Freyr - 15.08.1979, Qupperneq 25
Myndin sýnir gærustærð við mismunandi þunga lamba á fæti. Efri línan sýnir samanlagðan þunga og gærustærð
tvílembinga. (Úr skýrslu um fróun sauðfjárræktar) Rr. 8 '76.
Tafla 1.
Fjöldi sláturfjár 1969—1978
Ár Dilkar stk. Fullorðið stk. Alls stk.
1969 1970 759.097 694 355 64 877 759 232
1971 658 555 43 392 701 947
1972 713 263 55 692 768 955
1973 784 176 74 537 858 713
1974 828 090 79 423 907 513
1975 871 059 88 882 959 941
1976 858 950 76 126 935 076
1977 873 225 70 679 943 904
1978 931 896 89 288 1 021 184
Þessum meðferðargöllum má skipta í eftir-
farandi flokka:
1. Fyrirristugallar, sem breyta lögun gær-
unnar og minnka nýtingu.
2. Fláningsgallar, s. s. göt og skurðir og fita
á holdrosa.
3. Geymslugallar, s. s. ýldublettir (rot), brot,
roði o. fl.
Verðmætarýrnun gærunnar af völdum of-
annefndra orsaka er hægt að minnka veru-
lega.
Eðlisgæði gærunnar.
Ekki hefur tekist að fá viðurkenningu fyrir því
hjágærukaupendum, að kynbæturmeð tilliti
til betri litar, hrokkni og gljáa gæranna
mundi auka verðgildi þeirra að neinum mun.
Á það hefur því ekki verið lögð nein megin-
áhersla. Hins vegar hefur einnig komið í Ijós,
að gæran geturverið skemmd áðuren hún er
tekin af skepnunni. Má þar einkum nefna
þrjú atriði:
1. Mold eða sandur í þaki, sem erfitt er að ná
úr og veldur ýldu og hárlosi við geymslu.
2. Saur og skítur í ull og sömuleiðis mor.
Mjög erfitt er að ná jurtaleifum úr ullinni.
FREYR
527