bezt.
Hitt atriðið engu ómerkara
var sá vitnisburður sem verkfr.
Östergaard gaf verkamönnum
þeim sem við flugvöllinn hafa
unnið. Sagði hann þá hafa ver-
ið þá beztu verkamenn sem
hann hefði haft undir sinni
stjórn hér á landi, og gagn-
stætt því, sem víðast hefði verið,
hefði hann getað verið áhyggju-
laus um ástundun og afköst
verkamanna sinna hér. Taldi
hann ástæðuna þá að vegna ein-
angrunar hefði ómenning sú er
vinnusvik síðustu ára hefðu
ræktað, ekki náð að festa hér
rætur, og vonaði að bættar sam-
göngur yrðu ekki til þess að
spilla íbúunum að þessu leyti.
Hafi svo allir þökk, se mað
framgangi málsihs hafa unnið.
Flugvöllurinn er feiigum, og
hann er einskonar andlegt verð-
mæti, sem aldrei verður frá okk-
ur tekið, hvað sem framtíðin
annars ber í skauti sínu.
Áskorun tektð
Sannleikanum verð'ur hver
sárreiðastur segir máltækið og
saunast það á ritstjóra Eyja-
blaðsins. Hef'ir hann fyllst tuga-
áesingi yfir því, að Framsóknar-
blaðið, að gefnu tilefni minntist
nokkrum orðum á framkomu
kommúnista fyrstu stríðsárin
gegn Bretum og bandamönnum
þeirra. Þau árin seni vináttu-
samningurinn við Hitler var í
giídi, og þeir af þefvísi sinni
töldu það Rússum þóknanlegt
að fjandskaþast við Breta. I
grein Framsóknarbiaðsins eru
þessi fjögur meginatriði:
1. Kommúnistar töldu 25
ára vináttusamning Rússa við
Hitler eðlilegan og rétta línu.
2. K.ommúnistar heimtuðu
að íslehdingar birgðu nazista að
vörum eftir að þeir höfðu hafið
ái'ásarstríð.
%. Kommúnistar sendu út
dreyfibrél' til setuliðs Breta í
þeim tilgangi að slæva eggjar
liðsins.
4. Kommúnistar beyttu mál-
gagni sínu, Þióðviljanum, svo
hatramlega til varnar málstað
nazista, að banna varð bjaðið og
flytja ritstjórana í tlegð.
Engu þessara atriða reynir
Eyjablaðið að mótmæla, en gjör-
ir tilraun til þess að verja það,
að Rússar sömdu ekki við Breta,
og tekst það heldur illa, sem
von ér tif.
Reynir blaðið að afsaka
samninginn við Hitler með því
að ekki hafi verið hægt að
semja vð Breta vegna þess að
þeir vildu ekki gefa samþykki
sitt til þess að Rússar mættu
vaða með her inn í Pólland ef
Þjóðverjar hæfu ófrið á ein-
hverjum vígstöðvum. „Nei, ekki
um að tala" segir Eyjablaðið og
er mjög hneykslað yfir þessari
afstöðu. Hefðu Bretar samþykkt
slíka ósvinnu hefðu þeir þar
með tekið upp siðfræði Naz-
ista um að virða að engu rétt
frjálsrar þjóðar, en hafa frelsi
hennar að verzlunarvöru í
þjónustu hagsmuna sinna. Þessu
var því hafnað af þeirra hálfu.
Hitler flökraði aftur á móti
ekki við svona lítilræði og þar
voru báðir sama sinnis, því á-
rásin á Finnland og innfimun
Eystrasaltsríkjanna sýnir eins
ljóst og frekast er unnt virðing-
arleysi Rússa fyrir rétti smá-
þjóða, og sýnir þetta meðal ann-
ars skyldleikann hjá þessum
tveim stefnum. Önnur afsökun-
in er sú, að einhver íslending-
ur hafi sagt, að Sæmundur fróði
hafi oftar en einu sinni samið
við Köls'ka þegar hann hafði hag
af því. Sjá nú flestir skynbauir
menn, hverskonar rök svona til-
vitnun er.
Þó Eyjablaðið eigi við það, að
Stalín h'afi verið Sæmundur
fróði, þá er það ósannað, að
Rússar hafi haft hagnað af
samningnum. Því hefur ekki
verið mótmælt, að samningur-
inn hafi komið strtðinu af stað,
og ennþá er ekki hægt að segja
að Rússar hafi grætt á því. En
el Stalin heldur áfram að leika
hlutverk sæmundar, þá fer
maður að skilja hið dularfulla
vald, sem hann hefur yfir ís-
lenzku kommúnistunum, sem
minna ekki ósjaldan á þá púka,
sem Sæmundur í Odda hafði
til að vinna ýmis óþverrastörf,
þeim til lítilla nytja.
Um það að einhver þing-
maður hafi viljað taka Hitler
að einhverju leyti til fyrirmynd-
ar, er mér ekki kunnugt, en
Eyjablaðið virðist vita á því full
skil og þarf þá ekki á fræðslu
að haida i því efni.
Þó ritstjóra Eyjablaðsins hafi
Framhald á 2 síðu.