Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1974, Side 11

Freyr - 01.09.1974, Side 11
Fyrri aðferðin hefur nokkuð verið notuð í garðyrkju og kartöflurækt í smáum stíl hér á landi, en það er orðið algengt, að lagður sé plastdúkur milli raða í kartöflu- görðum. Þessari aðferð verður vart komið við í stórum stíl og ekki við grasrækt. Síðari aðferðinni, að mynda skjól, hefur einnig verið beitt hér á landi, en til þessa svo til eingöngu kringum garða. Örfáir bændur hafa reynt að koma sér upp skjól- beltum úr trjám og gengið misvel. Hæfilega þéttur skjólveggur getur dreg- ið úr vindhraða, skjólmegin í fjarlægð, sem er allt að því þrítugföld hæð veggjarins. Þannig eru mælanleg skjóláhrif frá 2 m háum skjólvegg í allt að 60 m fjarlægð frá veggnum, ef mælt er í 80 cm hæð yfir jörðu eða neðar. Hæfilega þéttur veggur er með 35—50% göt. Þéttari veggur veitir betra skjól næst sér, en skjóláhrifanna gætir ekki eins langt frá veggnum, vegna vindsveipa, sem vilja myndast bak við þéttan vegg. Skjól dregur úr uppgufun vatns, vegna þess að rakamettað loft, sem liggur yfir landinu, berst hægar í burtu en í blæstri. Góður þurrkur byggist einmitt á því að nægur blástur sé til að feykja rakamettaða loftinu frá og flytja nýtt og þurrara loft að í staðinn, loft, sem getur tekið móti rak- anum sem gufar upp. í logni og í skjóli gufar því minna vatn upp úr jarðvegi en í blæstri á bersvæði. En það eru önnur áhrif skjólsins, sem einnig er vert að veita athygli, en það eru áhrif þess á hitastigið. Þegar vatn gufar upp, bindur það varma frá umhverfi sínu og kælir það. Þetta kannast allir við sem hafa þurrkað blaut föt á sjálfum sér. Vegna minnkandi uppgufunar í skjóli verður jarð- vegshiti þar hærri en á bersvæði. Þetta er ekki svo veigalítið atriði hér á landi, þar sem lágt hitastig er ef til vill sá vaxtar- þáttur, sem oftast er í lágmarki. Ekki hefur það verið mælt, svo ég viti til, hve mikinn uppskeruauka má fá í skjóli miðað við bersvæði hér á landi. í Dan- mörku er talið, að uppskera af korni verði frá fáeinum og upp í fimmtíu hundraðs- hlutum meiri í skjóli en á bersvæði. Það er meðal annars háð veðri á vaxtartíman- um hve uppskeruaukinn verður mikill. í grein þeirri, eftir Markús Á. Einars- son, sem ég gat um fyrr, er þess getið, að uppgufun hér sé óvenjumikil miðað við nágrannalönd okkar og eigi hinir tíðu vind- ar hér eflaust stærstan þátt í að svo er. Það er því engum vafa undirorpið, að skjól dregur allverulega úr uppgufun hér á landi og bætir á þann hátt vatns- og varmajafn- vægi jarðvegs. Hins vegar treysti ég mér ekki til að fullyrða, að vaxtarauki, sem fengist vegna skjóláhrifa, borgaði þann kostnað, sem er því samfara að koma upp skjólbelti. Aukning á rakaheldni jarðvegs. Rakaheldni jarðvegs ræðst að miklu leyti af leir og moldarefnum hans. Því meira sem er af þessum efnum í jarðveginum, því meiri raka getur hann geymt. Helst er ástæða til að bæta rakaheldni sandjarð- vegs. Það er dýrt að aka leir eða mold á sanda, en með því að nota búfjáráburð á þá, má smám saman auka moldarefni í þeim og bæta þar með rakaheldni þeirra. Á annan hátt má auka vatnsbirgðir þær, sem jurtir ná til úr jarðvegi, en það er með því að stuðla að öflugu og djúpgengu rótarkerfi, svo að jurtirnar nái vatni úr meira dýpi en ella. Djúpgengt rótarkerfi nær vatni úr meira jarðvegsrými heldur en grunnt. Plöntur með djúpgengar rætur þola því þurrk betur en aðrar. Losun jarðvegs og góð framræsla, svo að loft komist greiðlega niður í jarðveginn, opnar rótunum leið niður á við og stuðlar á þann hátt að því að gera plöntur ónæm- ari fyrir þurrki. Það hljómar ef til vill sem öfugmæli, að góð framræsla dragi úr skað- semi þurrka, en sú er raunin. F R E Y R 299

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.