Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Síða 29

Freyr - 01.09.1974, Síða 29
Ánamaðkur Þeir eru iðnir þrestirnir á grasflötinni fyrir utan gluggann minn. Iðnir við hvað? Auð- vitað við að tína í sarpinn. Undanfarin ár hafa þeir haldið til hér í kring, einn eða tveir, allan veturinn og þeir hafa verið vel séðir gestir bakdyramegin, og þangað rata þeir greiðlega og fúslega því að þar er von á vistum strax og harðn- ar á dalnum. Allt frá því er reyniberin þrutu og síðustu ribsberin voru gleypt hafa þeir verið daglegir gestir konu minnar, og hafa þegið með góðri lyst alla brauðmol- ana, sem hún leggur út til þeirra. Það skiptir ekki miklu máli þótt snjótittling- arnir fái sinn skerf frá sama borði, alltaf er þrösturinn, einn eða tveir vetrarlangt, fastur gestur. En svo vorar, þá bætist nú heldur í hóp- inn og þá er stundum takmarkaður eða enginn áhugi fyrir brauðmolum, nema rétt á undan hreti eða miklum kulda, og þegar jörð er þíð á yfirborði þá er brauðmola- áhuginn horfinn, þá er annað góðgæti hvar- vetna umhverfis, eins og á grasflötinni núna, og víst álíka um allan grænmetis- reitinn milli skjólbeltanna. Ég stansa starf mitt við ritvélina til þess að líta á aðfarir gestanna á grasbalanum. Þarna hoppa þeir til og frá, halla undir flatt og „pitt“ nefin þjóta sem örskot í svörðinn og upp á milli trjánna koma spott- ar, sem togna dálítið við átök nefjanna, en spottarnir losna alveg við svörðinn og þá er ekki um að villast, þetta eru ánamaðkar allt saman. Þeir hljóta að vera margir í öllum grasbalanum, því að hér eru nokkrir þrestir leitandi og dorgandi frá morgni til kvölds, með hvíldum á milli náttúrlega, kroppandi þessar lífverur úr skauti jarðar. Ekki hef ég nokkra hugmynd um hve margir ánamaðkar veiðast á dag, en þeir eru margir, og ekki sýnist þurrð á því lífi í jarðveginum, að minnsta kosti ekki þegar hann er rakur eða votur. Öðru máli gegnir í þurrkum sumarsins, en þurrkdagarnir hérna í Mosfellssveitinni eru nú sjaldan margir samfelldir á sumrum. En hvað um það. Ánamaðkarnir eru margir og sú staðreynd, að ánamaðkar þríf- ist illa eða ekki þar sem tilbúinn áburður er notaður, stenst ekki því að á þessu grasflöt hefur aldrei komið búfjáráburður síðastliðin 18 ár eða lengur og vel er jafnan á borið af „gerviáburði“. En jarðvegurinn er myldinn og frjór og jurtaleifar víst ríku- legar, enda er það staðreynd, að ánamaðkur lifir af visnuðum og rotnandi jurtaleifum. Það getur því ekki staðist, sem ýmsir halda fram, að ánamaðkur hverfi úr því landi, sem tilbúinn áburður er notaður til vaxtarauka grasa og annarra nytjajurta. Það er því eitthvað annað en áburðar- tegundir og notkun þeirra, sem ræður fjölda ánamaðka í hverri einingu lands af flatarmáli eða rúmmáli. Og ekki hef ég neina skýringu á því fyrirbæri, sem hús- móðir í Kelduhverfi hefur tjáð mér, að þar sem hún var upp alin í Rangárvalla- sýslu hafi verið mikið um ánamaðk í rækt- uðu landi en í Kelduhverfi norður, eftir að hún kom þangað, hafi hún naumast orðið vör við ánamaðk á víðavangi. Máske er það jarðvegsbyggingin, sem hér ræður nokkru. Ef til vill er það veðurfarið, sem óneitan- lega er annað þar nyrðra en í Rangárþingi. Máske er það eitthvað annað? Og stað- reynd er, að mismikið er um ánamaðk í ræktuðu landi og óræktuðu. Þannig er það vafalaust einnig í öðrum löndum. ❖ ❖ ❖ Til þess að gróður þrífist vel eru forsendur af ýmsu tagi mikilvægar, en líklega engin fremur en sú, að í jarðveginum sé talsvert loft og að jarðvegurinn sé hæfilega laus. F R E Y R 317

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.