Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1970, Blaðsíða 53

Freyr - 01.05.1970, Blaðsíða 53
FRIÐRIK PÁLMASON: Ahrif áburðar á kalþol vallarfoxgrass í mýrarnýrækf Áhrif köfnunarefnisáburðar og kalíáburðar á kalþol grasa eru vel kunn. Þó er vitneskja úr innlendum tilraunum um þessi efni fremur takmörkuð. Fram á síðustu ár hefur kali í tilraunum ekki verið gefinn sá gaum- ur, sem við myndum vilja nú í dag að verið hefði. Áhrif fosfóráburðar á kalþol hafa hins vegar lengi verið óljós. Árið 1959 kom fram einföld skýring á hinum mismunandi niðurstöðum um áhrif fosfóráburðar á kal, en fram að þeim tíma hafði um helmingur allra erlendra tilrauna, sem kunnugt var um, bent til þess, að fosfóráburður yki kal- þol. Hinn helmingur tilraunanna benti til þess, að fosfór hefði engin áhrif á kalþol. Skýringin sem gefin var á þessu var ein- faldlega sú, að fosfóráburður varnar ekki kali þar sem enginn fosfórskortur er. Tilraunirnar, sem hér verður sagt frá, fjalla um efni, sem er að talsverðu leyti kunnugt um úr erlendum tilraunum, en mjög fáar innlendar tilraunaniðurstöður snerta. Kalið í þeim tilraunum sem hér er um að ræða, var algjört þar sem næringar- skilyrði voru slæm, og niðurstöður tilraun- anna að þessu leyti mjög ljósar. Gallinn á þessum tilraunum er sá, að vaxtarskilyrði eru ekki fyllilega hin sömu í pottunum og á túni. Uppgufun úr pottunum er t. d. vafa- laust meiri en á túnum. Þetta verður að sjálfsögðu að hafa í huga, en kostir potta- tilraunanna eru meiri nákvæmni í fram- kvæmd og betri rannsóknaaðstaða á ýmsan hátt. Vorið 1968 var byrjað á áburðartilraun á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit í þeim til- gangi að gera samanburð á gildi áburðar- Friðrik l’álmason efnanna N, P og K í blönduðum áburði ann- ars vegar og einhliða tegundum hins vegar. Tilraunin, eða rannsóknin, samanstendur af 5 aðgreindum tilraunum og eru þær fram- hald af tilraun, sem byrjað var á 1967. Tilraunirnar voru gerðar í glerjuðum járnpottum af svonefndri Mitscherlich gerð. Hitamælingar, sem gerðar voru í vetur með sérstökum mælum, fengnum að láni hjá Veðurstofunni, sýndu að hitasveiflur eru meiri í pottunum en í grasgrónum jarðvegi á sama stað. Pottarnir standa í rúmlega meters hæð yfir jörð. Björn Jóhannesson notaði sömu pottana í áburðartilraun við Atvinnudeild Háskólans á árunum 1954— 1960. Niðurstöður tilraunanna verða birtar síð- ar í einstökum atriðum, en hér verður að- eins gefið yfirlit. Vorið 1969 var augljóst, að kalið hafði í miklum hluta pottanna, sem sáð var í vorið 1968. Kalið var metið með samanburði á uppskeru 1968 og 1969. Kalið var þar sem köfnunarefnisskortur var, en einnig þar sem stórir skammtar af köfnunarefni, 180—240 kg/ha N, voru not- aðir. Ókalið var í pottum, sem fengu 120 kg/ha N. Lítill munur var á áburðarverk- unum, hvort sem um var að ræða einhliða tegundir eða blandaðan áburð og var niður- staðan yfirleitt á þann veg í öðrum hlutum rannsóknarinnar. F R E Y R 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.