Freyr - 15.08.1979, Side 8
þá þversögn, sem fælist í því, að bændaefn-
um hefði ætíð réttilega verið innrætt, að
dugnaður og eljusemi væru eftir-
sóknarverðardyggðir, en nú kvæði hins veg-
ar við ramakvein í þjóðfélaginu um, að
bændur væru of afkastamiklir við búvöru-
framleiðslu. Kvæði þar við falskan tón í
hungruðum heimi.
Magnús B. Jónsson, skólastjóri, flutti þá
hátíðarræðu. Hann minntist allra þeirra
manna og kvenna, sem helgað höfðu skól-
anum starfskrafta sína í meðbyr og mótbyr
frá upphafi og til þessa dags.
Skólinn var stofnaður í lok kalda áratugs-
ins 1880—1890. Má nærri geta, að til þess
þurfti kjark, táp og trú. Á krossmessu 1889
hófst skólastarf á Hvanneyri með einum
námssveini. Fleiri bættust þó við og luku 5
burtfararprófi í fyrsta árganginum. Aðsókn
var dræm allt til áranna 1907—1909, en þá
voru nemendur 14 á Hvanneyri. Fram-
haldsdeild varstofnuð á Hvanneyriárið 1947.
Hún varð síðarað búvísindadeild. Það kost-
aði mikla baráttu að koma þeirri deild á legg,
þótt hún hafi nú fyrir löngu sannað gildi sitt.
Búskapur krefst fjölþættrar þekkingar,
sagði Magnús, og kallar á staðgóða starfs-
menntun. Hana þarf að efla og auka þarf
tengsl búnaðarmenntunar við atvinnu-
Frá hátíðasvæðinu ftaman við kirkjuna og gamla
húsið.
Á hátíðinni hittust margir eldri og yngri H vanney ringar.
Á neðri myndinni er Hvanneyrarfólk frá árunum
1957—60.
veginn, þannig að bóndinn finni, að hann
eigi erindi við fræðslustofnanir landbún-
aðarins. í því efni kvað Magnús ný lög um
510
FREYR