Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1979, Síða 28

Freyr - 15.08.1979, Síða 28
Varla getur friðsamlegri sjón en æður á hreiðri. Aliir eru væntanlega sammála um að æðarfuglinn eigi að vera alfriðaður. fjölgaði svo, að til stórvandræða horfði, og aukast þau vandræði ár frá ári. í stað eiturs- ins hafa þó verið reynd svefnlyf, en ekki borið tilætlaðan árangur. Það er því beinlínis og óbeinlínis að miklu leyti arnarins vegna, að við erum svo illa á vegi stödd í þessum efnum, og verður vikið að þessu síðar. Offjölgun svartbaksins er alkunn og ógn- vekjandi staðreynd, og mætti hafa þar um langt mál. Látið skal þó nægja hér að nefna ásælni hans og yfirgang við æðarungadráp, ásókn í lax og silung í ám og vötnum, og ágang um sauðburð. Auk þess sækir hann mikið í mófuglaunga. Þarna ræður náttúran sjálf ekki lengur við hæfilega takmörkun þessa harðduglega fugls. Sumum finnst nokkur hlunnindi að svartbakseggjatöku, sem þó er hverfandi á móti þeirri skaðsemi, er svartbakurinn veldur. — Nefna má einnig silfurmávinn í þessu sambandi. Fyrr meir þótti regla, að ein hrafnahjón fylgdu hverjum sveitabæ. Þau héldu sín hrafnaþing og allt var í föstum skorðum með viðhald og afföll. Vöxtur sjávarþorpa og þéttbýliskjarna hefur hins vegar gjörbreytt hinum gömlu lögmálum hrafnsins, því nú er óæskileg fjölgun fóðruð og alin, svo að engu viðnámi virðist við komið eftir, að hætt var að eitra í hræ og egg. Hrafninn er mjög frekurtil fanga við eggjarán hjá öðrum fuglum, og þá ekki síst æðarfuglinum, og þykir einnig all- aðgangsharður við lambær og lömb um sauðburðinn. Hettumávurinn er tiltölulega ný fuglateg- und hérlendis, en hefur fjölgað svo ört og breiðst út hin síðari ár, að með ólíkindum má telja, enda er þetta duglegur fugl, en arg- samur og leiður. Leggst hann talsvert á kríu- unga, mófuglaunga og þrastaunga. Sumir fuglafræðingar vilja þó ekki viðurkenna þessa staðreynd, en telja hann allra notaleg- asta fugl, sem verji andavarp fyrir minkum og æðarvarp fyrir vargfugli. Kunnugir telja hins vegar, að minkurinn sé bara ekkert hræddur við hettumávinn, enda væri það næsta furðulegt, svo harðsnúinn og grimmur sem minkurinn er. í æðarvarpi sést hettumávur- inn aldrei leggjast á móti vargfugli. Hitt vita svo allir, að honum hefur tekist að hrekja kríuna frá mörgum sínum gömlu varpstöðv- um, og má að miklu leyti kenna honum um fækkun kríunnarárfráári. Það er því síðuren 530 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.