Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1979, Síða 14

Freyr - 15.08.1979, Síða 14
Tafla 2. Meðalakostnaður á árskú. Flokkaður eftir ársnyt samkvæmt búreikningum 1973—1975. meira en 2749 Meðalnyt árskúa, lítrar 2750— 3000— 3250— 2999 3249 3499 3500— 3749 meiri en 3750 Meðalakostn/árskú, kr. ... Meðalakostn/kg mjólk, kr. 1552 0,62 1720 1745 0,60 0,56 2106 0,62 2345 0,65 2632 0,65 má segja, að eftir því sem afurðirnar eru meiri, því betri tökum hefur viðkomandi bóndi náð á þeim þáttum, sem hafa áhrif á afurðirnar. Þá hefur því verið haldið fram, að eftir því sem kýr séu nythærri, því hættara sé þeim við að fá sjúkdóma, og því sé kostnaðurinn við heilsugæslu meiri. Samkvæmt búreikning- um (tafla 2) er meðalakostnaður á kú meiri á afurðameiri búunum en sá sami á kg mjólkur, óháður afurðamagni. Eftir því sem afurðir eru meiri eftir grip minnkar fóðurkostnaðurinn á kg mjólkur, þar sem viðhaldskostnaðurinn dreifist á meira mjólkurmagn. Eins og sést í töflu 3 er fóðureyðslan á kg mjólkur um þriðjungi meiri í lægri afurðaflokknum, og þar sem kjarnfóðurnotkunin er sú sama í báðum flokkum ákg mjólkur, ermunurinn eingöngu á heimafengnu fóðri. Þó að kostnaður við mjólkurframleiðsluna sé meiri á grip á búum, þarsem meðalafurðir eru 'miklar, þá er Ijóst af framansögðu, að myndin breytist, þegar kostnaðinum er jafn- að á framleitt mjólkurmagn. Þá kemur í Ijós, að nýtingin á heimafengnu fóðri er mun betri á afurðameiri búunum. Þó er rétt að benda á það, að oft er mikill munur milli búa með svipaðar afurðir, hvað framleiðslukostnaði viðkemur. Einn af þeim þáttum, sem hafa afgerandi áhrif á kjarnfóðurnotkunina, er heygæðin. Þeir bændur, sem hafa til þess aðstöðu og náð þeirri tækni, sem þarf til að verka heyið þannig, að úr því verði úrvalsfóður, ná ágætum afurðum án mikillar kjarnfóðurgjaf- ar. Komið hefur skýrt fram við rannsóknir, sem hafa verið gerðar á vegum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, hve mikilvægt er að slá snemma, og að verkunin takist vel. Snemmslegið hey er bæði næringarríkara og einnig ést það mun betur heldur en síðsleg- ið, úrsérsprottið hey. Tilraun, sem gerð var árið 1976 á tilraunastöðinni í Laugardælum, sýndi, að hey, sem var slegið 10. júlí, borið saman við það, sem var slegið mánuði síðar, hafði um 30% meira fóðurgildi og ást rúm- lega helmingi betur, þegar það var gefið mjólkurkúm. Þetta þýðir, að fóðureiningarn- ar, sem kýrnarfengu daglegaað meðaltali úr heyjunum, voru um þrisvar sinnum fleiri, þegar kýrnar voru fóðraðar á snemmslægj- unni borið saman við seinni sláttinn. Aftur á móti var uppskerumagnið um 40% minna, þannig að túnstærðin hefði þurft að vera mun meiri til að ná samsvarandi upp- skerumagni. Samkvæmt skýrslum nautgriparæktarfé- laganna er meðalkjarnfóðurnotkunin á framleitt kg minnst yfir sumarmánuðina eins og við er að búast, en mjög er það mismun- andi, hve sumarbeitin nýtist. Á afurðameiri búunum er að meðaltali gefið minna af kjarnfóðri á kg mjólk en á þeim afurðaminni þannig, að til eru fram- leiðendur, sem ná ágætum afurðum með hóflegri fóðurbætisnotkun, en svo eru aðrir, sem virðast framleiða sumarmjólkina ein- göngu á kjarnfóðri. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna, bæði innlendra og erlendra, þá virðist mjög tví- eggjað að gefa kjarnfóður með góðri beit. Samantekt úr enskum beitarrannsóknum sýnir, að afurðaaukning fyrir hvert kg af 516 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.