Freyr - 15.08.1979, Side 9
Ræður og ávörp voru flutt.
Steingrímur Hermannsson, landbúnaðarráðherra, Magnús B. Jónsson skólastjóri, Guðmundur Jónsson, fyrr-
verandi skólastjóri.
landbúnaðarnám og rannsóknirstefna í rétta
átt. Atvinnuvegurinn rær nú andróður. Því
þurfa bændur að svara með því að þjappasér
betur saman, efla stéttarvitund sína, mennt-
un og félagasamtök til baráttu fyrir stéttina.
Það verður að gera lýðum Ijóst, að úr auð-
lindum lands og hafs þiggjum við lífsfram-
farir okkar. Þar er öflug búnaðarmenntun
þungt lóð á vogarskál. Sú tíska ryður sér nú
til rúms í þjóðfélaginu, að réttur hins sterka
skuli njóta sín óhindrað. Það hefur á hinn
bóginn verið aðalsmerki sveitanna að virða
rétt lítilmagnans og efla samvinnu og
samhjálp, einstaklingum og samfélaginu til
hagsbóta. Megi svo verða áfram. Bænda-
skólarnir hafa hér miklu hlutverki að gegna.
Næstur talaði Steingrímur Hermannsson,
landbúnaðarráðherra. Framsýnir menn
stofnuðu þennan skóla og stjórnuðu honum,
mælti ráðherra. Skammsýnir menn halda því
hins vegar fram nú, að þekkingin og skól-
arnir eigi þátt í offramleiðslu búvöru og hafi
orsakað erfiðleika og vanda. Ekki er þessu
svo farið. Hér mun einmitt þekkingin verðatil
þess að leysa vandann, og er nú unnið að því
af mörgum aðilum. Þingmenn verða hér að
láta skynsemina ráða. Líklegt er, að við þurf-
um að draga saman seglin, en sigla með gát.
Við þurfum að gera búskapinn fjölbreyttari,
og þar munu skólarnir hjálpa til. íslenskir
bændur munu í framtíðinni verða hvattir til
aðframleiðaallarþærafurðir, sem þeirgeta.
Ráðherrann drap á nýju búfjárræktarlögin
og 10 ára áætlun, sem nú er unnið að fyrir
skólann. Hann kvað þess þörf að varðveita
gömul verðmæti til gagns og ánægju fyrir
samtíð og framtíð.
Guðmundur Jónsson, skólastjóri, talaði
næstur. Hann bar kveðju frá konu sinni,
Ragnhildi Ólafsdóttur, sem gat ekki sótt af-
mælishátíðina af heilsufarsástæðum. Hann
rakti ýmsa þætti úr sögu skólans. Á þessum
90 árum hafa 2306 nemendur verið í Hvann-
eyrarskóla, þar af voru 20, sem voru í al-
mennu búnaðarnámi annars staðar (aðal-
lega á Hólum), en voru í framhaldsnámi á
Hvanneyri. Skólastjórar hafa verið 7, fastir
kennarar um 50 og stundakennarar um 100.
Fyrsti skólastjórinn, Sveinn Sveinsson, and-
aðist áður en hann fengi brautskráð fyrstu
FREYR
511