Framsóknarblaðið - 22.11.1946, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 22.11.1946, Blaðsíða 3
''KAáíSÓKNARBLAÐIÐ s Saga Vestmannaeyja Neistar K-ommúnistar héldu hátíð sína 7. nóvember í Alþýðuhús- inu og sýndu myndina Stalin grimmi. Þátttaka var svo lítil, að í dansinnm tóku ekki þátt r>erna 12—15 manns. Sýnir þetta bezt hið geysilega iylgishrun lijá ^ommúnistum, því 7. nóv. 1945 höfðu þeir fullt liús, eða því Sem næst. * brautin segir að skrif Frant- sóknarblaðsins um kolin séu ölekkingar einar. Hvað er blekk- 'ng? Það er að telja fólki trú um eitt eða annað sé öðruvísi en það raunverulega er. Það sem Framsóknarblaðið sagði um óstandið í kolaverzluninni var þetta: Veturinn er að byrja, kyrgðir almennings eru engar °f kolum. Hér eru engin kol iáanleg, nema blautur salli, sem þó kostar fullt verð. Einstakl- ingar eru farnir að kaupa kol °g koks i'rá Reykjavík. Bæjar- öúar vita að þetta er sannleik- ■Urinn í málinu. Ög Páll blekk- ir engan nema sjálfan sig, er hann vill gefa í skyn að þessu sé öðruvísi varið. Þó Páll segi aö bærinn geri sér vonir um að hi kol ef samningar takizt við ^ólland mun það engan blekkja, se'n til þekkir. En lítt munu hæjarbúar halda á sér hita í skammdeginu, við þær vonir. * í sumar skýrði Páll Þorbjörns- sön frá því í viðtali við Alþýðu- blaðið að Vestmannaeyjabær >'efði „hafið byggingu" á miklu vörugeymsluhúsi á Básaskers- hryggju. E nginn annar bæjar- 'naður hefur komði auga á þessa byggingu. Trúlega getur l’áll stundum séð tvo hluti, þar setn aðrir sjá ekki nema einn. En að hann sjái stórhýsi þar sent ekkert er nema malborin "Ppfylling, er ótrúlegt. * Samkvæmt lögum ber að láta fram fara skráningu atvinnu- leysingja 4 sinnum á ári nú síð- ast 1. nóv. F.kki hefir borið á Kí að núverandi bæjarstjórn •'afi auglýst slíka skráningu, nú e'Ö;i áður. Minnast menn þó þess að hér fyrr á árum gengu þeir allríkt eftir þessu og jafn- vel smöluðu rnönnum til slfkrar skráningar. Hvað veldur þessari deyfð? * Fyrir tveim árum var stofriuð stjórn, sem hafði það höfuð- hlutverk að endurreysa atvinnu- Vegina. Nýsköpunarstj. Fyrst átti endurreysa sjávarútveginn. ^Ear innistæður þjóðarinnar Voru í höndum þessarar stjórn- Olíkt höfumst við að Á Alþýðusambandsþing það er nú situr hafa komið fulltrúar verkalýðsins á norðurlöndum. í blaðaviðtölum hafa þeir skýrt frá afstöðu verkalýðsins í lönd- um sínum til kaupgjalds og dýr- tíðarmála. Norski fulltrúinn Al- fred Skar segir: „Dýrtíðin er ekki mikil hjá okkur. Vísitalan 160 stig miðað við 100 stig fyrir stríð. Við í verkalýðshreyfingunni höfum komið Alþýðuflokknum til valda og milli okkar er fullkom- ið samstarf. Við gætum hækkað kaup verkalýðsins upp úr öllu valdi el við vilduin, en við vildum það ekki, af því við viljum ekki kalla yfir okkur dýrtíð og lággengi. Við þekkjum það nefnilega af reynslunni hvaða áhrif það hefur að spenna bogann svo hátt með upp- sprengdu vöruverði og kaup- hækkunum, að hrunið hlaut að koma og það dundi yfir. Þá var verkalýðurinn leiddur út í alls konar verkfallsæfintýrL sem næstum því eyðilagði samtök hans. Þá hrapaði félagatala okk- ar úr 170 þúsund niður í 90 þús- und. Nú förum við að öllu gætilega.