Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1970, Blaðsíða 37

Freyr - 01.05.1970, Blaðsíða 37
ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR: Hitafar á íslandi Úr erindi á kalráðstefnu í febrúar 1970 Markmið þessa erindis er að gefa hugmynd um við hvaða hitaskilyrði gróður hefur þrif- izt á íslandi, og við hvaða hita hefur verið ræktað. í þessu skyni verður litið á grófustu drætti hitafarsins, meðaltöl ára og árstíða. Þó að vafalaust séu það veður og veðra- brigði á mun skemmri tíma, sem ráða því hvernig gróðri reiðir af hvert árið, hljóta þessi heildarmeðaltöl að vera vísbending um það, hve harðleikinn kuldinn er við jörð og gróður, og hve líklegt það er að snörp og* hörð áhlaup geri. Hitabreytingar ganga að verulegu leyti í takt yfir landið allt, og því getum við> fengið allgóða mynd af hitasögunni með því að skoða eina veðurstöð. Stykkishólmur verður fyrir valinu vegna þess að þar er elzta veðurstöð landsins, en þar hófust mæl- ingar haustið 1845. Það kemur fram, að árs- meðaltölur hita leika á mjög þröngu bili. í þau 124 ár, sem athuganir hafa verið gerðar, hefur hlýjast orðið 5.2° árið 1941, en kaldast 0.9° árin 1859 og 1866. Munurinn er 4.3°. Erfitt er að gera sér grein fyrir þýð- ingu þessa munar, en hann jafngildir því, að staðurinn hafi verið fluttur upp á við um sem næst 900 m. Einnig má geta þess, að hiti kaldasta ársins er heldur hærri en hit- inn í meðalárferði 1931—1960 í Möðrudal, en hlýjasta árið er 0.2° heitara en meðalár á Fagurhólsmýri. Mun sterkari sveiflur koma fram, ef tíma- einingin er smækkuð og litið á hverja árstíð fyrir sig. Hitasveiflurnar reynast lang að- sópsmestar að vetri til, 12.6° skilja hlýjasta Adda Bára Sigfúsdóttir og kaldasta vetur í Stykkishólmi, 6.5° og 6.8° eru á milli endimarka vor- og haust- hita, en hlýjasta og kaldasta sumar aðskilja aðeins 4.5°. Sé nánar litið á vetrarhitann (mánuðina desember til marz) koma þar fram allglögg tímabilaskipti, en skörpust eru skilin 1921 og mjög harðir vetur eru langtíðastir 1853—1892. Meðalhiti þessara tímabila sést í töflunni, sem hér fylgir. Tímabii 1846—1852 1853—1892 1893—1920 1921—1965 1966—1969 MeSalhiti vetra -h-0.7 -h2.3 -hl.7 H-0.1 -f-2.2 Meðalhiti vetranna 1966—1969 er svo til sá sami og meðalhitinn á tímabili hörðustu vetranna 1853—1892, en vert er að leggja áherzlu á, að síðustu fjórir vetur hafa allir verið svipaðir, meðalhiti frá -=-1.6° til -f-2.6°, en á árunum 1853—1892 voru margir vetur mjög harðir (kaldast -f-10° 1881), en mildir vetur komu öðru hvoru, og því komst með- altalið upp í h-2.3°. Aðrar árstíðir fylgja nokkurn veginn eftir megintímabilaskiptingu vetranna, en hlýn- unin eftir 1920 er þó heldur seinna á ferð- F R E Y R 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.