Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Síða 40

Freyr - 01.09.1974, Síða 40
Útsýni frá Lifjell yfir BÖ-hérað. fyrir vinnu hvers norsks bónda, eða því sem næst. Það voru þung orð, sem mæl- endur sendu frá ræðustól, og röð þeirra var löng, eftir að niðurstöður gerðardóms- ins urðu kunnar um miðjan annan dag þingsins. Fulltrúarnir töldu niðurstöður dómsins svo ósanngjarnar, sem hugsast gæti, eink- um með tilliti til þess, að ætla mætti að allir þjóðarþegnar hafi áhuga á að Noregur verði sem best sjálfum sér nægur um fram- leiðslu nauðsynja, en eins og sakir standa er framleiðsla lífsnauðsynja aðeins um 30% af þjóðarþörf. Það var af mælendum talið einsýnt, að bændum mundi fækka verulega eftir þessar ákvarðanir og fram- leiðsla búvöru þá minnka að sama skapi, en möguleikar fyrir vel launuðum störfum eru á hverju strái, og því lítil von til þess, 328 að ungir menn hverfi að búskap þegar aðr- ar efnahagsleiðir standa opnar með góðan arð í framsýn. Niðurstöður gerðardómsins, sem gilda skulu um tveggja ára skeið eins og venja hefur verið, eru á þessa leið: Fyrra árið: Krafa bændanna var 620 milljónir n. kr. í nettótekjuauka, en dóm- urinn sagði 430 milljónir. Mismunur 190 milljónir. Síðara árið: Krafa bændasamtakanna var 450 milljóna tekjuauka. Dómurinn sagði 300 milljónir. Mismunur 150 milljónir. Samtals telja bændur sig þannig snuðaða um 340 milljónir frá hinu upprunalega marki 1070 milljónum norskra króna fyrir vinnu bændastéttarinnar í 2 ár. í sambandi við þessar niðurstöður er vert að geta þess, að: F R E Y R J

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.