“ Sænski fulltruinn Albin Lind segir: „Helztu verk- efni okkar nú eru í fyrsta lagi að sporna við dýrtíð og lággengi. Það mun eiga eftir að sýna sig að stefna sú sem leiðtogar íslenzka verkalýðsins hafa tekið, og er gagnstæð starfsháttum Norðmanna og Svía á eftir að hefna’sín. Þeir hafa tekið hönd- um saman við braskara, sem er eina stéttin sem græðir á verð- bólgu, og fórnað hagsmunum verkamanna á altari þeirra. Verðbólgan hefir etið upp til agna allar kauphækkanir og kjarabætur. Þegar atvinnan svo minnkar verða það veykamenn- irnir, sem fyrir skammsýni leið- toga sinna, hreppa hörðust kjör. ar. Ríflegar tekjur tveggja ára hafa líka verið til ráðstöfunar og verið eytt. En nákvæmlega eftir 24 mánuði kemur stjórnin með neyðarkall til almennings og seg- ir: Allt er í kalda koli vegna peningaleysis, komi nú hver með sinn sjóvettling og losi í hítina svo hægt verði að hefja viðreysn sem segir sex. Það er von að margur spyrji ef litla viðreysn var lvægt að gera fyrir eitt þúsund milljónir hvað mun- ar þá um aurana mína? Út er komin Saga Vestmanna- eyja eftir Sigfús M. Johnsen bæjarfógeta, rnikið rit í tveim bindum. Er þar að finna mik- inn fróðleik um sögu eyjanna frá öndverðu enda heimildum safnað víða að, eins og ítarleg heimildaskrá ber með sér. í sögunni er mikið af mynd- um. Eðlilegast hefði verið, að .auk mynda úr atvinnulífinu, sem sýndu þróunina, og mynda af gömlum Vestmannaeyingum, eftir því sem til náðist, hefðu aðeins verið myndir af þeim mönnum og konum, sem með störfum sínum i þágu atvinnu- lífs og félagsmála, koma við sög- una. Og svo rnyndir af em- bættismönnum sýslu, bæjarfélags og ríkis, sem hér hafa starfað uin legri tínta. Af fólki, sem vafalaust er í þessum flokki og ekki eru myndir af í bókinni, vil ég nefna: Jón Magnússon sýslu- mann, Magnús Jónsson sýslu mann, Karl Einarsson bæjarfó- geta, Kristján Linnet bæjarfó- geta, frú Jóhönnu Linnet, Pál Bjarnason skólastjóra, Magnús Stefánsson skáld, Pál V. G. Kolka læknir, frú Guðbjörgu Kolka (sem í bókinni er nefnd Bjcirg) Sigurð Sigurðsson skáld, frú Önnu Pálsdóttur, frú Sylvíu Guðmuridsdóttur, sára Sigurjón Árnason, Jóh. Gunnar Ólafsson bæjarstjóra, Kristinn Ólafsson bæjarstjóra, Sigurbjörn Sveins- son skáld, Ágúst Árnason kann- ara, Jón Sighvatsson bóksala, Jón Sverrisson, Jón Einarsson Gjábakka, Jónatan Jónsson vita- vörð svo nokkrir séu nefndir. Aftur á móti eru í ritinu mynd- ir af fjölda fólks, sem hvergi er þar að neinu getið enda ekki tilefni til. Virðist því val mynd- anna hafa verið af meira handa- hófi en æskilegt liefði verið. Frágangur bókarinnar er að öðru leyti góður, band sæmilegt eftir því, sem nú gerist, og verð ekki úr hófi fram. Mun því margur verða til þess að eignast bókina. S.S. TILKYNNING um verðflokkun mnaðorfæðis. I. verðflokkur. » L Þar kemur aðeins fæði ó viðurkenndum veitingahúsum. 2. Fæði skal vera að gæðum 1. fl. oð óliti fagmanna. 3. Það sem veitt er skal vera: Morgunverður: kaffi-te-caco- brauð-smjör-ostur-óvaxtamauk-hafragrautur m- mjólk. HódegisverS- ur: tveir réttir og kaffi, nema ó sunnudgötim komi til viðbótar eftir- matur, svo og ó öðrum helgidögum. Eftirmiðdagskaffi: kaffi-te, brauð og kökur óskammtað. Kvöldverður: einn heitur réttur, brauð smjr, og minnst 10 óleggs tegundir. 4. Miðað er við að eingöngu sé notað smjör með brauði. * 5. Þó er miðað við að fæðiskaupendur skili öllum skömmtunar- seðlum sínum afdróttarlaust. II. verðflokkur. 1 Þessi flokkur skal aðeins miðast við opinbera matsölustaði og veitingastoði. 2. Þar er ekki krafist smjörs og ekki fleiri en 5 óleggstegunda og ekki eftirmatar. Að öðru leyti eru sömu kröfur og til fyrsta flokks. III verSflokkur. Þar undir fellur heimilisfæSi og fæSi ó matsölum og veitinga- stöSum, sem ekki fullnægja skilyrSum hinna -flokkanna. VERÐLAGSSTJÓRINN.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.