Freyr - 15.08.1979, Blaðsíða 33
Gott ár hjá Mjólkursamsölunni
Aðalfundur Mjólkursamsölunnar í Reykjavík
var haldinn þriðjudaginn 25. apríl.
Fundinn setti og stjórnaði honum vara-
formaðurinn, Gunnar Guðbjartsson, í
veikindaforföllum stjórnarformanns, Ágústs
Þorvaldssonar. Varaformaður gerði grein
fyrir störfum stjórnarinnar á árinu, m. a. kom
fram, að frestað hefur verið að takaákvörðun
um, hvort Mjólkursamsalan hætti þátttöku í
Vinnuveitendasambandinu, en ákvörðunar
er að vænta á næstunni. Gunnar lagði
áherslu á í ræðu sinni að breyta þyrfti reglum
um útborgun haustuppbótar á mjólk. Það
væri brýnt hagsmunamál fyrir framleiðendur
að jafna framleiðsluna sem mest. Nú váeru
allt of miklar sveiflur, minnst var mjólkin á
svæði Mjólkursamsölunnar í febrúar, 3,3
milljónir lítra, en mest í júlí, 7,0 milljónir lítra.
Hækka þyrfti verulega verð til bænda á
haustmjólkinni, en lækka að sama skapi
verðið á sumarmjólkinni. Forstjóri Mjólkur-
samsölunnar, Guðlaugur Björgvinsson,
gerði grein fyrir rekstri hennar og reikning-
um. Hér á eftir munu nokkur atriði úr ræðu
Guðlaugs verða rakin.
Innvegin mjólk í þau fjögur mjólkurbú,
sem eru á svæði Mjólkursamsölunnar, var
61,3 milljónir lítra á síðastliðnu ári, og er það
4,8% aukning frá fyrra ári. Hjá Mjólkurbúi
Flóamanna var tekið á móti 42,0 milljónum
lítra. Mjólkurstöðin í Reykjavík fékk 5,3 millj-
ónir lítra. Mjólkursamlagið í Búðardal tók á
móti 3,1 milljón lítra og mjólkursamlagið í
Borgarnesi fékk 10,7 milljónir lítra.
Samtals voru seldar 32,1 milljón lítra af
nýmjólk eða 52% af innveginni mjólk. Það
var samdráttur um 1,4%. Samdráttur varð
einnig í sölu á undanrennu. Veruleg aukning
var í sölu á jógurt eða um 21%, söluaukning
varð á skyri um 5,5% og sala á rjóma var
8,4% meiri árið 1978 en árið á undan.
Mjólkurframleiðendur á svæði Mjólkur-
samsölunnar voru 1 273 í árslok 1978, þeim
hafði fækkað um 22 frá fyrra ári.
Nokkrar nýjar afurðir komu á markaðinn á
síðastliðnu ári, þar má nefna melónu- og
kaffijógurt. Brotið var blað í sögu mjólkur-
iðnaðarins, þegar hafin var sala á Floridana
appelsínusafaáárinu. En mjög góðsalavará
þessum vörum á árinu og salan á appelsínu-
safanum skilaði umtalsverðum hagnaði.
í árslok voru 232 starfsmenn hjá Mjólkur-
samsölunni, þeim hafði fjölgað um 7 á árinu.
Rekstur brauð- og ísgerðar gekk mjög vel,
og er þetta eitt besta árið síðan hafinn var
rekstur á þessum tveimur deildum MS.
Fjárfesting var með minna móti, en aðal-
fjárfestingin var endurnýjun á átöppunarvél.
Rekstrarkostnaður Mjólkursamsölunnar
lækkaði hlutfallslega miðað við undan-
gengin ár, því hann reyndist vera 6,5% af
sölu, en árið 1977 var hann 8,5% af sölu.
Heildarvelta MS. á árinu var 7 322 milljónir
króna.
Fyrningar voru rúmar29 milljónir króna og
um 40 milljónir króna voru lagðar í bygg-
ingasjóð. Seldar voru mjólkurvörur fyrir
7 109 milljónir króna. Grundvallarverð
mjólkur fyrir svæði Mjólkursamsölunnar var
kr. 135,20 á hvern lítra, en útborgunarverð
aftur á móti kr. 135,48.
Á fundinum komu fram tvær tillögur, þar
sem lagt var til, að reglur um útborgun
haustuppbótar á mjólk yrðu endurskoðaðar
og þær greiðslur hækkaðar, þessar tillögur
voru samþykktar. UÞL.
FREYR
535